Hvers vegna þú ættir að sækja landsmótið „Guðrækni“
Í vændum er þriggja daga biblíufræðsla á landsmóti votta Jehóva, „Guðrækni,“ sem haldið verður í ágústmánuði. Biblíufræðslan verður í formi fræðandi erinda, viðtala og leikrits. Vertu viðstaddur föstudaginn 11. ágúst klukkan 10:20 þegar mótið hefst með tónlist.
Á föstudagsmorgni verður flutt ræðan „Forðastu skaðsemdarvarir“ og þýðingarmikið erindi um uppruna þrenningarkenningarinnar. Síðdegis verða foreldrar áminntir um að axla þá siðferðilegu ábyrgð að veita börnum sínum andlega arfleifð. Því næst verða unglingar hvattir til að taka sér Krist til fyrirmyndar og tileinka sér sannleikann. Dagskránni mun ljúka með erindi um ráðstöfun sem gerð er sérstaklega til hjálpar unglingum.
Á laugardagsmorgni verður meðal annars skírn nýrra lærisveina og síðdegis athyglisvert erindi um stjórnandi ráð kristna safnaðarins og hvernig hægt er að vinna með því nú á tímum. Síðdegisdagskránni mun ljúka með þýðingarmikilli ræðu er nefnist „Biblían — orð Guðs eða manna?“
Á sunnudagsmorgni verður tímabær fræðsla þar sem varað verður við ‚manni syndarinnar‘ og því að fara út á glapstigu í sambandi við mat og drykk, tísku og afþreyingu. (2. Þessaloníkubréf 2:3) Síðan verður flutt nútímaleikrit sem leggur áherslu á mikilvægi þess að vera undirgefin Guði. Þú ættir ekki að missa af ræðunni „Frelsun í nánd handa guðræknum mönnum.“
Mótið verður haldið dagana 11. til 13. ágúst í íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði í Kópavogi.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Umdæmismót í Verona á Ítalíu