Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.97 bls. 2
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Ræðið um kynferðismál við börnin ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Eru munnmök það sama og kynmök?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég útskýrt afstöðu mína til kynlífs?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég hætt að hugsa um kynlíf?
    Ungt fólk spyr
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 5.97 bls. 2

Spurningakassinn

◼ Hvaða gætni þarf að sýna þegar við förum í boðunarstarfið með einhverjum af hinu kyninu?

Við höfum ástæðu til að vænta þess að bræður okkar og systur ætli sér að halda sér við hinn hæsta siðgæðismælikvarða í öllu líferni sínu og hegðun. En við lifum engu að síður í óhreinum og eftirlátum heimi þar sem siðferðishömlur eru fáar. Þó að við ætlum okkur gott eitt verðum við að vera sífellt á verði til að forðast að hljóta ámæli eða flækjast í eitthvað sem er óviðeigandi. Þetta felur í sér að sýna aðgát þegar við erum í boðunarstarfinu.

Í boðunarstarfinu hittum við oft fólk af hinu kyninu sem virðist sýna sannleikanum einlægan áhuga. Ef við erum ein á ferð þegar við knýjum dyra og enginn annar er heima, væri yfirleitt best að gefa vitnisburð í dyragættinni frekar en að fara inn fyrir. Ef viðmælandi okkar sýnir áhuga getum við gert ráðstafanir til að koma aftur þegar við erum með öðrum boðbera eða þegar aðrir á heimilinu verða líka viðstaddir. Ef það er ekki hægt væri skynsamlegt að fela boðbera, sem er af sama kyni og húsráðandinn, að fara í endurheimsóknina. Þetta á líka við um það að stýra biblíunámskeiði með einhverjum af hinu kyninu. — Matt. 10:16.

Við þurfum að sýna aðgát þegar við veljum okkur einhvern til að fara með út í boðunarstarfið. Þó að boðberar af gagnstæðu kyni geti stundum starfað saman er best að gera það þegar starfað er saman í hóp. Að öllu jöfnu, jafnvel þegar við erum í boðunarstarfinu, er ekki skynsamlegt af okkur að verja tíma ein með einhverjum af hinu kyninu sem ekki er maki okkar. Þar af leiðandi ætti sá bróðir, sem hefur umsjón með starfshóp, að sýna góða dómgreind þegar hann raðar saman boðberum, unglingum þar með töldum, til að starfa saman.

Ef við sýnum alltaf góða dómgreind munum við forðast að vera hvorki okkur sjálfum né öðrum „til ásteytingar.“ — 2. Kor. 6:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila