Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w24 janúar bls. 19
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Svipað efni
  • Boðum „fagnaðarboðskapinn um Jesú“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • Aðstoð við að skilja Biblíuna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Hvað hamlar þér að skírast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Sýnum brautryðjandaanda
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
w24 janúar bls. 19
Filippus situr við hliðina á eþíópískum manni og útskýrir Ritningarnar fyrir honum í vagni á fjórum hjólum. Vagninn er dreginn af hestum og með ekil.

Vissir þú?

Í hvers konar ökutæki ferðaðist eþíópíski hirðmaðurinn þegar Filippus kom að honum?

FRUMMÁLSORÐIÐ sem þýtt er „vagn“ í Nýheimsþýðingunni getur átt við ýmiss konar ökutæki. (Post. 8:28, 29, 38) Svo virðist þó sem eþíópíski hirðmaðurinn hafi ferðast með stærra ökutæki en einföldum her- eða kappakstursvagni. Skoðum nokkrar ástæður fyrir þessari ályktun.

Eþíópíumaðurinn var háttsettur embættismaður sem hafði ferðast langa leið. Hann var „háttsettur við hirð Kandake drottningar Eþíópíumanna og var yfir allri fjárhirslu hennar“. (Post. 8:27) Eþíópía til forna náði yfir það sem nú er Súdan og syðsta hluta Egyptalands. Maðurinn hefur líklega ekki ferðast með sama ökutæki alla leiðina en hann hefur örugglega verið með farangur fyrir langt ferðalag. Á fyrstu öld voru meðal annars notaðir yfirbyggðir vagnar á fjórum hjólum til að flytja farþega. Í bókinni Acts – An Exegetical Commentary segir eftirfarandi: „Í þessum vögnum komst töluverður farangur fyrir sem auðveldaði ferðalög og þannig gátu menn líklega ferðast lengri leiðir.“

Eþíópíumaðurinn var að lesa þegar Filippus kom að honum. Í frásögunni segir: „Filippus hljóp að vagninum, heyrði [hirðmanninn] lesa í Jesaja spámanni.“ (Post. 8:30) Vagnar fyrir langferðir voru ekki byggðir til að aka hratt. Á þeim hraða gat hirðmaðurinn lesið þótt hann væri á ferð og Filippus gat jafnvel hlaupið vagninn uppi.

Eþíópíumaðurinn „bað … Filippus að stíga upp í vagninn og setjast hjá sér“. (Post. 8:31) Í venjulegum kappakstursvögnum stóðu menn. Vagnar fyrir langferðir voru hins vegar það rúmgóðir að nóg pláss hefur verið fyrir bæði hirðmanninn og Filippus til að setjast niður.

Á myndum sem birst hafa í ritunum okkar undanfarið af eþíópíska hirðmanninum situr hann í vagni sem er mun stærri en einfaldur her- eða kappakstursvagn en það virðist samræmast innblásinni frásögu 8. kafla Postulasögunnar og sögulegum heimildum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila