Notaðu nýja vefsíðusmáritið
Smáritið ber heitið Hvar finnum við svör við stóru spurningunum? Þremur spurningum er varpað fram á baksíðu smáritsins. Þegar tækifæri gefst skaltu spyrja viðmælanda þinn hvaða spurning veki mestan áhuga hans og benda honum á BIBLÍAN OG LÍFIÐ > BIBLÍUSPURNINGAR á vefsíðunni, til að fá svör. Þar getur hann líka fundið svör við spurningunum: Hvað er Guðsríki? Og hverju mun Guðsríki koma til leiðar?
Hafðu handbær eintök af þessu smáriti til að hjálpa fólki að kynna sér hvað Biblían segir um þá dásamlegu framtíð sem bíður okkar undir stjórn Guðsríkis.