Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.7. bls. 3-4
  • „Áratugur ágirndarinnar“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Áratugur ágirndarinnar“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hve útbreidd?
  • Ágirndin verður upprætt
  • Hugsaðu þér heim án ágirndar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Láttu þér lánast að forðast snöru ágirndarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Varastu stöðugt snöru ágirndarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Þú getur sloppið úr snörum Satans!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.7. bls. 3-4

„Áratugur ágirndarinnar“

ÞÓTT mikið hafi verið reynt hefur mönnum reynst erfitt að ráða niðurlögum algengs sjúkdóms sem við nefnum kvef. Hverjar ætli séu þá horfurnar á að mönnum muni takast að ráða niðurlögum ágirndarinnar sem er langtum flóknari „sjúkdómur“?

Svo er að sjá sem menn þurfi ekki einu sinni að læra sjálfselsku og ágirnd — hún virðist fylgja mönnum allt frá bernsku. Það má fá staðfest með því að virða fyrir sér tvö börn leika sér með leikföngin sín.

Ágirnd hins einstaka manns er nógu algeng og nógu slæm. En þegar ágirnd ræður ferðinni hjá heilum þjóðum eða alþjóðasamfélagi bíða milljónir manna tjón af. Lítum á alþjóðaverslun með fíkniefni sem dæmi. Spænskt tímarit staðhæfir að hún sé sú atvinnugrein í heiminum sem veltir mestum fjármunum — 300 milljörðum dollara á ári. Fíkniefni eyðileggja líf milljóna manna og óteljandi einstaklingar deyja langt fyrir aldur fram vegna misnotkunar fíkniefna. Hver er undirrót hins gríðarlegra vaxtar í verslun með fíkniefni? Vafalaust ágirnd.

Tímaritið World Press Review leggur áherslu á að ágirnd sé undirrótin. Þar er vitnað í fréttatímaritið Cambio 16, sem gefið er út í Madrid, þar sem staðhæft er að „einungis 10 til 20 af hundraði alls hagnaðar af fíkniefnasölu renni til þeirra landa þar sem þau eru framleidd. Um 10 af hundraði hagnaðarins renna í rekstur sjálfs fíkniefnanetsins með fjárfestingu í verksmiðjum, flutningatækjum og vopnum. . . . Afgangurinn verður eftir í neyslulöndunum og skattagriðlöndum í bankaheiminum.“

Þessi niðurstaða sýnir að það er rangt, sem oft er haldið fram, að neyð sé orsök ágirndar, að ágirnd sé að finna einungis meðal fátækra og afskiptra þjóðfélagshópa. Ágirnd er augljóslega útbreiddur veikleiki meðal manna og spannar allan þjóðfélagsstigann, er einnig þar sem menn eru einskis þurfandi. Eitt af hinum undarlegu sérkennum ágirndarinnar er það hversu lævís hún er — jafnvel menn sem eru að jafnaði sáttir við hlutskipti sitt í lífinu eru gripnir ágirnd ef óvænt tækifæri bjóðast.

Dálkahöfundurinn Meg Greenfield segir í kvörtunartón: „Maður getur ekki opnað dagblaðið sitt án þess að lesa um ákærumál og sérstaka saksóknara, um vafasöm viðskipti, svindl, brask og fjárdrætti. Það er ekki beinlínis uppörvandi. Jafnvel þótt tekið sé tillit til þess að sumar af ákærunum kunni að vera tilhæfulausar og aðrar byggðar á ýkjum sýnist mér margir hafa fengið að komast upp með hluti sem hefði aldrei átt að leyfa. . . . Svo langt erum við leidd að góðgerðarstarf okkar er að stórum hluta byggt á ágirnd og eigingirni.“

Hve útbreidd?

Ágirnd er ekkert nýtt fyrirbæri þótt hún hafi vafalaust magnast að mun vegna þess álags sem hvílir á öllum núna á 20. öldinni. Svo útbreidd er ágirndin orðin að ritstjórnargrein í tímaritinu The Christian Century gaf níunda áratugnum nafn sem hún telur vera í takt við nöfn svo sem „áratugur kvíðans,“ sem notað var um sjötta áratuginn, og „áratugur eigingirninnar“ sem notað var um áttunda áratuginn. Þar var níundi áratugurinn kallaður „áratugur ágirndarinnar“!

Ágirndin sýnir sig á öllum sviðum mannlífsins og alls staðar þar sem fólk kemur saman — á vinnustað, í skóla og í þjóðfélaginu í heild. Hún hefur spillt verslun og viðskiptum, stjórnmálum og jafnvel hinum stóru kirkjudeildum veraldar.

Oftar en ekki hefur ágirndin í för með sér fjársvik og lögbrot. Dagblaðið The Canberra Times tileinkar til dæmis Ástralíu þann vafasama heiður að vera í fyrsta sæti að því er varðar svik á sviði bifreiðatrygginga. Ástralska tímaritið Law Society Journal virðist styðja það og segir: „Bótakröfur hinna tryggðu, byggðar á fölskum forsendum, kosta tryggingafélög, og óbeint þá sem tryggðir eru, milljónir dollara ár hvert.“ Tímaritið bætir því við að hér sé á ferðinni „vaxandi vandamál, einkum í tengslum við íkveikjur, og svik í sambandi við báta-, bifreiða- og heimilistryggingar.“

Það er því skiljanlegt að margir geri gys að þeirri hugmynd að það muni nokkurn tíma takast að uppræta ágirndina. Þeir telja ágirndina alltaf munu fylgja okkur og geta ekki ímyndað sér að heimur án ágirndar sé annað en óraunhæf draumsýn.

Ágirndin verður upprætt

Á hvaða grundvelli er hægt að fullyrða að svo ólíklega muni fara? Þeim að nú þegar eru til menn sem leggja sig fram um að forðast sérhverja ágirnd í lífi sínu. Þótt þeim takist það ekki fullkomlega sést þó af því hvað gera má með réttri fræðslu og áhugahvöt. Í greininni á eftir verður sýnt fram á hvernig hægt verður að uppræta ágirnd með öllu úr heiminum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila