Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.07 bls. 1
  • „Ég hef ekki áhuga“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Ég hef ekki áhuga“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Hafðu stöðugt gát á kennslu þinni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Hvernig bregst þú við sinnuleysi?
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Sýnum persónulegan áhuga með því að vera sveigjanleg
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Gefstu ekki upp að gera það sem gott er
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 1.07 bls. 1

„Ég hef ekki áhuga“

1 Á mörgum svæðum eru þetta algeng viðbrögð fólks við boðskapnum sem við færum því. Hvað getur hjálpað okkur að missa ekki kjarkinn þegar við mætum áhugaleysi? Hvernig getum við glætt áhuga fólks á fagnaðarerindinu?

2 Höldum gleði okkar: Það sem getur hjálpað okkur að varðveita gleðina er að minna okkur á hvers vegna fólk er áhugalaust. Ef mönnum hefur verið kennd þróunarkenningin eða þeir hafa alist upp í þjóðfélagi, sem afneitar tilvist Guðs, hafa þeir ef til vill ekki hugleitt gildi Biblíunnar. Aðrir eru kannski óánægðir með þá hræsni sem þeir hafa orðið varir við hjá mörgum trúarbrögðum. Áhugaleysi sumra gæti verið merki um vonbrigði og vonleysi. (Ef. 2:12) Sumir gefa boðskapnum engan gaum af því að þeir eru að kikna undan áhyggjum lífsins. — Matt. 24:37-39.

3 Við vitum að við vegsömum Jehóva með viðleitni okkar í boðunarstarfinu og því getum við haldið gleði okkar þrátt fyrir neikvæð viðbrögð sumra. (1. Pét. 4:11) Þar að auki styrkir það trúna að tala við aðra um sannleikann, jafnvel við þá sem kunna ekki enn að meta hann. Reynum að líta fólkið á svæðinu sömu augum og Jehóva gerir. Hann fann til með Nínívebúum sem þekktu ekki „hægri hönd sína frá hinni vinstri“. (Jónas 4:11) Nágrannar okkar þurfa á fagnaðarerindinu að halda. Við ættum því ekki að leggja árar í bát heldur leita leiða til að vekja áhuga þeirra á boðskap Biblíunnar.

4 Talaðu um það sem veldur fólki áhyggjum: Í kynningarorðunum gætir þú ef til vill minnst á ákveðið mál sem veldur nágrönnum þínum áhyggjum og beðið húsráðandann um að segja sína skoðun á málinu. Hlustaðu á hann og þegar hann hefur lokið máli sínu skaltu sýna honum viðeigandi ritningarstað í Biblíunni sem gæti hughreyst hann. Vottur nokkur tjáði samúð sína öllum sem hann hitti heima fyrir á svæði þar sem harmleikur hafði átt sér stað. „Allt í einu vildi fólk tala,“ sagði hann. „Ég átti mörg góð samtöl þennan dag vegna þess að ég sýndi þeim sem ég heimsótti persónulegan áhuga.“

5 Öll vandamál mannkyns verða leyst fyrir atbeina Guðsríkis. Reyndu að koma auga á það vandamál sem veldur viðmælanda þínum mestum áhyggjum. Hann leyfir þér ef til vill að segja frá vonarboðskap Biblíunnar. Ef ekki, þá er hann kannski tilbúinn að hlusta „öðru sinni“. — Post. 17:32.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila