Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.3. bls. 3
  • Varist falsspámenn!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Varist falsspámenn!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað það merkir að spá
  • „Synir yðar og dætur munu spá“
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • Hvað er spádómur?
    Biblíuspurningar og svör
  • Takið spámenn Guðs til fyrirmyndar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Falsspámenn nútímans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.3. bls. 3

Varist falsspámenn!

BRASILÍSKU hjónin voru gengin til náða þegar þau heyrðu þjófa brjótast inn í húsið. Þau voru skelfingu lostin en tókst að forða sér út um svefnherbergisgluggann og hringja til lögreglunnar. En eftir á var konan svo miður sín að hún gat ekki sofið í húsinu og þurfti að fara til móður sinnar.

Hver sá sem brotist hefur verið inn hjá eða hefur verið rændur á annan hátt getur sett sig í spor hennar. Slík lífsreynsla getur tekið mjög á taugarnar og því miður verða æ fleiri fyrir henni. En þó er til sá þjófnaður sem hefur langtum alvarlegri afleiðingar.

Hver er þessi alvarlegri þjófnaður og hverjir eru þjófarnir? Jesús Kristur gaf okkur vissar upplýsingar um það er hann sagði um okkar tíma: „Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.“ (Matteus 24:11) Falsspámenn eru þjófar. Á hvaða hátt? Hverju stela þeir? Þjófnaður þeirra er tengdur því sem þeir spá, þannig að við þurfum að vita, til að skilja málið til hlítar, hvað það er að spá samkvæmt skilgreiningu Biblíunnar.

Hvað það merkir að spá

Þegar talað er um það að spá kemur þér sjálfsagt fyrst í hug að það sé það að segja framtíðina fyrir. Það var líka viss þáttur í starfi spámanna Guðs til forna, en þó ekki aðalstarf þeirra. Þegar Esekíel spámanni var til dæmis sagt í sýn að ‚spá fyrir vindinum‘ átti hann einfaldlega að gefa út skipun frá Guði. (Esekíel 37:9, 10, NW) Er Jesús var yfirheyrður frammi fyrir prestunum var hrækt á hann og hann sleginn og ofsækjendur hans sögðu hæðnislega við hann: „Spáðu nú, Kristur, hver var að slá þig?“ Þeir voru ekki að biðja Jesús að segja framtíðina fyrir. Þeir voru að mana hann til að beita krafti Guðs til að bera kennsl á þá sem slógu hann. — Matteus 26:67, 68.

Meginhugmynd þeirra orða á frummálum Biblíunnar, sem þýdd eru „spádómur“ eða „að spá,“ er sú að segja frá viðhorfum Guðs til máls eða, eins og Postulasagan orðar það, að tala um „stórmerki Guðs.“ (Postulasagan 2:11) Það er í þeim skilningi sem falsspámenn ræna marga.

En hverjir eru falsspámennirnir og hverju stela þeir? Til að svara þeirri spurningu skulum við horfa um öxl og rýna í sögu Ísraelsþjóðarinnar á dögum Jeremía.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila