Ný svæðismótsdagskrá
Á þessum ,örðugu tíðum‘ þurfum við visku frá Jehóva til að hafa velþóknun hans. (2. Tím. 3:1) Á svæðismótinu fyrir þjónustuárið 2005 fáum við hvatningu og raunhæfar ráðleggingar en þar verður unnið úr stefinu „Látum ,spekina, sem að ofan er,‘ vísa okkur veginn“. — Jak. 3:17.
Fyrsta ræðusyrpan, sem ber stefið „Sýnum ,spekina að ofan‘ í lífi okkar“, hjálpar okkur að sjá hvað felst í því að vera hrein, friðsöm, sanngjörn og fús til að hlýða. Síðan beinir farandhirðirinn athyglinni að þrem öðrum þáttum spekinnar að ofan. Umdæmishirðirinn flytur lokaræðu dagsins og bendir á hvernig kristnir þjónar eru færir um að tala speki Guðs þó að sumir álíti þá ,ólærða leikmenn‘. — Post. 4:13.
Á seinni deginum verður flutt ræðusyrpa sem nefnist „Keppum að því sem byggir upp“ og mun hún hjálpa okkur að koma auga á og forðast það sem getur rifið niður trú okkar. Þar er einnig sýnt fram á hvernig við getum byggt aðra upp á safnaðarsamkomum, í boðunarstarfinu og innan fjölskyldunnar. Opinberi fyrirlesturinn, „Hvernig getum við notið góðs af visku Guðs?“, á eftir að auka þakklæti okkar fyrir þær blessanir sem við fáum þegar við förum eftir meginreglum Guðs. Lokaræðan, „Það er okkur til verndar að fara eftir visku Guðs“, styrkir ásetning okkar að leita visku hjá Jehóva á þessum síðustu dögum.
Hápunktur hvers móts er skírn nýrra lærisveina. Boðunarskóli og Varðturnsnám vikunnar verður einnig á dagskrá. Jehóva vill að við njótum öll góðs af viskunni sem hann gefur. Þau heilræði og sú hvatning sem við munum fá á svæðismótinu eiga eftir að auðga okkur andlega. — Orðskv. 3:13-18.