Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g99 8.4. bls. 31
  • Fegurð á himni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fegurð á himni
  • Vaknið! – 1999
  • Svipað efni
  • Hver eða hvað er „Alfa og Ómega“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Loforð Jehóva um að gera jörðina að paradís er öruggt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Vaknið! – 1999
g99 8.4. bls. 31

Fegurð á himni

Kúluþyrpingar stjarna eru einhver mikilfenglegustu fyrirbæri himingeimsins. Í þessum kúluþyrpingum geta verið á bilinu tíu þúsund til hundruð þúsunda stjarna. Um 100 kúluþyrpingar eru þekktar í Vetrarbrautinni.

Í næsta nágrenni við okkur er meðalfjarlægðin milli stjarna í Vetrarbrautinni um fjögur til fimm ljósár.a Fjarlægðin milli stjarna í kúluþyrpingu er hins vegar aðeins um einn tíundi úr ljósári.

Myndin sýnir kúluþyrpinguna Ómega í stjörnumerkinu Mannfáki. Með berum augum sýnist vera um eina stjörnu að ræða, en í stórum sjónauka sést björt þyrping með um einni milljón stjarna. Ómega í Mannfáki sést best á suðurhveli jarðar, en hún sést einnig lágt á suðurhimni á vor- og sumarkvöldum á norðurhveli jarðar, rétt norður fyrir 40. breiddargráðu.E: middle northern latitudes; Þorst Sæm: rétt norður fyrir 40. gráðu.

Ómega í Mannfáki er um 150 ljósár í þvermál, þannig að það tekur ljósið um 150 ár að fara frá neðri rönd myndarinnar til hinnar efri! Hún er talin vera í um 17.000 ljósára fjarlægð frá jörðu.

Um aldaraðir var Ómega álitin vera ein stjarna. Það var á 17. öld sem þýskur áhugastjörnufræðingur, Johann Bayer, nefndi hana eftir gríska bókstafnum ómega (ω), en enski stjörnufræðingurinn Edmond Halley sá fyrstur manna árið 1677 að hún var kúluþyrping.

Greinilegasta kúluþyrpingin sem sést á norðurhveli er M13 í stjörnumerkinu Herkúlesi. Í henni er um ein milljón stjarna, en hún virðist smærri en Ómega í Mannfáki af því að hún er um 4000 ljósárum fjær jörðu.

Ef þú átt þess kost að skoða kúluþyrpingu í meðalstórum stjörnusjónauka skaltu fyrir alla muni gera það. Þær eru eitthvert tilkomumesta sköpunarverkið sem fyrir augu ber á næturhimninum.

[Neðanmáls]

a Eitt ljósár samsvarar 9.460.530.000.000 kílómetrum.

[Mynd á blaðsíðu 31]

Ómega í Mannfáki

[Rétthafi]

National Optical Astronomy Observatories

[Mynd á blaðsíðu 31]

M13

[Rétthafi]

Vetrarbrautin og M13: Með góðfúslegu leyfi United States Naval Observatory

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila