Biblían — bók staðreynda og spádóma
Mankind’s Oldest Modern Book (Elsta nútímabók mannkyns) er fyrsti hlutinn af þremur á mynddisknum The Bible — A Book of Fact and Prophecy (Biblían — bók staðreynda og spádóma). Eftir að hafa horft á fyrsta hlutann erum við hvött til að svara eftirfarandi spurningum:
(1) Hvernig samræmist Biblían nútímavísindum? (2) Hvernig getum við verið viss um að biblíuþýðingar okkar daga séu í nákvæmu samræmi við frumritin? (3) Hvað er áberandi í fornum biblíuhandritum? (4) Hvernig stuðluðu John Wycliffe, Johannes Gutenberg, William Tyndale, Jóhann Húss, Marteinn Lúter, Casiodoro de Reina og Charles Taze Russel að útbreiðslu Guðs orðs um allan heim og hvernig barðist kirkjan hatrammalega á móti Biblíunni? (5) Hvernig hafa leiðbeiningar Biblíunnar hjálpað fólki að takast á við heilsuvandamál (Sálm. 34:9), spilafíkn (1. Tím. 6:9, 10), hjónaskilnað og framhjáhald (1. Kor. 13:4, 5; Ef. 5:28-33) og efnishyggju (Matt. 16:26)? (6) Hvað sýnir að fólk getur, með hjálp Biblíunnar, unnið bug á þjóðernis-, ættflokka- og kynþáttahatri (Lúk. 10:27)? (7) Hvernig hafa meginreglur Biblíunnar hjálpað þér að öðlast meiri hamingju? (8) Hvernig geturðu notað þennan mynddisk til að hjálpa öðrum? — Sjá Ríkisþjónustu okkar í febrúar 2006, bls. 8.