Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.10 bls. 1
  • Notaðu það við hvert tækifæri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notaðu það við hvert tækifæri
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Við höfum nýtt hjálpargagn til að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Tillögur að kynningum
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Notaðu nýja vefsíðusmáritið
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Sérstakt dreifingarátak 20. október til 16. nóvember
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 12.10 bls. 1

Notaðu það við hvert tækifæri

1. Hvert er markmiðið með smáritinu Viltu vita svörin?

1 Smáritið Viltu vita svörin? var gefið út til að hjálpa okkur að hefja biblíunámskeið. En það kemur líka að góðum notum við að sá sæði sannleikans. (Préd. 11:6) Hér eru nokkrar tillögur sem hjálpa okkur að nota það sem best.

2. Hvernig getum við notað smáritið til að hefja samræður?

2 Til að hefja samræður: Þú gætir rétt húsráðandanum smáritið, bent á spurningarnar á forsíðunni og spurt: „Hverri af þessum spurningum hefur þú velt fyrir þér?“ Þegar hann hefur svarað því getið þið notað smáritið til að sjá svar Biblíunnar við spurningu hans og lesið eina biblíutilvitnun. Lestu eða segðu frá því sem stendur á baksíðunni og bjóddu honum bókina Hvað kennir Biblían? Ef hann þiggur ekki bókina hefur hann að minnsta kosti þegið smáritið og það gæti orðið til þess að sæði sannleikans festi rætur í hjarta hans. — Matt. 13:23.

3. Hvað getum við gert ef húsráðandinn er upptekinn?

3 Ef húsráðandinn er upptekinn: Þú gætir sagt: „Fyrst það stendur þannig á hjá þér langar mig bara til að skilja eftir þetta smárit. Það tekur fyrir sex spurningar sem flestir hafa velt fyrir sér og bendir á skýr svör Biblíunnar við þeim. Næst þegar ég kem við væri gaman að heyra hvað þér finnst.“

4. Hvað getum við sagt þegar við bjóðum smáritið í götustarfinu?

4 Í götustarfinu: Þú gætir sagt: „Góðan dag. Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér einhverjum af þessum spurningum? [Gefðu kost á svari.] Hér er fjallað um skýr svör Biblíunnar við þeim.“ Ef viðmælandinn er ekki að flýta sér væri hægt að skoða svarið við einni spurningu í smáritinu og jafnvel bjóða bókina Hvað kennir Biblían?

5. Hvernig væri stundum hægt að nota smáritið þar sem fólk er ekki heima?

5 Þar sem enginn er heima: Sums staðar er algengt að boðberar skilji eftir rit hjá þeim sem eru ekki heima. Hvernig væri að skilja stundum eftir smáritið Viltu vita svörin? ef þetta tíðkast á safnaðarsvæði þínu? Þegar þú kemur aftur geturðu sagt: „Við komum hingað um daginn en þá varstu ekki heima svo að við skildum þetta smárit eftir. Hverri af þessum spurningum myndir þú vilja fá svar við?“

6. Hvers vegna er smáritið Viltu vita svörin? gott verkfæri í boðunarstarfinu?

6 Smáritið Viltu vita svörin? kemur beint að efninu og kynnir sannleikann á einfaldan hátt. Það höfðar til fólks af öllum trúarbrögðum og menningarsamfélögum. Það er auðvelt að kynna ritið. Jafnvel ungir og nýir boðberar geta boðið það. Notarðu það við hvert tækifæri sem gefst?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila