Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g98 8.7. bls. 3
  • Þegar glæpir voru ekki til

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar glæpir voru ekki til
  • Vaknið! – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hver er uppruni glæpa?
  • Hin vonlausa barátta gegn glæpum
    Vaknið! – 1998
  • Baráttan við glæpina
    Vaknið! – 1997
  • Loksins — stjórn se upprætir glæpi
    Vaknið! – 1997
  • Er til land án glæpa?
    Vaknið! – 1997
Vaknið! – 1998
g98 8.7. bls. 3

Þegar glæpir voru ekki til

GETURÐU ímyndað þér heim án glæpa? Sennilega ekki ef þú hefur lesið fréttir eins og þá sem birtist í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung: „Afbrotafræðingar eru farnir að tala um nýjar víðáttur í afbrotum. Þeir eru ákaflega svartsýnir og myndin, sem þeir draga upp, boðar alheimsumrót.“

Samkvæmt könnun, sem gerð var árið 1995 og náði til þúsunda Evrópubúa, óttast nálega allir að verða fyrir barðinu á glæpum. Glæpir eru efstir á blaði yfir það sem almenningur í Bretlandi óttast mest. Sömu sögu er að segja í Hollandi, Póllandi, Rússlandi og Þýskalandi. Óttinn við glæpi var í öðru sæti í Danmörku, Finnlandi og Sviss og í þriðja sæti í Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu. Af þeim 12 þjóðum, sem könnunin náði til, voru það aðeins Spánverjar sem settu glæpi ekki í eitthvert af þrem efstu sætunum.

Glæpum hefur fjölgað stórlega í Austur-Evrópu á síðastliðnum sjö árum. Í mörgum þessara landa hefur aukningin verið á bilinu 50 til 100 prósent en annars staðar er hún jafnvel á bilinu 193 til 401 prósent!

En sú var tíðin að heimurinn var laus við glæpi. Hvenær var það og hvernig spilltist heimurinn?

Hver er uppruni glæpa?

Glæpir, skilgreindir sem gróft brot á lögum, áttu upptök sín í andaheiminum. Fyrstu mannhjónin, Adam og Eva, voru ekki sköpuð með glæpsamlegar tilhneigingar og þau báru ekki ein sök á því að glæpir komu til skjalanna í mannlegu samfélagi. Fullkominn andasonur Guðs leyfði röngum hugsunum að skjóta rótum í hjarta sér þar sem hann nærði þær uns þær fæddu af sér glæp. Hann spillti heiminum sem var í upphafi laus við glæpi. Með því að brjóta lög Guðs gerði hann sig að glæpaengli og Biblían kallar hann Satan djöfulinn. — Jakobsbréfið 1:13-15; Opinberunarbókin 12:9.

Eftir að Satan var orðinn andstæðingur Guðs á hinum ósýnilegu himnum var hann staðráðinn í að útbreiða glæpsamlegt hátterni sitt til manna á jörð. Frásaga Biblíunnar af því hvernig djöfullinn gerði það er sannsöguleg þótt hún sé stutt og einföld. (1. Mósebók, 2.-4. kafli) Adam og Eva létu þennan slóttuga, ofurmannlega glæpaengil leiða sig afvega og hættu að fylgja þeim lífsreglum sem Guð setti þeim. Þau gerðust glæpamenn með því að óhlýðnast Guði. Eflaust hafa þau fyllst hryllingi þegar frumgetinn sonur þeirra, Kain, gekk svo langt að ræna Abel bróður sinn því dýrmætasta sem hann átti, sjálfu lífinu.

Af fyrstu fjórum manneskjunum, sem bjuggu hér á jörð, reyndust þrjár vera glæpamenn. Adam, Eva og Kain fyrirgerðu þar með tækifærinu til að búa í heimi án glæpa. Af hverju megum við þá treysta, eftir allan þennan tíma, að slíkur heimur sé í nánd?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila