Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.96 bls. 7
  • Ætlar þú í sveitastarfið í sumar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ætlar þú í sveitastarfið í sumar?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Ert þú með einkastarfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvers vegna ættirðu að hafa eigið starfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Getur þú þjónað þar sem þörfin er meiri?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 4.96 bls. 7

Ætlar þú í sveitastarfið í sumar?

Margir eiga góðar minningar frá „sveitastarfinu“ á sumrin og jafnvel stundum á öðrum árstímum líka. Til þess að slíkt starf beri sem bestan árangur þarf að skipuleggja það og undirbúa vel. Hafa skal samband við einhvern öldung í starfsnefnd safnaðarins sem mun síðan veita allar nauðsynlegar upplýsingar og senda inn umsókn til Félagsins ef umbeðið svæði er utan marka þess heildarsvæðis sem söfnuðinum hefur verið úthlutað. Allir sem fara í slíka starfsferð ættu að sýna góðan samstarfsvilja og hlíta leiðbeiningum þess sem útnefndur hefur verið sem fyrirliði hópsins. Um klæðnað og snyrtimennsku í boðunarstarfinu gilda sömu meginreglur í dreifbýli eins og í þéttbýli.

Í stað þess að bjóða einkum bæklinga í sveitastarfinu ætti næstu mánuði að leggja áherslu á að bjóða bækurnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð, Lífið — varð það til við þróun eða sköpun og Biblíusögubókin mín. Ef þú átt ekki til nægar birgðir af þessum bókum ættir þú strax að leggja inn pöntun á þeim til þess að hafa það sem til þarf áður en lagt er af stað í sveitastarfið.

Að lokinni starfsferðinni ætti fyrirliði hópsins að afhenda starfshirðinum upplýsingar um útbreiðslu rita og áhugasama einstaklinga á svæðinu til þess að hægt sé að hafa samband við þá aftur eftir því sem aðstæður leyfa.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila