Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.03 bls. 4
  • Boðunarskólinn árið 2004

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarskólinn árið 2004
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Gagnið af Boðunarskólanum
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Ný samkomudagskrá
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Höfum fullt gagn af Guðveldisskólanum
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 12.03 bls. 4

Boðunarskólinn árið 2004

1 Jehóva gerir venjulegu fólki kleift að framkvæma starf sem hefur mikla þýðingu fyrir allan heiminn. Hann gerir það til dæmis með því að þjálfa okkur í hverri viku í Boðunarskólanum. Tekur þú eins mikinn þátt í skólanum og aðstæður þínar leyfa? Í janúar verða gerðar nokkrar breytingar sem eiga eftir að hjálpa nemendum að hafa sem mest gagn af skólanum.

2 Aðstoðarleiðbeinandinn: Þeir bræður sem flytja kennsluræðuna og höfuðþættina meta mikils leiðbeiningar sem þeir fá frá aðstoðarleiðbeinandanum. Skipta má árlega um aðstoðarleiðbeinanda í þeim söfnuðum þar sem nóg er af hæfum öldungum. Með þessu móti dreifist vinnuálagið og öldungar og þjónar njóta góðs af þeirri fjölbreyttu reynslu sem ræðumenn og kennarar geta miðlað.

3 Munnleg upprifjun: Ef svæðismót er haldið í sömu viku og munnleg upprifjun á að fara fram, skal fresta henni (og öðru sem er á dagskrá þá vikuna) um eina viku. Efni skólans í vikunni þar á eftir skal fært fram um eina viku. Aftur á móti þarf ekki að breyta allri dagskrá tveggja vikna ef munnlega upprifjun ber upp á farandhirðisviku. Söngurinn, þjálfunarliðurinn og höfuðþættirnir verða á sínum stað samkvæmt áætlun. Kennsluræðu næstu viku (sem flutt er á eftir þjálfunarliðnum) skal færa fram um eina viku. Á eftir höfuðþáttunum verður 30 mínútna þjónustusamkoma með annaðhvort þrem 10 mínútna atriðum eða tveim 15 mínútna atriðum. (Tilkynningar falla niður.) Að lokinni þjónustusamkomu verður söngur og síðan 30 mínútna dagskrá í umsjá farandhirðis. Í boðunarskóla næstu viku verður þá munnlega upprifjunin á eftir þjálfunarliðnum og höfuðþáttum biblíulesefnisins.

4 Nýttu þér hvert tækifæri til að vaxa í trúnni. Þegar þú aflar þér menntunar í Boðunarskólanum verðurðu söfnuðinum til hvatningar, þú átt þátt í að uppfylla spádóma Biblíunnar og lofar höfund boðskaparins sem við eigum að boða. — Jes. 32:3, 4; Opinb. 9:19.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila