Verum alltaf vakandi fyrir að bjóða biblíunámskeið
1. Hvaða verkefni gaf Jesús okkur í Matteusi 28:19, 20?
1 Jesús gaf okkur það verkefni að,gera allar þjóðir að lærisveinum og kenna þeim‘. (Matt. 28:19, 20) Þess vegna viljum við alltaf vera vakandi fyrir að bjóða biblíunámskeið, ekki eingöngu eina daginn í mánuði sem sérstaklega er tekinn frá til þess að bjóða námskeið. Eftirfarandi tillögur geta komið að gagni.
2. Hverjum getum við boðið biblíunámskeið?
2 Bjóðum biblíunámskeið: Því oftar sem við bjóðum biblíunámskeið því fleiri eru möguleikarnir að okkur takist að hefja námskeið. (Préd. 11:6) Hefur þú reynt að bjóða biblíunámskeið beint? Söfnuður nokkur í Bandaríkjunum gerði samstillt átak í þeim efnum í heilan mánuð og varð mjög ánægður að geta hafið 42 biblíunámskeið. Gerðu ekki ráð fyrir að áhugasamt fólk, sem þú heimsækir, viti að þú sért reiðubúinn til að kynna þeim Biblíuna. Hvers vegna býður þú ekki námskeið næst þegar þú ferð í endurheimsókn? Ef boðinu er hafnað er enginn skaði skeður. Þú getur haldið áfram að rækta áhugann. Hefurðu spurt nágranna, ættingja, vinnufélaga og skólafélaga hvort þá langar til að kynna sér Biblíuna með þinni aðstoð? Þú getur líka spurt biblíunemendur þína hvort þeir eigi vini eða ættingja sem hefðu gaman af því að kynna sér Biblíuna.
3. Hvaða hjálpargagn höfum við til að hefja biblíunámskeið og hvenær getum við notað það?
3 Gott hjálpargagn: Smáritið Viltu vita svörin? kemur mjög að gagni við að hefja biblíunámskeið. Þú getur gefið húsráðendum það hvort sem þeir þiggja önnur rit eða ekki. Það er hægt að nota ritið þegar starfað er á viðskiptasvæði, í götustarfi, bréfleiðis og í endurheimsóknum. Það er einnig hægt að skilja það eftir hjá þeim sem eru ekki heima. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hafa það með sér þegar farið er í strætó, verslanir og vinnuna. Á baksíðunni er stuttlega útskýrt hvernig biblíunámskeið fer fram og bókin Hvað kennir Biblían? kynnt.
4. Hvernig getum við notað smáritið Viltu vita svörin? til þess að hefja biblíunámskeið?
4 Þegar ritið hefur verið afhent gætirðu bent á spurningarnar á forsíðunni og spurt: „Hvaða spurning vekur helst áhuga þinn?“ Athugið síðan í sameiningu svarið sem er að finna í ritinu. Síðan skaltu lesa eða umorða efnið á baksíðunni sem útskýrir hvernig biblíunámskeið fer fram. Þú getur síðan sýnt hvar hægt er að fá frekari upplýsingar um efnið í bókinni Hvað kennir Biblían?, bjóða bókina og semja um stað og stund fyrir endurheimsókn til að halda samræðunum áfram.
5. Hvers vegna ættum við að vera vakandi fyrir því að bjóða biblíunámskeið?
5 Á svæði okkar er enn þá til fólk sem langar til að vita hvað kennt er í raun og veru í Biblíunni. Ef við erum vakandi fyrir að bjóða biblíunámskeið fáum við fleiri tækifæri til að upplifa þá ánægju sem fylgir því að hjálpa öðrum að finna veginn til lífsins. — Matt. 7:13, 14.