Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.03 bls. 1
  • Jehóva er mjög vegsamlegur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva er mjög vegsamlegur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Kvöldmáltíð Drottins verður haldin hátíðleg hinn 16. apríl
  • Hvað sýnum við með því að mæta á samkomur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • „Gjörið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Hjálpið öðrum að njóta góðs af lausnargjaldinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Kappkostaðu það sem gott er
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 3.03 bls. 1

Jehóva er mjög vegsamlegur

Kvöldmáltíð Drottins verður haldin hátíðleg hinn 16. apríl

1 Eftirvænting okkar eykst þegar 16. apríl 2003 nálgast. Með því að minnast dauða Jesú þetta kvöld erum við ásamt milljónum annarra tilbiðjenda Jehóva um heim allan að lofa nafn hans. Jehóva á svo sannarlega skilið að við lofum hann fyrir hina dásamlegu ráðstöfun að gefa son sinn sem lausnargjald. Hann mun nota lausnargjaldið til að veita öllum hlýðnum mönnum stórkostlegar blessanir. Við tökum hjartanlega undir með sálmaritaranum sem sagði: „Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur.“ — Sálm. 145:3.

2 Tíminn í kringum minningarhátíðina er tilvalinn til að hugsa um gæsku Guðs og hversu þakklát við getum verið honum fyrir að senda „einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.“ (1. Jóh. 4:9, 10) Með því að vera viðstödd kvöldmáltíð Drottins festum við í hjörtum okkar að Jehóva er „náðugur og miskunnsamur . . . og mjög gæskuríkur.“ (Sálm. 145:8) Lausnarfórnin er svo sannarlega mesta kærleiksverk Jehóva til mannanna. (Jóh. 3:16) Þegar við hugsum um kærleika Guðs og trúfesti Jesú finnum við fyrir löngun til að lofa Jehóva. Við munum lofa hann um alla eilífð fyrir þetta mikla kærleiksverk sem gerir okkur kleift að öðlast eilíft líf. — Sálm. 145:1, 2.

3 Hjálpaðu öðrum að lofa Jehóva: Þakklæti fyrir hina óviðjafnanlegu gjöf Guðs knýr okkur til að hvetja aðra til að lofa hann með okkur. Sálmaritaranum var innblásið að rita: „Þær minna á þína miklu gæsku og fagna yfir réttlæti þínu.“ (Sálm. 145:7) Á síðasta ári notuðu vottar Jehóva um heim allan yfir milljarð klukkustunda til að boða fagnaðarerindið. Hver var árangurinn af starfi þeirra? Að meðaltali létu rösklega 5100 manns skírast í hverri viku til tákns um vígslu sína til Jehóva. Það eru miklir vaxtamöguleikar því að af þeim 15.597.746, sem voru viðstaddir minningarhátíðina, eru rúmlega 9 milljónir ekki enn farnar að lofa Jehóva sem boðberar fagnaðarerindisins. Okkur, boðberum fagnaðarerindisins, er annt um þau sérréttindi að segja öðrum frá fagnaðarerindinu og fá að snerta hjörtu þeirra svo að þeir laðist að Jehóva, syni hans og Guðsríki.

4 Ein góð leið til að hvetja aðra til að heiðra Jehóva er að bjóða þeim að taka þátt í kvöldmáltíð Drottins með okkur. Ertu búinn að gera lista yfir alla þá sem þú ætlar að bjóða eða minna á daginn og tímann? Ertu búinn að bjóða öllum á listanum? Ef svo er ekki væri gott að nota tímann vel fram að minningarhátíðinni. Bentu þeim á tilgang hátíðarinnar. Þegar þú mætir skaltu nýta tækifærið til að heilsa gestunum. Láttu þá finna að þeir eru velkomnir, kynntu þá fyrir öðrum og hrósaðu þeim fyrir að hafa mætt.

5 Minningarhátíðin getur hvatt nýja til að taka andlegum framförum. Einn biblíunemandi, sem kom á hana, þjáist af streituröskun sem veldur því að honum finnst mjög erfitt að vera í mannfjölda. Þegar hann var spurður að því hvað honum fyndist um samkomuna svaraði hann: „Þetta var alveg einstakt kvöld og ég kom.“ Síðan þá hefur hann mætt á samkomur.

6 Eftir minningarhátíðina: Hvað er hægt að gera eftir minningarhátíðina til að hjálpa áhugasömum að tilbiðja Jehóva? Öldungarnir taka eftir þeim nýju sem mæta á minningarhátíðina og biðja hæfa boðbera að heimsækja þá fljótlega til þess að rifja upp með þeim allt það sem þeir lærðu. Sumir óska ef til vill eftir biblíunámskeiði. Það ætti líka að bjóða þeim að sækja allar safnaðarsamkomur vikunnar því að regluleg samkomusókn getur aukið biblíuþekkingu þeirra.

7 Óreglulegir og óvirkir boðberar verða einnig hvattir til að sækja samkomur reglulega. Vertu fús til þess að aðstoða óvirka við að taka þátt í boðunarstarfinu ef öldungarnir biðja þig um það. Slík kærleiksrík umhyggja til bræðra okkar er í samræmi við orð Páls postula: „Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.“ — Gal. 6:10.

8 Við skulum gera allt sem við getum til að vera viðstödd minningarhátíðina hinn 16. apríl. Við myndum ekki vilja missa af þessu einstaka tækifæri til að lofa Jehóva. Já, við skulum bæði nú og að eilífu lofa Jehóva fyrir máttarverk hans! — Sálm. 145:21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila