Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 86 bls. 200-bls. 201 gr. 1
  • Jesús reisir Lasarus upp frá dauðum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús reisir Lasarus upp frá dauðum
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Hvað gerist þegar fólk deyr?
    Lærum af kennaranum mikla
  • Látnir fá lífið á ný – upprisuvonin
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Milljónir sem dánar eru munu lifa á ný
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 86 bls. 200-bls. 201 gr. 1
Lasarus og systur hans, María og Marta, eftir að hann fær upprisu.

SAGA 86

Jesús reisir Lasarus upp frá dauðum

Jesús átti þrjá mjög góða vini sem áttu heima í Betaníu. Það voru Lasarus og systur hans, María og Marta. Einu sinni þegar Jesús var hinum megin við Jórdan sendu María og Marta honum mikilvæg skilaboð: ‚Lasarus er mjög veikur. Komdu fljótt.‘ En Jesús fór ekki strax. Það var ekki fyrr en eftir tvo daga að hann sagði við lærisveinana: ‚Förum til Betaníu. Lasarus er sofandi og ég ætla að fara og vekja hann.‘ Postularnir sögðu: ‚Ef hann er veikur er gott fyrir hann að sofa.‘ Þá sagði Jesús þeim hvað hann meinti: „Lasarus er dáinn.“

Þegar Jesús kom til Betaníu var Lasarus búinn að vera í gröfinni í fjóra daga. Margir voru komnir til að hugga Mörtu og Maríu. Þegar Marta frétti að Jesús væri kominn til Betaníu flýtti hún sér á móti honum. Hún sagði: „Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn.“ Jesús sagði við hana: ‚Bróðir þinn fær lífið aftur. Trúirðu því Marta?‘ Hún sagði: ‚Ég trúi að hann muni rísa upp í upprisunni.‘ Jesús sagði við hana: „Ég er upprisan og lífið.“

Þá fór Marta til Maríu og sagði við hana: ‚Jesús er kominn.‘ María hljóp til Jesú og fólkið elti hana. Hún kraup við fætur hans og gat ekki hætt að gráta. Hún sagði: ‚Drottinn, ef þú hefðir verið hérna væri bróðir okkar enn þá lifandi.‘ Jesús sá hvað henni leið illa og fór líka að gráta. Þegar fólkið sá hann gráta sagði það: ‚Jesús hefur elskað Lasarus mjög mikið.‘ En sumir hugsuðu: ‚Af hverju bjargaði hann ekki vini sínum?‘

Jesús fór þá til grafarinnar. Það var stór steinn fyrir innganginum. Hann sagði: ‚Rúllið steininum frá.‘ Marta sagði: ‚Það eru komnir fjórir dagar. Það er örugglega vond lykt af honum.‘ En þeir rúlluðu steininum frá og Jesús fór með bæn og sagði: ‚Faðir, takk fyrir að hlusta á mig. Ég veit að þú hlustar alltaf á mig, en ég tala upphátt svo að fólkið viti að þú sendir mig.‘ Síðan kallaði hann hátt: „Lasarus, komdu út!“ Þá gerðist svolítið stórkostlegt: Lasarus kom út úr gröfinni, enn þá vafinn í lín. Jesús sagði: „Leysið hann og látið hann fara.“

Margir sem sáu þetta fóru að trúa á Jesú. En sumir fóru og sögðu faríseunum frá þessu. Þaðan í frá vildu farísearnir bæði drepa Lasarus og Jesú. Júdas Ískaríot, einn af postulunum 12, fór til faríseanna í laumi og spurði: ‚Hvað viljið þið borga mér mikið ef ég hjálpa ykkur að finna Jesú?‘ Þeir lofuðu að borga honum 30 silfurpeninga. Júdas reyndi þá að finna leið til að farísearnir gætu gripið Jesú.

„Hinn sanni Guð er Guð sem frelsar, alvaldur Drottinn Jehóva frelsar frá dauðanum.“ – Sálmur 68:20.

Spurningar: Segðu söguna af því hvernig Lasarus var reistur upp. Hvað vildu farísearnir gera þegar þeir fréttu af Lasarusi?

Matteus 26:14–16; Jóhannes 11:1–53; 12:10

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila