Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwhf grein 28
  • Hvað felst í að vera góður pabbi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað felst í að vera góður pabbi?
  • Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvert er hlutverk föðurins?
  • Hvað gerir föðurhlutverkið einstakt?
  • Feður og dætur
  • Áskoranir sem fylgja því að verða foreldri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Segðu þeim að þú elskir þau
    Reynslusögur af vottum Jehóva
  • Hvað einkennir góðan föður?
    Vaknið! – 2013
Góð ráð handa fjölskyldunni
ijwhf grein 28
Feðgin ganga glaðlega saman eftir götu.

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI | UPPELDI BARNA

Hvað felst í að vera góður pabbi?

Í þessari grein

  • Hvert er hlutverk föðurins?

  • Hvað er einstakt við föðurhlutverkið?

  • Feður og dætur

  • Ráð til feðra

Hvert er hlutverk föðurins?

  • Áður en barnið þitt fæðist. Sá eiginmaður sem þú ert núna gefur til kynna hvernig faðir þú verður seinna. Bókin Do Fathers Matter? segir:

    „Faðir sem hjálpar til við innkaupin meðan á þungun stendur, fer með konu sinni í læknisvitjanir, fylgist með fóstrinu í ómsjá eða hlustar á hjartslátt barnsins er líklegri til að verða þátttakandi í uppeldinu þegar barnið fæðist.“

    „Ég vildi ekki að konan mín hefði það á tilfinningunni að hún færi ein í gegnum þungunina, þannig að ég hjálpaði henni hvenær sem ég gat. Við hjálpuðumst að við að hafa barnaherbergið til. Þetta tímabil meðan við undirbjuggum komu barnsins var einstakt fyrir okkur bæði.“ – James.

    Meginregla Biblíunnar: „Hugsið ekki aðeins um eigin hag heldur einnig hag annarra.“ – Filippíbréfið 2:4.

  • Eftir fæðinguna. Þú myndar tengsl við ungbarnið þegar þú leikur við það og heldur á því. Taktu líka þátt í umönnun þess. Aðkoma þín sem föður stuðlar verulega að þroska barnsins þíns. Viðleitni þín til að tengjast barninu þínu sýnir hve heitt þú elskar það.

    „Farðu niður á sama plan og barnið þitt. Leiktu við það. Leyfðu þér að vera kjánalegur. Ekki taka þig of alvarlega. Mundu að fyrsta upplifun barnsins af kærleika kemur frá ykkur foreldrunum.“ – Richard.

    Nýbakaður faðir heldur á barni sínu.

    Meginregla Biblíunnar: „Börn eru gjöf frá Jehóva, ávöxtur móðurkviðarins er umbun.“ – Sálmur 127:3.

  • Þegar barnið vex úr grasi: Rannsóknir sýna að börnum sem eiga gott samband við feður sína gengur betur í skóla og þau glíma síður við tilfinningavandamál, þeim er síður hætt við að neyta eiturlyfja eða flækjast í afbrot. Taktu þér þann tíma sem þarf til að rækta gott samband við barnið þitt.

    „Sonur minn sagði mér að það sem hann myndi sakna mest þegar hann flytti að heiman væru samtöl okkar í löngum bíltúrum og við matarborðið. Sum mikilvægustu samtöl okkar hafa átt sér stað þegar ég átti síst von á þeim. Þau voru einfaldlega ávöxtur langra samverustunda.“ – Dennis.

    Faðir á ánægjulegt samtal við son sinn á táningsaldri um borð í báti.

    Meginregla Biblíunnar: „Gætið þess vandlega að hegða ykkur ekki eins og óskynsamar manneskjur heldur skynsamar og notið tímann sem best.“ – Efesusbréfið 5:15, 16.

Hvað gerir föðurhlutverkið einstakt?

Margir álíta að feður séu fyrirvinnur og verndarar fjölskyldunnar en að mæður séu næmari fyrir tilfinningalegum þörfum hennar. (5. Mósebók 1:31; Jesaja 49:15) Þessi hlutverk geta skarast heilmikið í sumum fjölskyldum. En rannsóknir sýna að pabbinn og mamman gegna hvort um sig einstöku hlutverki sem foreldrar.a

Judith Wallerstein sem er sérfræðingur í fjölskylduráðgjöf lýsir þessu með persónulegri reynslu sinni á þessu sviði: „Þegar dóttir mín var tólf ára gömul varð hún fyrir bíl. Hún vildi að pabbi sinn kæmi með sér í sjúkrabílinn af því að hún treysti honum betur til að taka málin í sínar hendur. En þegar á spítalann var komið vildi hún að ég sæti við rúmið hennar allan daginn og huggaði hana.“b

„Faðir færir fjölskyldunni vissan stöðugleika og vernd sem móðirin ein getur átt erfitt með að veita. En móðirin skapar hlýlegt uppeldisumhverfi með því að vera góður áheyrandi og með því að sýna samkennd. Saman mynda foreldrarnir teymi.“ – Daniel.

Meginregla Biblíunnar: „Hlustaðu, sonur minn, á aga föður þíns og hafnaðu ekki leiðsögn móður þinnar.“ – Orðskviðirnir 1:8.

Feður og dætur

Sem faðir kennir þú dóttur þinni hvaða framkomu hún verðskuldar frá karlmönnum. Hún lærir þetta á eftirfarandi tvo vegu:

  • Þegar hún fylgist með því hvernig þú kemur fram við móður hennar. Með því að elska og virða konu þína sér dóttir þín hvaða eiginleikar eru mikilvægir í fari maka og það mun gagnast henni þegar hún leitar sér maka. – 1. Pétursbréf 3:7.

    Stúlka á táningsaldri fylgist glöð í bragði með foreldrum sínum við matarborðið. Faðir hennar heldur um hönd móðir hennar og þau hlæja saman.
  • Þegar hún fylgist með því hvernig þú kemur fram við hana. Þegar þú virðir dóttur þína hjálpar þú henni að byggja upp sjálfsvirðingu. Þannig lærir hún að vænta þess konar framkomu af öðrum mönnum.

    Ef hún heyrir stöðugt gagnrýni líður sjálfsvirðing hennar fyrir og það getur leitt til þess að hún líti til annarra karlmanna til að fá viðurkenningu, manna sem bera ekki hag hennar fyrir brjósti.

    „Dóttir sem nýtur ástar og stuðnings föður síns er ekki líkleg til að falla fyrir manni sem skortir þá mannkosti sem einkenna góðan eiginmann.“ – Wayne.

a Mörgum mæðrum hefur tekist með ágætum að ala upp börnin sín án stuðnings eiginmanns.

b Úr bókinni The Unexpected Legacy of Divorce.

Ráð handa feðrum

Gregory, Olivia dóttir hans og Audrey kona hans.

„Þegar dóttir þín kemst á unglingsaldur skaltu nota jafnvel enn meiri tíma með henni. Fullvissaðu hana um að þú elskir hana jafn mikið og þegar hún var yngri. Þetta mun gera hana örugga um að hún geti rætt við þig um hvað sem er. Hún mun taka eftir því ef þú ert of upptekinn og leita að athygli hjá öðrum.“ – Gregory með Oliviu dóttur sinni og Audrey konu sinni.

Til upprifjunar: Hvernig get ég verið góður pabbi?

  • Vertu þátttakandi allt frá meðgöngutímanum. Sá eiginmaður sem þú ert á meðgöngutímanum gefur vísbendingu um það hvernig faðir þú verður þegar barnið kemur í heiminn.

  • Varðveittu gott samband við barnið þegar það vex úr grasi. Börnum sem eru náin feðrum sínum gengur betur í skóla, þau glíma við færri tilfinningaleg vandamál og eru síður útsett fyrir misnotkun áfengis eða eiturlyfjaneyslu.

  • Vertu góður eiginmaður. Þegar þú sýnir konu þinni ást og virðingu ertu jafnframt að kenna dætrum þínum hvaða framkomu þær ættu að búast við af karlmönnum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila