Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.14 bls. 2-3
  • „Stefndu fólkinu saman“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Stefndu fólkinu saman“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Hlustið og lærið
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Sérstakt tækifæri til að gleðjast og næra okkar andlega mann
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Landsmótið 1998, „Lífsvegur Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Umdæmismótin bera sannleikanum öflugt vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 4.14 bls. 2-3

„Stefndu fólkinu saman“

1. Hvað er líkt með umdæmis- og alþjóðamótum og þeim þýðingarmikla viðburði þegar Ísraelsmenn söfnuðust saman, stuttu eftir að þeir yfirgáfu Egyptaland?

1 Stuttu eftir að Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland sagði Jehóva Móse að ,stefna fólkinu saman‘ við Sínaífjall til að hlusta á orð hans, læra að óttast hann og kenna börnum sínum vegi hans. (5. Mós. 4:10-13) Þetta hlýtur að hafa verið eftirminnilegur og trústyrkjandi viðburður. Á næstu mánuðum safnast fólk Jehóva saman á umdæmis- og alþjóðamótum til að fá fræðslu frá Jehóva. Hvað þurfum við að gera til að hafa sem mest gagn af?

2. Hvað þurfum við að gera til að ,vera reiðubúin‘ að sækja umdæmismótið?

2 ,Verið reiðubúin‘: Jehóva gaf Ísraelsmönnum fyrirmæli um að ,vera reiðubúnir‘ að sækja þessa sögulegu samkomu við Sínaífjall. (2. Mós. 19:10, 11) Eins þurfa allir sem sækja umdæmismótið að undirbúa sig vel, ekki bara þátttakendur í dagskránni. Til dæmis þurfa margir að gera rástafanir til að fá frí frá vinnu. Ef til vill ert þú í svipuðum sporum og Nehemía. Hann var byrlari Artaxerxesar konungs og bað um leyfi frá störfum til að geta farið til Jerúsalem og hjálpað til við að endurreisa borgarmúrana. En hann vissi að það væri ekki sjálfgefið að konungurinn samþykkti það. Nehemía fór með hljóða bæn og bar síðan hugrakkur fram kurteislega orðaða beiðni. Konungur gaf honum fararleyfi og studdi meira að segja byggingarframkvæmdirnar. (Neh. 2:1-9) Hefur þú, auk þess að biðja um frí frá vinnu, gert ráðstafanir til að fá gistingu og komast á mótsstaðinn? Öldungarnir munu með ánægju hjálpa öllum sem þarfnast aðstoðar. Gerðu ráðstafanir til að mæta tímanlega áður en dagskráin hefst og leggðu þig fram um „að gefa því enn betur gaum“ sem þú heyrir. – Hebr. 2:1.

3. Hvað hjálpar okkur að undirbúa hjartað fyrir mótsdagskrána?

3 Annað mikilvægt atriði varðandi það að vera reiðubúin er að undirbúa hjartað til að hlusta og læra. (Esra. 7:10, NW) Dagskrá mótsins er birt á vefsetrinu jw.org og þar verður fyrir fram hægt að sjá hvað ræðurnar heita og finna eitt eða tvö lykilvers fyrir hverja ræðu. Þarna fáum við frábært efni til að skoða í tilbeiðslustund fjölskyldunnar vikurnar fyrir mótið. Sumir boðberar prenta dagskrána út til að skrifa hjá sér minnispunkta á sjálfu mótinu.

4. Hvernig geta foreldrar nýtt sér mótin til að kenna börnunum sínum?

4 ,Kenndu börnum þínum‘: Eitt af markmiðum mótsins við Sínaífjall var að foreldrar ,kenndu börnum sínum‘. (5. Mós. 4:10) Umdæmismótið gefur foreldrum frábært tækifæri til að gera slíkt hið sama. Foreldrar ættu að láta börnin sitja hjá sér á meðan dagskrá stendur yfir og hjálpa þeim að fylgjast vel með. Eftir hvern mótsdag væri upplagt fyrir fjölskyldur að rifja upp dagskrána saman og síðan aftur í tilbeiðslustund fjölskyldunnar.

5. Hvaða gagn höfum við af að sækja næsta umdæmismót?

5 Þessi þýðingarmikli viðburður við Sínaífjall hjálpaði Ísraelsmönnum að meta þann mikla heiður að vera þjóð Guðs. (5. Mós. 4:7, 8) Næsta umdæmismóti er ætlað að hjálpa okkur á sama hátt. Í þrjá daga hvílum við okkur á hörðum heimi Satans og njótum í staðinn andlegrar hressingar og uppbyggjandi félagsskapar í andlegri paradís. (Jes. 35:7-9) Þar sem dagur Jehóva færist stöðugt nær skulum við ekki fara á mis við þetta tækifæri til að uppörva hvert annað. – Hebr. 10:24, 25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila