Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 76 bls. 180-bls. 181 gr. 2
  • Jesús rekur sölumennina út úr musterinu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús rekur sölumennina út úr musterinu
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús hreinsar musterið
    Biblíusögubókin mín
  • Kostgæfni gagnvart tilbeiðslu Jehóva
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Stundin er komin“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Aftur í musterinu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 76 bls. 180-bls. 181 gr. 2
Jesús notar svipu til að reka dýr út úr musterinu og hrindir um koll borðum þeirra sem skipta peningum.

SAGA 76

Jesús rekur sölumennina út úr musterinu

Jesús fór til Jerúsalem um vorið árið 30. Margir voru komnir til borgarinnar til að halda páska. Að færa dýrafórnir í musterinu var hluti af hátíðinni. Sumir komu með dýrin með sér en aðrir keyptu þau í Jerúsalem.

Þegar Jesús fór í musterið sá hann fólk vera að selja dýr þar. Það var að græða peninga í húsinu þar sem átti að tilbiðja Jehóva! Hvað gerði Jesús þá? Hann bjó til svipu úr reipum og rak kindurnar og nautgripina út úr musterinu. Hann hrinti um koll borðum mannanna sem voru að skipta peningum og peningarnir fóru út um allt. Jesús sagði við þá sem voru að selja dúfur: ‚Burt með þetta! Ekki nota hús föður míns sem sölumarkað!‘

Fólkið í musterinu var mjög hissa yfir því sem Jesús gerði. Lærisveinar hans mundu eftir spádómi um Messías: ‚Ég verð með brennandi kærleika til húss Jehóva.‘

Jesús rak sölumenn aftur út úr musterinu árið 33. Hann leyfði engum að sýna húsi föður síns óvirðingu.

„Þið getið ekki verið þjónar Guðs og auðsins.“ – Lúkas 16:13.

Spurningar: Hvað gerði Jesús þegar hann sá fólk selja dýr í musterinu? Af hverju gerði hann það?

Matteus 21:12, 13; Markús 11:15–17; Lúkas 19:45, 46; Jóhannes 2:13–17; Sálmur 69:9

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila