Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 142
  • Hver eða hvað er „Alfa og Ómega“?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver eða hvað er „Alfa og Ómega“?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvers vegna kallar Guð sig „Alfa og Ómega“?
  • Hver er „hinn fyrsti og hinn síðasti“?
  • Sannar Opinberunarbókin 22:13 að Jesús sé „Alfa og Ómega“?
  • Loforð Jehóva um að gera jörðina að paradís er öruggt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Fegurð á himni
    Vaknið! – 1999
  • Hvað hefur Guð mörg nöfn?
    Biblíuspurningar og svör
  • Opinberunarbókin – hver er boðskapur hennar?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 142
Alfa og ómega, fyrsti og síðasti stafurinn í gríska stafrófinu

Hver eða hvað er „Alfa og Ómega“?

Svar Biblíunnar

„Alfa og Ómega“ vísar til Jehóva Guðs, hins alvalda. Þetta hugtak kemur þrisvar sinnum fyrir í Biblíunni. – Opinberunarbókin 1:8; 21:6; 22:13.

Hvers vegna kallar Guð sig „Alfa og Ómega“?

Alfa og ómega eru fyrsti og síðasti stafurinn í gríska stafrófinu. Sá hluti Biblíunnar sem oftast er nefndur Nýja testamentið var skrifaður á grísku, þar á meðal Opinberunarbókin. Staða bókstafanna alfa og ómega í gríska stafrófinu gefur til kynna að Jehóva einn sé upphafið og endirinn. (Opinberunarbókin 21:6) Hann var alvaldur Guð frá ómuna tíð og verður alvaldur Guð að eilífu. Hann er sá eini sem er „frá eilífð til eilífðar“. – Sálmur 90:2.

Hver er „hinn fyrsti og hinn síðasti“?

Þetta orðalag er notað í Biblíunni, bæði um Jehóva Guð og son hans Jesú en merkingin er ekki sú sama. Tökum tvö dæmi.

  • Jehóva segir í Jesaja 44:6: „Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti. Enginn Guð er nema ég.“ Hér leggur Jehóva áherslu á að hann sé eilífur, sannur Guð og enginn annar. (5. Mósebók 4:35, 39) Í þessu samhengi hefur orðalagið „hinn fyrsti og hinn síðasti“ sömu merkingu og „Alfa og Ómega“.

  • Þar að auki kemur orðalagið „hinn fyrsti [pro’tos, ekki alfa] og hinn síðasti [e’skha·tos, ekki ómega]“ fyrir í Opinberunarbókinni 1:17, 18; 2:8. Í þessum versum sést af samhenginu að sá sem er kallaður hinn fyrsti dó og lifnaði seinna við. Þar af leiðandi geta þessi vers ekki átt við Guð því hann hefur aldrei dáið. (Habakkuk 1:12) Hins vegar dó Jesús og var reistur upp frá dauðum. (Postulasagan 3:13-15) Hann var fyrsti maðurinn sem var reistur upp til að verða ódauðleg andavera á himnum, þar sem hann lifir nú „um aldir alda“. (Opinberunarbókin 1:18; Kólossubréfið 1:18) Upp frá því er það hann sem sér um að reisa hina dánu upp. (Jóhannes 6:40, 44) Þess vegna er hann sá síðasti sem Jehóva reisti sjálfur upp frá dauðum. (Postulasagan 10:40) Í þeim skilningi má sennilega segja að Jesús sé „hinn fyrsti og hinn síðasti“.

Sannar Opinberunarbókin 22:13 að Jesús sé „Alfa og Ómega“?

Nei, það er ekki tilgreint hver er að tala í Opinberunarbókinni 22:13 og það eru fleiri en einn sem hafa orðið í þessum kafla. Prófessor William Barclay skrifaði um þennan hluta Opinberunarbókarinnar: „Efnið er ekki skrifað í augljósri röð; ... og oft er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hver hefur orðið.“ (The Revelation of John, Volume 2, Revised Edition, bls. 223) Þess vegna er hægt að segja að „Alfa og Ómega“ í Opinberunarbókinni 22:13 sé sá sami og hefur þennan titil annars staðar í Opinberunarbókinni – Jehóva Guð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila