Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 4. mars
VIKAN SEM HEFST 4. MARS
Söngur 62 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
w08 15.2. bls. 18-20 gr. 10-18 (30 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Markús 9-12 (10 mín.)
Nr. 1: Markús 11:19-12:11 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Skírn, kristin krafa – td 36A (5 mín.)
Nr. 3: Hvers vegna veitir það hamingju að vígjast Guði? – Post. 20:35 (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
10 mín.: Hvernig má bjóða blöðin í mars? Ræða með þátttöku áheyrenda. Spyrðu eftirfarandi spurninga: Hvað ræður því hvort við bjóðum bæði blöðin og boðsmiðana þær helgar sem við erum að dreifa boðsmiðunum fyrir minningarhátíðina? Hvað getum við sagt eftir að við bjóðum boðsmiðann til að bjóða fólki blöðin? Hvernig getum við stytt kynningu okkar þó svo að mælt sé með því að við notum spurningu og ritningarstað þegar við kynnum blöðin? Sviðsettu hvernig bjóða megi bæði blöðin ásamt boðsmiðanum.
10 mín.: Höfum gagn af Rannsökum daglega ritningarnar – 2013. Ræða með þátttöku áheyrenda. Ræðið stuttlega um árstextann á bls. 3-4 og greinina á bls. 5 sem nefnist „Hvernig á að nota þetta hefti?“ Biddu áheyrendur síðan að segja frá hvernig og hvenær þeir fara yfir dagstextann og hvaða gagn þeir hafa af því. Ljúktu umræðunum með því að hvetja alla til að fara yfir dagstextann á hverjum degi.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
Söngur 119 og bæn