Misstu ekki af landsmótinu „Treystum á Jehóva“
Þín bíður þriggja daga, ítarleg biblíukennsla og uppbyggjandi félagsskapur á landsmóti votta Jehóva, „Treystum á Jehóva.“ Reyndu að vera viðstaddur allt frá byrjun mótsins föstudaginn 21. ágúst kl 10:20. Mótið verður haldið í
Íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði í Kópavogi þann 21. til 23. ágúst.
Eitt af fyrstu erindum mótsins nefnist „Fólk sem er aðgreint frá heiminum“. Síðdegis fyrsta dagsins verða gefnar opinskáar og hnitmiðaðar leiðbeiningar ætlaðar börnum og foreldrum. Börn og unglingar verða þar varaðir við að leika tveim skjöldum og um það efni verður einnig fjallað í leikriti.
Á öðrum degi mótsins verður skírn nýrra lærisveina og leiðbeiningar, tengdar stefi mótsins, um hvernig við getum sýnt traust okkar til Jehóva. Síðdegis þann dag verður fjallað um ábyrgð þeirra sem eignast börn nú á tíma endalokanna, en síðan verður fjallað um efnið „Orð Guðs er lifandi.“
Þriðja daginn verður flutt ræða þar sem hvatt verður til þess að hafa viðbjóð á ósæmilegu hátterni heimsins og sýnt leikrit byggt á atburðum frá biblíutímanum. Einn af hápunktum mótsins verður opinberi fyrirlesturinn „Hverjum er hægt að treysta á okkar óttalegu tímum?“