Þess vegna ættir þú að vera viðstaddur
ÞÚ ÁTT í vændum fjögurra daga andlega fræðslu á landsmótinu „Kennsla Guðs“ sem haldið er nú á þessu sumri út um heim allan. Hér á landi verður mótið haldið nú í ágúst í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Dagskráin hefst fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13:20 og lýkur sunnudaginn 8. ágúst kl. 16:15.
Hvort sem þú ert ungur eða aldinn — eiginmaður, eiginkona, faðir, móðir, táningur eða barn — er þér boðið upp á kennslu sem mun reynast þér mjög gagnleg og er komið á framfæri á skýran og aðlaðandi hátt. Margir spyrja til dæmis hver sé tilgangur lífsins. Þessi spurning verður rædd á föstudagsmorgni og þú munt hafa ánægju af því sem þú færð til að hjálpa öðrum að fá svar við henni.
Eftir hádegi á föstudegi verða flutt eftirfarandi dagskráratriði: „Gerðu hjónabandið að varanlegu einingarbandi,“ „Leggðu hart að þér til að fjölskylda þín hljóti hjálpræði“ og „Foreldrar — börnin ykkar þarfnast sérhæfðrar athygli.“ Strax á eftir verður sérstakri athygli beint að vandamálum ungs fólks og hvernig það geti tekist á við þau. Nútímaleikrit er nefnist Unglingar sem muna eftir skapara sínum núna, ætti að vera þeim til mikillar uppörvunar.
Á dagskrá laugardagsins verður fjallað um spádóm Jesú um síðustu daga og einkum orð hans: „En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína.“ (Matteus 24:29) Þér á eftir að þykja umræðan um það hvenær þessi þrenging mun eiga sér stað athyglisverð. Á dagskrá laugardagsins verður einnig rifjuð upp saga votta Jehóva nú á tímum og sýnt hverju þeir hafa áorkað.
Á sunnudeginum verður flutt annað leikrit sem nefnist Villist ekki eða hæðist að Guði, en í því verður fjallað um þá áskorun sem ráðvendni kristins manns verður fyrir vegna vinsælla myndbanda og tónlistar nútímans. Opinberi fyrirlesturinn síðdegis á sunnudegi nefnist „Gagnleg kennsla á okkar örðugu tímum.“ Dagskránni lýkur með hvatningunni: „Haltu fast við kennslu Guðs.“
Enginn vafi leikur á að þú munt hafa gagn af því að vera viðstaddur alla fjóra dagana! Þú ert hjartanlega velkominn til mótsins.
Landsmótið
„KENNSLA GUÐS“
5. – 8. ágúst 1993
í íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi