Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 24. desember
VIKAN SEM HEFST 24. DESEMBER
Söngur 5 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
w08 15.1. bls. 22-24 gr. 11-18 (30 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Sakaría 9-14 (10 mín.)
Nr. 1: Sakaría 11:1-13 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hvað segir Biblían um minningarhátíðina? – td 32A (5 mín.)
Nr. 3: Við hvaða aðstæður gætum við notað frumregluna í Orðskviðunum 15:1? (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
30 mín.: Hvernig getum við nýtt vefsetur okkar vel. Ræða með þátttöku áheyrenda um viðaukann á bls. 3-6. Hafðu þriggja mínútna sýnidæmi þegar farið er yfir bls. 4. Sýndu fjölskyldu sem er að ljúka fjölskyldunámskvöldinu. Fjölskyldufaðirinn biður um tillögur um hvað skuli taka fyrir í næstu viku og börnin benda á greinar sem þau langar til að fara yfir úr flettunni „Unglingar“ á vefsetrinu. Biddu áheyrendur að segja frá hvernig þeir hafi notað eða ætli sér að nota jw.org í sjálfsnámi sínu eða fjölskyldunáminu. Hafðu þriggja mínútna sýnidæmi þegar farið er yfir bls. 5. Sýndu boðbera nota vefsíðuna í snjallsíma til að svara spurningu húsráðanda um trú okkar. Hafðu fjögurra mínútna sýnidæmi þegar farið er yfir bls. 6. Sýndu boðbera ræða við áhugasaman einstakling sem finnst betra að lesa efni á öðru tungumáli. Boðberinn notar annað hvort snjallsíma eða tölvu húsráðanda til að sýna honum spurningu og svar á móðurmáli hans úr bæklingnum Viltu vita svörin? eða bókinni Hvað kennir Biblían? Spyrðu áheyrendur hvernig þeir hafi notað jw.org í boðunarstarfinu. Athugið að ekki er allt efnið á jw.org til á íslensku. Veljið annað tungumál til að nálgast allt efnið.
Söngur 101 og bæn