Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 116
  • Getur friðargæsla skapað friðsaman heim?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur friðargæsla skapað friðsaman heim?
  • Fleiri viðfangsefni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vandi friðargæslu og lausn Biblíunnar
  • Guðsríki – afl sem byggir upp sannan frið
  • Getur heimurinn losnað við styrjaldarbölið?
    Vaknið! – 1996
  • Sannur friður — hvaðan?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Friðartími framundan
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Ástundaðu sannan frið og kepptu eftir honum!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 116
Herlæknir sem er kona kannar heilsu flóttakonu. Aðrir flóttamenn og friðargæsluliðar eru í kringum þær.

Getur friðargæsla skapað friðsaman heim?

Stríð og vopnuð átök geisa stöðugt víða um heim. Þar af leiðandi standa Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök fyrir friðargæslua sem felur meðal annars í sér viðveru á átakasvæðum. Þannig vonast þau til að stuðla að stöðugleika á þessum svæðum. „Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna eru lífæðin í því hlutverki okkar að skapa friðsælli heim,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Friðargæsla hefur skilað nokkrum árangri í gegnum árin. Hún hefur til dæmis verndað óbreytta borgara, flutt flóttamenn til síns heima, staðið fyrir mannúðaraðstoð og byggt upp skaddaða innviði. En friðargæslusveitir mæta ýmis konar hindrunum sem setja þeim takmörk. Eigum við einhvern tíma eftir að sjá varanlegar lausnir sem færa okkur í raun friðsælan heim? Hverju svarar Biblían?

Vandi friðargæslu og lausn Biblíunnar

Táknmynd af tveim mönnum sem snúa baki hvor í annan með krosslagðar hendur.

Vandinn: Skortur á samvinnu. Það er ekki alltaf auðvelt að fá hjálparsveitir til að vinna saman hvort sem þær eru hernaðarlegar eða borgaralegar. Þær eru oft frá mismunandi löndum og eiga stundum erfitt með að starfa saman vegna þess að þær skilja ekki hver aðra eða hafa ólíka hagsmuni.

Lausn Biblíunnar: „Guð himinsins [mun] stofnsetja ríki … Það molar öll þessi ríki [stjórnir manna] og gerir þau að engu en það eitt mun standa að eilífu.“ – Daníel 2:44.

Guð mun mjög bráðlega binda enda á öll stríð og koma á heimsfriði. (Sálmur 46:8, 9) Hann kemur á einni stjórn í stað allra stjórna jarðarinnar – Guðsríki. Með eina fullkoma stjórn á himni sem stjórnar yfir jörð þar sem engin átök verða þarf engar friðargæslusveitir lengur.


Táknmynd af opnum en tómum kassa.

Vandinn: Takmörkuð úrræði og geta. Friðargæslur hafa ekki alltaf nægan mannafla, fjármagn eða önnur úrræði og það setur þeim skorður. Friðargæsluliðar starfa auk þess í stöðugt flóknara og hættulegra umhverfi.

Lausn Biblíunnar: „Guð Drottins okkar Jesú Krists … lét [Jesú] setjast sér til hægri handar á himnum, langtum ofar sérhverri stjórn, valdi [og] mætti.“ – Efesusbréfið 1:17, 20, 21.

Almáttugur Guð, Jehóva,b hefur gefið Jesú, skipuðum konungi Guðsríkis, ótakmörkuð úrræði. (Daníel 7:13, 14c) Guð hefur gefið Jesú gríðarlegt vald, þekkingu, visku og dómgreind, sem nær langt út fyrir það sem stjórnir og stofnanir manna búa yfir. (Jesaja 11:2) Jesús ræður auk þess yfir miklum her engla. (Opinberunarbókin 19:14) Engar aðstæður eru honum ofviða.

Jesús mun nota þau úrræði og mátt sem Guð hefur gefið honum til að gera meira en að uppræta átök. Hann kemur á friði, öryggi og ró handa öllum þegnum Guðsríkis. – Jesaja 32:17, 18.


Táknmynd af dómarahamri.

Vandinn: lagaleg höft. Stundum binda óskýrar tilskipanir hendur friðargæslusveita. Slíkar tilskipanir geta komið í veg fyrir að þær geti veitt þá vernd sem þeim er ætlað að veita eða að þær geti unnið ætlunarverk sitt.

Lausn Biblíunnar: „[Jesú] hefur verið gefið allt vald á himni og jörð.“ – Matteus 28:18.

Guð hefur gefið Jesú umboð sitt til að koma á friði um allan heim og hann hefur því óskorað vald til þess. (Jóhannes 5:22) Jesús verður aldrei ósanngjarn og hann verður aldrei spilltur. (Jesaja 11:3–5) Það er ekki að ástæðulausu að Biblían kallar Jesú ‚friðarhöfðingja‘ og segir að ríki hans verði „grundvallað og eflt með réttvísi og réttlæti“. – Jesaja 9:6, 7.

Guðsríki – afl sem byggir upp sannan frið

Friðargæslusveitir geta í besta falli komið á ákveðnum stöðugleika og ef til vill bundið enda á staðbundin átök. En þær geta ekki fjarlægt það sem veldur ofbeldi – hatrið sem kraumar í hjörtum svo margra.

„Aðalvandinn er sá að það er enginn friður til að gæta.“ Dennis Jett, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna.

Á hinn bóginn er Guðsríki afl sem byggir upp sannan frið vegna þess að það hjálpar fólki að uppræta hatur úr hjörtum sínum. Veittu því athygli hvernig Jesús kenndi fylgjendum sínum í orði og verki að byggja upp frið og sýna öðrum kærleika:

„Þeir sem stuðla að friði eru hamingjusamir.“ – Matteus 5:9.

„Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ – Markús 12:29–31.

„Stingdu sverðinu aftur í slíðrin því að allir sem bregða sverði munu falla fyrir sverði.“ – Matteus 26:52.

„[Jesús] svaraði ekki með fúkyrðum þegar hann var smánaður. Hann hótaði ekki þegar hann þjáðist.“ – 1. Pétursbréf 2:23.

Jesús sagði líka að þegnar Guðsríkis myndu þekkjast á því að þeir elskuðu hver annan. Biblían gerir okkur ljóst að Guðsríki mun ekki umbera þá sem hata aðra:

„Allir munu vita að þið eruð lærisveinar mínir ef þið berið kærleika hver til annars.“ – Jóhannes 13:34, 35.

„Sá sem hatar bróður sinn er morðingi.“ – 1. Jóhannesarbréf 3:15.

„Sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.“ – 1. Jóhannesarbréf 4:20, 21.

Jehóva Guð, sem skapaði mannkynið, veit hver er besta og jafnframt eina leiðin til á koma á friði um allan heim. Ríki hans mun takast það sem mönnum hefur ekki tekist, þar með talið friðarsveitum.

a Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir nota einnig hugtök eins og „friðaruppbygging“, „friðarumleitanir“, „stuðningur við friðaruppbyggingu“ og „friðaraðgerðir“.

b Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“

c Í Daníel 7:13, 14 á ‚manssonurinn‘ við um Jesú Krist. – Matteus 25:31; 26:63, 64.

Guðsríki er nú þegar afl til friðar og einingar

Þegar ríki Guðs mun fara með völd yfir allri jörðinni sameinar það mannkynið með því að kenna því að fylgja friðsömum vegum Guðs. (Jesaja 2:4; 11:9) En ríki Guðs er nú þegar stofnsett á himni og það stuðlar að friði og einingu með því að fræða milljónir manna um allan heim.

  • Horfðu á myndbandið Getur kærleikurinn sigrað hatrið? til að sjá hvernig Biblían hjálpaði tveim mönnum að uppræta fordóma sína eftir áralangt hatur milli Gyðinga og Araba.

  • Horfðu á myndbandið Fyrrum óvinir verða vinir til að sjá hvernig kennslan úr Biblíunni hjálpaði ofbeldisfullum forsprakka í glæpagengi og óvægnum lögregluþjóni að yfirvinna hatur sitt í garð hvor annars og verða bestu vinir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila