Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.05 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Hvernig getum við hjálpað eftir náttúruhamfarir?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Hvernig getum við hjálpað?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Taka vottar Jehóva þátt í hjálparstarfi?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 1.05 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvernig er best að gefa framlög til þurfandi bræðra í öðrum löndum?

Stundum heyrum við af bræðrum í öðrum löndum sem eru þurfandi vegna ofsókna, náttúruhamfara eða annarra erfiðleika. Því hafa bræður stundum sent framlög beint til deildarskrifstofa í slíkum löndum og óskað þess að peningurinn sé notaður til að styrkja ákveðinn einstakling, söfnuð eða byggingarframkvæmd. — 2. Kor. 8:1-4.

Það er hrósvert að bræður skuli bera slíka umhyggju fyrir trúsystkinum sínum. En oft eru aðrar þarfir á svæðinu meira aðkallandi en þær sem gefandinn hafði í huga og í sumum tilfellum hefur þörfinni þegar verið sinnt. Auðvitað getum við verið fullviss um að ef deildarskrifstofunni á svæðinu eru send framlög, hvort sem þau eru fyrir alþjóðastarfið, ríkissalaframkvæmdir eða hjálparstarf, eru þau notuð á þann hátt sem gefandinn fer er fram á.

Bræðrum á öllum deildarskrifstofum hefur verið kennt að bregðast fljótt við óvæntum erfiðleikum. Auk þess sjá deildarskrifstofur alltaf til þess að hið stjórnandi ráð fái upplýsingar um framvindu mála. Ef þörf krefur getur hið stjórnandi ráð beðið nærliggjandi deildarskrifstofur að aðstoða og stundum eru framlög send beint frá aðalstöðvunum. — 2. Kor. 8:14, 15.

Öll framlög ætti þess vegna að senda til deildarskrifstofunnar í því landi sem þú býrð, hvort sem framlögin eru til að styrkja alþjóðastarfið, hjálparstarf eða byggingarframkvæmdir í öðrum löndum. Framlögin má senda beint til deildarskrifstofunnar eða fyrir milligöngu safnaðarins. Þannig getur hinn „trúi og hyggni þjónn“ sinnt þörfum alþjóðabræðrafélagsins á skipulegan hátt eftir þeim leiðum sem hið stjórnandi ráð hefur ákveðið. — Matt. 24:45-47; 1. Kor. 14:33, 40.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila