Inngangur að 2. hluta
Af hverju eyddi Jehóva einu sinni heiminum í flóði? Snemma í sögu mannkynsins hófst barátta – baráttan milli góðs og ills. Sumir tóku afstöðu með illskunni, þar á meðal Adam, Eva og Kain sonur þeirra. En nokkrir aðrir tóku afstöðu með hinu góða, þar á meðal Abel og Nói. Flestir urðu svo vondir að Jehóva batt enda á þann illa heim. Í þessum hluta lærum við að Jehóva sér hvað við veljum og að hann mun aldrei leyfa illskunni að sigra hið góða.