Einstakt tækifæri til að uppörvast saman
1 Það líður ekki sá dagur að fólk Jehóva verði ekki fyrir trúarprófraunum. Djöfullinn veit að hann hefur nauman tíma og því er hann að gera lokaárás til að reyna að brjóta ráðvendni okkar við Jehóva á bak aftur. (Opinb. 12:12) Það er mikilvægt að við ,styrkjumst nú í Drottni og í krafti máttar hans‘ svo að við ‚getum veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar við höfum sigrað allt.‘ — Ef. 6:10, 13.
2 Samkomur og mót eru ráðstöfun frá Jehóva sem hjálpar okkur að öðlast kraft. Páll postuli gerði sér grein fyrir því. Hann þráði að vera með kristnum bræðrum sínum svo að þeir gætu „uppörvast saman“ og ,styrkst.‘ (Rómv. 1:11, 12) Hið stjórnandi ráð hefur gert kærleiksríkar ráðstafanir til að styrkja okkur í að gera vilja Guðs og gefið okkur tækifæri til að uppörvast saman á næstkomandi landsmóti sem ber stefið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis.“
3 Hafðu gagn af mótinu: Hafðu það sem markmið að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Við ,gerum það sem okkur er gagnlegt‘ með því að vera mætt áður en fyrsti söngurinn er sunginn og vera viðstödd til að segja innilegt amen við lokabæninni. (Jes. 48:17, 18) Margir þurfa að hagræða vinnunni með góðum fyrirvara svo að þeir geti verið viðstaddir alla þrjá dagana. Auðvitað getur verið erfitt að fá þetta frí hjá vinnuveitandanum en Jehóva hefur lofað að hjálpa okkur að gera vilja sinn. (1. Jóh. 5:14, 15) Núna er rétti tíminn til að gera ráðstafanir varðandi ferðir og gistingu ef við höfum ekki gert það nú þegar. Látum ekkert vera óráðið. Við getum verið fullviss um að Jehóva blessi viðleitni okkar að vera viðstödd alla þrjá dagana. — Orðskv. 10:22.
4 Hlakkaðu til uppörvunarinnar: „Þetta var besta mótið sem ég hef nokkurn tíma farið á!“ Hefur þú einhvern tíma sagt þetta eftir að hafa verið á landsmóti? Hvers vegna kann þér að hafa verið þannig innanbrjósts? Vegna þess að ófullkomnir menn geta smám saman orðið örmagna og þurft á andlegri uppörvun að halda. (Jes. 40:30) Systir ein komst svo að orði: „Þetta heimskerfi lýir mig en mótin hjálpa mér að skerpa andlegu sjónina aftur, þau eru eins og andleg vítamínsprauta. Það er rétt eins og að uppörvunin komi þegar maður þarf mest á henni að halda.“ Þér hefur kannski einhvern tíma liðið þannig.
5 Það er margt annað en ræður og viðtöl sem gera mótin andlega auðgandi og uppörvandi. Einn bróðir sagði: „Ég kann svo vel að meta þessa skýru og hagnýtu heimfærslu á biblíulegum meginreglum. Leikritin eru auðvitað ómissandi þar sem þau sýna hvernig við getum haft gagn af dæmum úr fortíðinni, bæði vondum og góðum. Ég hlakka alltaf til sjá hvaða rit koma út og ég get notið þeirra löngu eftir að ég kem heim.“
6 Mótin eru mikilvæg ráðstöfun frá Jehóva á þessum ,örðugu tíðum.‘ (2. Tím. 3:1) Þau hjálpa okkur að fara eftir þessari innblásnu ráðleggingu: „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir.“ (1. Kor. 16:13) Við skulum því vera staðráðin í að vera viðstödd allan tímann og njóta þess að uppörvast saman á landsmótinu „Kostgæfir boðberar Guðsríkis.“
[Rammi á blaðsíðu 3]
Áformaðu að vera alla þrjá dagana
■ Fáðu frí frá vinnu.
■ Finndu þér gistingu yfir mótsdagana.
■ Gerðu ráðstafanir varðandi ferðir til og frá mótsstað.