Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 102 bls. 236-bls. 237 gr. 2
  • Opinberun Jóhannesar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Opinberun Jóhannesar
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Englaboðskapur handa okkar tímum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Sýnir um andaverur á himnum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Hvað er Guðsríki?
    Hvað kennir Biblían?
  • „Óttist Guð og gefið honum dýrð“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 102 bls. 236-bls. 237 gr. 2
Jóhannes postuli skrifar Opinberunarbókina.

SAGA 102

Opinberun Jóhannesar

Þegar Jóhannes postuli var fangi á eyjunni Patmos sýndi Jesús honum 16 sýnir, eða myndir, af framtíðinni. Í þessum sýnum sá hann hvernig nafn Jehóva mun helgast, hvernig ríki hans mun koma og hvernig vilji hans verður á jörðinni eins og á himnum.

Í einni sýninni sér Jóhannes Jehóva í dýrlegu hásæti á himnum. Í kringum hásætið eru 24 öldungar í hvítum fötum og þeir eru með gullkórónur á höfðinu. Þrumur og eldingar koma frá hásætinu. Öldungarnir 24 beygja sig fyrir Jehóva og tilbiðja hann. Í annarri sýn sér Jóhannes stóran hóp af fólki frá öllum löndum og þjóðum. Fólkið talar mismunandi tungumál og tilbiður Jehóva. Lambið, sem er Jesús, passar fólkið og fer með það að lífsvatninu. Seinna, í annarri sýn, byrjar Jesús að ríkja sem konungur á himnum með öldungunum 24. Í næstu sýn sér Jóhannes Jesús berjast við drekann, sem er Satan, og illa anda hans. Jesús kastar þeim frá himnum niður til jarðarinnar.

Jesús og hinar 144.000 á Síonarfjalli.

Síðan sér Jóhannes fallega sýn af lambinu og hinum 144.000 standandi á Síonarfjalli á himnum. Hann sér líka engil fljúga um jörðina og segja fólki að óttast Guð og gefa honum dýrð.

Í næstu sýn sér hann Harmagedónstríðið. Í því stríði sigrar Jesús og her hans vondan heim Satans. Í síðustu sýninni sér Jóhannes fullkominn frið og hamingju á himnum og á jörðinni. Satan og þeim sem fylgja honum er algjörlega eytt. Allir á himnum og á jörðinni virða heilagt nafn Jehóva og tilbiðja bara hann.

„Ég set fjandskap milli þín og konunnar og milli afkomenda þinna og afkomanda hennar. Hann mun kremja höfuð þitt og þú munt höggva hann í hælinn.“ – 1. Mósebók 3:15.

Spurningar: Hvað sá Jóhannes margar sýnir? Hvað ætlar Jesús að gera í Harmagedónstríðinu?

Opinberunarbókin 1:1–3; 4:1–11; 7:4, 9–17; 11:15–18; 12:5–12; 14:1, 6, 7; 16:14, 16; 21:5

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila