Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.09 bls. 1
  • Ertu undirbúinn að vitna óformlega?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu undirbúinn að vitna óformlega?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Þú getur vitnað óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Talið um dýrð konungdóms Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Verið iðin við að vitna
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Lofum Jehóva með því að vitna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 10.09 bls. 1

Ertu undirbúinn að vitna óformlega?

1. Hvað sýnir að óformlegur vitnisburður getur verið mjög áhrifaríkur?

1 Óformlegur vitnisburður getur verið mjög áhrifaríkur. Í Biblíunni er að finna margar frásögur þar sem óformlegur vitnisburður skilaði góðum árangri. (Jóh. 4:7-15) Hvað getum við gert til að vera tilbúin að vitna á þennan hátt?

2. Hvernig getur snyrtilegt útlit hjálpað okkur að vitna?

2 Klæðnaður og útlit: Við getum óhindrað sagt öðrum frá trú okkar ef við sjáum til þess að við séum alltaf snyrtileg til fara. (1. Tím. 2:9, 10) Ef við erum ekki vel til fara kann að vera að við veigrum okkur við því að vitna. Aftur á móti getur hreinn og snyrtilegur klæðnaður vakið forvitni annarra. Til dæmis mætti nefna hjón sem eru vottar og voru á ferðalagi. Þau settust við hliðina á múslímskum manni. Hann tók eftir því að þau voru vel til höfð og spurði hvort þau væru kristin. Þetta leiddi til þriggja tíma umræðu um Biblíuna.

3. Hvernig hefur þú hafið samræður líkt og Jesús gerði?

3 Að hefja samræður: Þegar Jesús hitti konuna frá Samaríu við Jakobsbrunn byrjaði hann samtalið með því að biðja hana einfaldlega að gefa sér vatn. Við getum hafið samræður á svipaðan hátt með því að spyrja einfaldrar spurningar eða koma með stutta staðhæfingu. Þótt við séum stundum hikandi getum við fengið djörfung til að hefja samræður ef við treystum á aðstoð Jehóva. — 1. Þess. 2:2.

4. Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir að vitna óformlega?

4 Að skapa tækifæri: Margir boðberar hafa fundið leiðir til að vitna óformlega. Skoðaðu aðstæður þínar og hugsaðu til fólks sem er líklegt að þú hittir daglega. Hafðu með þér viðeigandi rit og handhæga Biblíu. Vertu athugull og sýndu fólki í umhverfi þínu áhuga. Þegar þú ert búinn að íhuga hvaða tækifæri er líklegt að þér gefist yfir daginn ertu sennilega tilbúinn að gefa góðan vitnisburð. — Fil. 1:12-14; 1. Pét. 3:15.

5. Af hverju ættum við ekki að láta tilviljun eina ráða því hvort við vitnum óformlega?

5 Við höfum tvær góðar ástæður til að vitna óformlega — kærleika til Guðs og kærleika til náungans. (Matt. 22:37-39) Í ljósi þess hversu áríðandi boðunarstarfið er ættum við ekki að láta tilviljun eina ráða því hvort við vitnum óformlega. Við ættum að vera tilbúin til að nýta okkur hvert tækifæri til að segja öðrum frá fagnaðarerindinu um ríkið meðan enn er tími til. — Rómv. 10:13, 14; 2. Tím. 4:2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila