Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 83 bls. 194-bls. 195 gr. 1
  • Jesús gefur þúsundum að borða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús gefur þúsundum að borða
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús mettar þúsundir með kraftaverki
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Brauð fyrir kraftaverk
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Jesús mettar mannfjölda
    Biblíusögubókin mín
  • Síðasta kvöldmáltíð Jesú
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 83 bls. 194-bls. 195 gr. 1
Postularnir dreifa mat til fjölda fólks.

SAGA 83

Jesús gefur þúsundum að borða

Rétt fyrir páskana árið 32 komu postularnir úr boðunarferð. Þeir voru þreyttir og þess vegna fór Jesús með þá á báti til Betsaídu svo að þeir gætu hvílt sig. En þegar báturinn var að koma að landi sá Jesús að fullt af fólki hafði elt þá þangað. Þó að hann vildi vera einn með postulunum tók hann vel á móti fólkinu. Hann læknaði þá sem voru veikir og fór að tala við fólkið um ríki Guðs. Hann kenndi fólkinu allan daginn. Þegar það var komið kvöld sögðu postularnir við hann: ‚Fólkið hlýtur að vera orðið svangt. Láttu það fara svo að það geti fengið sér eitthvað að borða.‘

Strákur gefur Jesú körfu með brauði og fiski.

Jesús sagði: ‚Það þarf ekki að fara. Gefið því eitthvað að borða hérna.‘ Postularnir spurðu: ‚Viltu að við förum og kaupum brauð fyrir alla?‘ Filippus, einn af postulunum, sagði: ‚Þó að við ættum fullt af peningum gætum við ekki keypt brauð fyrir allan þennan hóp.‘

Jesús spurði: ‚Hvað erum við með mikið af mat?‘ Andrés svaraði: ‚Við erum með fimm brauð og tvo litla fiska. Það er alls ekki nóg.‘ Jesús sagði: ‚Látið mig fá brauðin og fiskana.‘ Hann sagði fólkinu að setjast í grasið í 50 og 100 manna hópum. Jesús tók brauðin og fiskana, horfði upp til himins og fór með bæn. Síðan gaf hann postulunum matinn og þeir gáfu fólkinu. Það voru 5.000 menn, og konur og börn, og þau borðuðu öll þangað til þau voru södd. Postularnir söfnuðu síðan saman afgöngunum þannig að ekkert fór til spillis. Það voru tólf fullar körfur af mat eftir! Var þetta ekki stórkostlegt kraftaverk?

Fólkinu fannst þetta svo frábært að það vildi gera Jesú að konungi. En Jesús vissi að Jehóva vildi ekki að hann yrði konungur strax. Hann sendi því fólkið í burtu og sagði postulunum að fara yfir Galíleuvatnið. Þeir fóru í bátinn og Jesús fór aleinn upp á fjall. Af hverju gerði hann það? Af því að hann vildi fá tíma til að tala við Jehóva. Jesús gaf sér alltaf tíma til að biðja, sama hversu upptekinn hann var.

„Vinnið ekki fyrir fæðu sem eyðist heldur fyrir þeirri fæðu sem endist og veitir eilíft líf og Mannssonurinn gefur ykkur.“ – Jóhannes 6:27.

Spurningar: Hvernig sýndi Jesús að honum þótti vænt um fólk? Hvað lærum við um Jehóva af því?

Matteus 14:14–22; Markús 6:30–44; Lúkas 9:10–17; Jóhannes 6:1–15

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila