Prófaðu þetta
Heimildarrit í VEFBÓKASAFNI Varðturnsins
Heimildarrit okkar geta verið mjög gagnleg til að læra meira um mismunandi viðfangsefni. Þessi rafrænu heimildarrit eru meðal annars Orðskýringar, Ingsight on the Scriptures, Efnislykill að ritum Votta Jehóva og efnisskráin Watch Tower Publications Index.
Leitarglugginn í VEFBÓKASAFNI Varðturnsins getur hjálpað þér að nota heimildarritin. Þegar þú skrifar í hann birtast tillögur fyrir neðan. Orðið „Viðfangsefni“ birtist við hlið þeirra orða sem finnast í heimildarritum.
Prófaðu: Skrifaðu orðið „Jehóva“ í leitargluggann (A). Veldu tillöguna þar sem stendur „Viðfangsefni“ (B). Þá birtast mismunandi heimildir sem fjalla um þetta viðfangsefni.