Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 149
  • Hvað merkir „auga fyrir auga“?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað merkir „auga fyrir auga“?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hver var tilgangurinn með lögunum um „auga fyrir auga“?
  • Á „auga fyrir auga“ við um kristna menn?
  • Ranghugmyndir um „auga fyrir auga“
  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Haltu auga þínu heilu
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Hvað merkir það að bjóða hina kinnina?
    Vaknið! – 2010
  • Sýnum persónulegan áhuga með góðu augnasambandi
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 149
Augu á manni.

Hvað merkir „auga fyrir auga“?

Svar Biblíunnar

Lögin um „auga fyrir auga“ voru hluti af lögum Guðs sem Ísraelsþjóðin til forna fékk fyrir milligöngu Móse og Jesús vitnaði í þau í fjallræðunni. (Matteus 5:38; 2. Mósebók 21:24, 25; 5. Mósebók 19:21) Þau þýddu að þegar afbrotamanni var refsað átti refsingin að hæfa glæpnum.a

Lagaákvæðið gilti þegar einn maður skaðaði annan af ásetningi. Móselögin sögðu um þann sem braut af sér af ásettu ráði: „Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Honum skal veittur sami áverki og hann veitti manninum.“ – 3. Mósebók 24:20.

  • Hver var tilgangurinn með lögunum um „auga fyrir auga“?

  • Á „auga fyrir auga“ við um kristna menn?

  • Ranghugmyndir um „auga fyrir auga“

  • Jesús leiðrétti ranghugmynd

Hver var tilgangurinn með lögunum um „auga fyrir auga“?

Lögin um „auga fyrir auga“ gáfu einstaklingum ekki leyfi til að hefna sín. Þau hjálpuðu settum dómurum að dæma til hæfilegra refsinga, sem voru hvorki of harðar né of vægar.

Lagaákvæðið átti líka að halda aftur af þeim sem myndu skaða aðra vísvitandi eða leggja á ráðin um að gera það. Í lögmálinu var útskýrt: „Hinir skulu frétta þetta svo að þeir skelfist og drýgi ekki framar þvílíkt ódæði þín á meðal.“ – 5. Mósebók 19:20.

Á „auga fyrir auga“ við um kristna menn?

Nei, þetta lagaákvæði á ekki við um kristna menn. Það var hluti af Móselögunum en þau féllu úr gildi með fórn Jesú. – Rómverjabréfið 10:4.

Það gefur samt sem áður innsýn í hvernig Guð hugsar. Það sýnir til dæmis að Guð metur réttlæti mikils. (Sálmur 89:15) Og það sýnir hver réttlætismælikvarði hans er – að afbrotamönnum ætti að refsa „við hæfi“. – Jeremía 30:11.

Ranghugmyndir um „auga fyrir auga“

Ranghugmynd: Lögin um „auga fyrir auga“ voru allt of ströng.

Staðreynd: Lagaákvæðið heimilaði ekki strangar og grimmar refsingar. Hæfir dómarar fylgdu þessu lagaákvæði með því að dæma aðeins fyrir brot eftir að hafa tekið aðstæðurnar til greina og rannsakað að hvaða marki brotið var framið af ásettu ráði. (2. Mósebók 21:28–30; 4. Mósebók 35:22–25) „Auga fyrir auga“ kom þannig í veg fyrir of harðar refsingar.

Ranghugmynd: „Auga fyrir auga“ gaf vítahring hefnda lausan tauminn.

Staðreynd: Í Móselögunum sjálfum sagði: „Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum.“ (3. Mósebók 19:18) Móselögin hvöttu menn til að treysta á Guð og réttarkerfið sem hann hafði heimilað að dæma í brotamálum í stað þess að hefna sín sjálfir. – 5. Mósebók 32:35.

Jesús leiðrétti ranghugmynd

Jesús vissi að sumir rangtúlkuðu lagaákvæðið um „auga fyrir auga“. Hann leiðrétti þá og sagði: „Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ – Matteus 5:38, 39.

Taktu eftir orðunum „þér hafið heyrt að sagt var“. Jesús var greinilega að vísa í suma trúarleiðtoga Gyðinga sem kenndu fólki að svara í sömu mynt. Biblíufræðingurinn Adam Clarke segir: „Svo virðist sem Gyðingar hafi notað þessi lög [auga fyrir auga] ... sem heimild fyrir persónulegum hefndum og öllum öfgum sem fylgdu hefnigirni.“ Með því að hvetja til hefnigirni afskræmdu þessir trúarleiðtogar tilganginn með lögum Guðs. – Markús 7:13.

Jesús lagði hins vegar áherslu á að lög Guðs byggðust á kærleika. Hann sagði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn ... Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Matteus 22:37–40) Jesús kenndi að kærleikur, en ekki hefnigirni, myndi einkenna sanna fylgjendur sína. – Jóhannes 13:34, 35.

a Þessa meginreglu, sem er nefnd lex talionis á latínu, var líka að finna í lagaákvæðum sumra samfélaga til forna.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila