Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 87 bls. 204-bls. 205 gr. 3
  • Síðasta kvöldmáltíð Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Síðasta kvöldmáltíð Jesú
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Í herbergi uppi á lofti
    Biblíusögubókin mín
  • ,Gerið þetta í mína minningu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Kvöldmáltíð Drottins haldin til heiðurs Guði
    Hvað kennir Biblían?
  • Jesús gefur þúsundum að borða
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 87 bls. 204-bls. 205 gr. 3
Jesús stofnar til kvöldmáltíðar Drottins með ellefu trúföstum postulum sínum.

SAGA 87

Síðasta kvöldmáltíð Jesú

Gyðingarnir héldu páska 14. daginn í nísanmánuði á hverju ári. Þeir gerðu þetta til að minna sig á hvernig Jehóva bjargaði þeim úr þrælkun í Egyptalandi og fór með þá inn í fyrirheitna landið. Árið 33 héldu Jesús og postular hans páska í herbergi á efri hæð í húsi í Jerúsalem. Þegar þeir voru að klára að borða sagði Jesús: ‚Einn af ykkur á eftir að svíkja mig.‘ Postularnir urðu leiðir og spurðu Jesú: „Hver er það?“ Jesús svaraði: ‚Það er sá sem ég rétti þetta brauð.‘ Síðan rétti hann Júdasi Ískaríot brauðbita. Júdas stóð strax upp og fór út úr herberginu.

Jesús fór þá með bæn, braut brauð í búta og rétti postulunum sem voru eftir. Hann sagði: ‚Borðið þetta brauð. Það táknar líkama minn sem ég mun gefa ykkur.‘ Síðan tók hann vín, fór með bæn og gaf postulunum af víninu. Hann sagði: ‚Drekkið þetta vín. Það táknar blóð mitt sem ég mun gefa svo að það sé hægt að fyrirgefa syndir. Ég lofa ykkur að þið fáið að vera konungar með mér á himnum. Gerið þetta á hverju ári til að muna eftir mér.‘ Fylgjendur Jesú hittast enn þá á þessu kvöldi á hverju ári. Núna er þessi samkoma kölluð kvöldmáltíð Drottins, eða minningarhátíðin.

Eftir kvöldmáltíðina fóru postularnir að rífast um hver þeirra væri mikilvægastur. En Jesús sagði við þá: ‚Sá sem lítur á sjálfan sig sem yngstan eða ómerkilegastan er mestur.

Þið eruð vinir mínir. Ég segi ykkur allt sem faðir minn vill að ég segi ykkur. Bráðum fer ég til föður míns á himnum. Þið verðið eftir hérna og fólk mun vita að þið eruð lærisveinar mínir af því að þið elskið hver annan. Þið eigið að elska hver annan alveg eins og ég hef elskað ykkur.‘

Að lokum fór Jesús með bæn og bað Jehóva um að vernda alla lærisveinana sína. Hann bað Jehóva að hjálpa þeim að vinna vel saman í friði. Hann bað líka um að nafn Jehóva yrði helgað. Það þýðir að við lítum á nafn Jehóva sem hreint og mjög sérstakt. Síðan sungu Jesús og postularnir söngva fyrir Jehóva og fóru svo út. Núna var stutt þangað til Jesús yrði handtekinn.

„Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að faðir ykkar hefur ákveðið að gefa ykkur ríkið.“ – Lúkas 12:32.

Spurningar: Hverju lofaði Jesús postulunum? Hvað kenndi Jesús postulunum á meðan hann borðaði síðustu kvöldmáltíðina með þeim?

Matteus 26:20–30; Lúkas 22:14–26; Jóhannes 13:1, 2, 26, 30, 34, 35; 15:12–19; 17:3–26

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila