Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ht þjálfunarliður 25 bls. 30-34
  • Upplestur og heimfærsla ritningarstaða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Upplestur og heimfærsla ritningarstaða
  • Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ――――◆◆◆◆◆――――
  • Ritningarstaðir lesnir með réttum áherslum
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Athygli beint að Biblíunni
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Ritningarstaðir rétt heimfærðir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Ritningarstaðir vel kynntir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
ht þjálfunarliður 25 bls. 30-34

6. námskafli

Upplestur og heimfærsla ritningarstaða

1 Þegar þú ræðir við aðra um tilgang Guðs, annaðhvort einslega eða frá ræðupallinum, er rökfærsla þín byggð á ritningargreinum sem þú lest upp úr Biblíunni. Ritningargreinarnar ættu því að vera vel lesnar. Lesturinn má því ekki vera þurr heldur þarf hann að lífga upp á málflutning þinn til að ná tilgangi sínum. Þess vegna þurfa allir sem vilja vera færir boðberar að gefa sérstakan gaum að liðnum „Ritningarstaðir lesnir með áherslu“ á ráðleggingakortinu.

2 Það ætti að lesa ritningarstaði með tilfinningu án þess að ofgera í lestrinum. Áhersluþunginn fer eftir textanum sjálfum og vægi hans í ræðunni. Hann ætti að stuðla að stíganda í rökfærslunni án þess að draga beinlínis athygli að lestrinum sjálfum.

3 Auk þess ætti lesturinn að beina athyglinni að þeim hluta ritningarorðanna sem styður rökfærsluna. Hann ætti að reka smiðshöggið á rökfærsluna svo að áheyrendur sannfærist. Það er traustvekjandi að heyra ritningarorð lesin með réttum áherslum og gefur upplestrinum myndugleik.

4 Áhersla á rétt orð. Tilgangurinn með lestri ákveðinnar ritningargreinar ræður því á hvaða orð áhersla er lögð. Ef jöfn áhersla er lögð á hverja einustu hugsun ritningargreinarinnar sker ekkert sig úr og kjarni rökfærslunnar glatast. Gættu þess því að leggja aðaláhersluna á þau orð ritningargreinarinnar er bera uppi hugmyndina sem á að draga fram.

5 Segjum að þú sért að nota Esekíel 18:4 til að sanna að synd leiði ekki til eilífrar kvalar heldur til dauða. Þá geturðu lesið versið þannig: „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja,“ með sérstakri áherslu á skáletraða orðið. Ef þú ætlar hins vegar að leggja áherslu á að það sé ekki aðeins líkaminn heldur sjálf sálin sem deyi, þá hefurðu áhersluna öðruvísi og lest: „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ Staðsetning áherslunnar þarf því að ráðast af því hvers vegna þú ert að lesa ritningarstaðinn.

6 Árangursríkar áhersluaðferðir. Nota má mismunandi aðferðir til að leggja áherslu á þau orð sem fela í sér hugsunina og þú vilt að skeri sig úr. Aðferðin þarf þó að hæfa ritningarstaðnum og umgerð ræðunnar.

7 Í þjálfunarliðnum „Ritningarstaðir lesnir með áherslu“ er ekki ætlunin að fjalla um allar hugsanlegar áhersluaðferðir í lestri. Þú fæst nánar við þær þegar þú nemur kaflann um áherslur. En fáeinar aðferðir eru taldar upp hér til að hjálpa þér að verða fær í að lesa biblíutilvitnanir með áhrifaríkum hætti.

8 Áhersla með raddbeitingu. Þar er átt við öll raddbrigði, hvort heldur tónhæð, hraða eða raddstyrk, sem láta aðalorð skera sig úr setningunni í heild.

9 Þagnir. Þær má hafa annaðhvort fyrir eða á eftir aðalatriði ritningarstaðar eða hvort tveggja. Þögn á undan mikilvægu efni vekur eftirvæntingu; þögn á eftir eykur áhrifin.

10 Endurtekning. Þú getur lagt áherslu á ákveðið atriði með því að stöðva lesturinn og lesa orðið eða orðasambandið aftur. Þessari aðferð þarf að beita með varúð.

11 Tilburðir. Oft er hægt að leggja áherslu á orð eða orðasambönd með hreyfingum eða svipbrigðum.

12 Raddblær. Stundum getur ákveðinn raddblær haft áhrif á merkingu orða og látið þau skera sig úr, en hér þarf einnig að sýna aðgát, sérstaklega í sambandi við kaldhæðni.

13 Þegar húsráðandi les ritningarstaði. Þegar húsráðandi les ritningarstað má vera að hann leggi áherslu á röng orð eða alls engin. Hvað geturðu þá gert? Oftast er best að skýra textann sjálfur til að draga fram það sem þú vilt leggja áherslu á. Eftir að húsráðandinn lýkur lestrinum geturðu beint athygli hans að þessum orðum með því að endurtaka þau eða spyrja spurninga.

14 Hægt er að gera þetta með öðrum hætti en það krefst varúðar og nærgætni. Þú gætir gripið fram í á réttum stað, afsakað að þú skulir gera það og síðan vakið sérstaka athygli á því orði eða orðasambandi sem hann er að lesa og þú vilt leggja áherslu á. Ef þú getur gert þetta án þess að gera húsráðanda vandræðalegan eða fá hann upp á móti þér gæti þetta verið góð aðferð. Henni ætti þó að beita sparlega.

――――◆◆◆◆◆――――

15 Að öllu jöfnu er ekki nóg að lesa aðeins ritningargreinina, jafnvel með áherslum. Stöku sinnum getur ritningarstaðurinn að vísu dugað til að koma á framfæri þeirri hugmynd sem þú ætlar þér. Oftast er þó nauðsynlegt að beina athyglinni enn einu sinni að aðalorðum textans og benda á hvernig þau eiga við í rökfærslunni. Það er þetta sem ráðleggingakortið kallar „Ritningarstaðir heimfærðir skýrt.“ Mundu að flestir þekkja lítið til Biblíunnar og átta sig ekki á rökum þínum aðeins með því að heyra ritningarstað lesinn einu sinni. En endurtekin áhersla á lykilorðin og heimfærsla þeirra kemur hugmyndinni til skila.

16 Til þess að þú getir heimfært ritningarstað þarf hann að eiga við rökfærsluna og yfirleitt þarf að kynna hann á réttan hátt. Síðan reynir þú að hafa heimfærsluna eins einfalda og þú getur til að kennslan komist til skila.

17 Auk þess þarftu að hafa góðan skilning á ritningarstaðnum og heimfærslan þarf að vera nákvæm. Íhugaðu samhengi, frumreglur eða persónur tengdar efninu þegar notkun ritningarstaðarins útheimtir það. Notaðu aldrei ritningarstað sem er ekki í takt við það sem ritarinn ætlaði sér. Fylgdu ritum Félagsins náið þegar þú skýrir og heimfærir efnið.

18 Orð afmörkuð sem á að heimfæra. Áður en þú heimfærir ritningarstað eða meðan á því stendur ættirðu yfirleitt að leggja aftur áherslu á lykilorðin. Þetta er gert til að tryggja að allt efni ritningarstaðarins, sem er rökfærslunni óviðkomandi, hverfi í skuggann eða verði aukaatriði. Í rauninni þarf ekki að endurtaka sjálf orðin í ritningargreininni til að ná þessu fram þótt venjulega sé sú aðferð notuð. En undir vissum kringumstæðum geturðu með einhverjum öðrum hætti beint athygli áheyrenda þinna að þeirri ákveðnu hugmynd sem er til umræðu. Ein leiðin er sú að nota samheiti þegar þú endurtekur hugmyndina. Þú getur líka spurt spurninga. Í boðunarstarfinu geturðu orðað spurningarnar þannig að húsráðandinn nefni sjálfur aðalatriðin í svari sínu.

19 Kynningaratriði útskýrð. Þetta merkir einfaldlega að ganga úr skugga um að áheyrendur skilji vel af hverju þú notaðir ákveðinn ritningarstað. Kannski hefur þú af einhverjum orsökum ekki talið nauðsynlegt eða æskilegt að kynna ritningarstaðinn með formlegum hætti. Það er ekki þar með sagt að þú þurfir ekki að útskýra hugmyndina með honum. En venjulega hefurðu að minnsta kosti undirbúið rökfærsluna eitthvað áður en ritningarstaðurinn er lesinn. Nú þarftu að bæta við einhverjum rökstuðningi til að reka smiðshöggið á notkun hans.

20 Áheyrendur þínir og mikilvægi viðkomandi atriðis í málflutningnum í heild ræður því hve mikilla skýringa er þörf. Yfirleitt er ekki nóg að ræða aðeins um ritningarstaðinn. Þú þarft að tengja hugsunina í honum við rökfærsluna í kynningarorðunum. Segðu greinilega hver tengslin séu.

21 Því einfaldari sem skýringin getur verið án þess að missa marks, þeim mun betri verður hún. Hún ætti að vera laus við allar málalengingar. Það má gera með því að takmarka rökfærsluna við eins fáar staðreyndir og kostur er og bæta aðeins því við sem þarf til að gera þær skiljanlegar. Ef einhverju var ekki svarað í kynningunni þarftu að skýra það á eftir lestrinum.

22 Á þessu stigi ræðuþjálfunarinnar ættirðu fyrst og fremst að hugsa um að málflutningur þinn sé auðskilinn og blátt áfram. Þegar þú hefur náð tökum á því mun lestur og notkun ritningarstaða endurspegla hæfni góðs kennara.

[Spurningar]

1-3. Hvernig eigum við að lesa ritningarstaði þegar við flytjum ræðu?

4, 5. Hvað er átt við með ‚áherslu á rétt orð‘? Skýrðu með dæmi.

6-12. Hvernig getum við lagt áherslu á aðalorð ritningartextans?

13, 14. Hvernig getum við lagt áherslu á aðalatriði ritningarstaðar þegar húsráðandinn les hann?

15-17. Hvers vegna er mikilvægt að heimfæra ritningarstaði skýrt?

18. Hvernig getum við afmarkað þau orð sem á að heimfæra?

19-22. Hvað er átt við með „kynningaratriði útskýrð“?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila