Misstu ekki af landsmótinu „hið hreina tungumál“
FJÖGURRA daga biblíufræðsla bíður þín. Vertu viðstaddur þegar dagskráin hefst klukkan 13:30 fimmtudaginn 9. ágúst. Hlustaðu á hina athyglisverðu ræðu „Eru vinir þínir vinir Jehóva?“ og aðalræðuna: „Hreint tungumál fyrir allar þjóðir.“ Lokaræðan þann dag: „Lífi þínu bjargað með blóði — hvernig?,“ mun svara spurningunni: Er blóð í raun nauðsynlegt til að bjarga lífinu?
Á föstudegi hefst dagskráin klukkan 9:30. Vertu viðstaddur til að hlýða á ræðuna „Kristur ‚hataði ranglæti‘ — en þú?“ og hið hvetjandi erindi: „Hafnaðu draumórum heimsins, kepptu eftir veruleika Guðsríkis.“ Síðdegis þann dag verða gefin hagnýt ráð um það hvernig lifa megi í samræmi við efni sín. Foreldrum verður leiðbeint um hvernig þeir geti rækt skyldur sínar. Og flutt verður nútímaleikrit þar sem unglingar fá afbragðsgóð ráð varðandi þátttöku í skólastarfi utan námsskrár.
Á laugardagsmorgni verður á dagskrá ræða um vígslu og skírn og fjallað um þörfina á því að færa fórnir í þágu einkabiblíunáms. Síðdegis verður flutt hrífandi ræða er nefnist „Himneskur stríðsvagn Jehóva sækir fram.“ Þá verða einnig gefnar alvarlegar áminningar um þá kristnu ábyrgð okkar að hjálpa þeim sem falstrúarbrögðin hafa blindað og boðin fram hagnýt hjálp til að gegna þessari ábyrgð.
Á sunnudagsmorgni verður fluttur kraftmikill boðskapur gegn kristna heiminum og klerkastétt hans sem þú vafalaust munt vilja heyra. Eftir það verður flutt leikrit byggt á atburðum úr ævi Jehús og Jónadabs. Gættu þess að missa ekki af opinberu ræðunni síðdegis sem nefnist „Látið hið hreina tungumál sameina ykkur.“
Mótið verður haldið dagana 9. til 12. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi Kópavogi