Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.4. bls. 3-4
  • Hvers vegna er svona mikið talað um Harmagedón?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna er svona mikið talað um Harmagedón?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Svipað efni
  • HARMAGEDÓN — það sem það er ekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvað er stríðið við Harmagedón?
    Biblíuspurningar og svör
  • Harmagedón — hörmuleg endalok?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hverju svarar Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.4. bls. 3-4

Hvers vegna er svona mikið talað um Harmagedón?

„HARMAGEDÓN“ — hvað merkir þetta nafn sem er að finna í Biblíunni? Í þessu tölublaði Varðturnsins hefst fræðandi greinaflokkur í fjórum hlutum um þetta efni. Vonast er til að þessi umræða út af Ritningunni muni hughreysta þig með vitneskju um hvað sé hið raunverulega HARMAGEDÓN.

„Ég leiði hugann að spámönnum ykkar til forna í gamla testamentinu og táknunum sem boða Harmagedón, og ég get ekki varist þeirri hugsun hvort — hvort við séum sú kynslóð sem mun sjá það verða.“ — Ronald W. Reagan, forseti Bandaríkjanna, þann 18. október 1983.

„Heimsslit eru ekki lengur bara myndræn lýsing úr Biblíunni heldur mjög raunverulegur möguleiki. Aldrei áður í sögu mannsins hefur okkur verið stillt upp á hvassa brún sem skilur á milli stórslyss og áframhaldandi tilveru.“ — Javier Peréz de Cuéllar, framkvæmdastjóri Sameinduðu þjóðanna, þann 8. júní 1982.

„HARMAGEDÓN“ er orðið umtalsefni alls heimsins. Þetta ógnvænlega orð heyrist sífellt oftar af vörum presta, stjórnmálamanna, stjórnspekinga, herforingja, vísindamanna og jafnvel efnahagssérfræðinga. Í Bandaríkjunum var orðið Harmagedón að finna í titlum að minnsta kosti 15 bóka sem voru á markaðinum árið 1983. Það hefur orðið viðfangsefni fjölda annarra bóka sem sumar hverjar hafa selst í milljónaupplagi.

Það kann að virðast undarlegt að þetta orð skuli hafa náð slíkum vinsældum, því að fyrsta skráða dæmið um það er að finna í Biblíunni — og þar kemur það aðeins einu sinni fyrir. (Opinberunarbókin 16:16) Prestar hafa þó ekki verið einir um að nota orðið. Á nítjánda öld var einnig farið að nota orðið Harmagedón í samböndum öðrum en biblíulegum. Það var þó ekki fyrr en snemma á þessari öld að „Harmagedón“ varð sömu merkingar og „stórfelldar blóðsúthellingar“ eða „lokaorusta.“

Síðan þá hefur orðið Harmagedón smám saman komist inn í orðaforða ólíkra starfsstétta sem hver um sig hefur gefið því sinn eigin merkingarblæ. Þegar Theodore Roosevelt barðist árið 1912 fyrir kjöri forseta annað kjörtímabil í röð gaf hann orðinu pólitíska merkingu. Hann sagði digurbarkalega: „Með óhagganlegu hjarta og óbrigðulu auga stöndum vér við Harmagedón, og vér berjumst fyrir Drottin.“ Roosevelt tapaði þeirri pólitísku orustu um endurkjör.

Núna er það meiriháttar skelkur sem veldur öllu þessu umtali um Harmagedón — hættan á gereyðingu í kjarnorkustyrjöld, langur kjarnorkuvetur sem yrði við það að þessum ægilegu vopnum yrði beitt, stórstyrjöld í Miðausturlöndum eða skyndilegt hrun í efnahagslífi heimsins. Orðið Harmagedón skýtur upp kollinum núna jafnvel á ólíklegustu stöðum:

◆ Í japanskri teiknimyn í fullri lengd, sem ber nafnið „Harmagedón í Kichijoji,“ þar sem sögupersónur er tákna hið góða og illa berjast til úrslita.

◆ Væntanleg koma Halley-halastjörnunnar árið 1986 varð til þess að dagblaðið Frankfurter Neue Presse sagði að hún „gæti hæglega verið nýr fyrirboði um Harmagedón“ fyrir hina hjátrúarfullu.

En ekkert af þessu er hið raunverulega Harmagedón. Núna lætur önnur rödd til sín heyra sem boðar Harmagedón — rödd sem verður sífellt þróttmeiri og yfir tvær og hálf milljón manna lætur hljóma. Hefur þú heyrt hana? Með því að hlusta á þessa rödd munt þú geta komist að raun um ekki aðeins hvað Harmagedón er ekki, heldur það sem þýðingarmeiri er, hvað Harmadegón er í raun og veru.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila