Árangursríkt götustarf
1. Hvernig getum við líkt eftir Jesú?
1 Þegar Jesús þjónaði hér á jörð hikaði hann ekki við að vitna fyrir fólki sem hann hitti á götum úti eða annars staðar á almannafæri. (Lúk. 9:57-61; Jóh. 4:7) Hann vildi að sem flestir fengju að heyra þennan mikilvæga boðskap. Á okkar dögum er götustarfið frábær leið til þess að aðstoða fólk við að öðlast visku frá Guði. (Orðskv. 1:20) Við sjáum aukinn árangur ef við sýnum frumkvæði og góða dómgreind.
2. Hvernig getum við átt frumkvæðið í götustarfinu?
2 Eigðu frumkvæðið: Að öllu jöfnu er betra að nálgast fólk frekar en að sitja eða standa á ákveðnum stað og bíða eftir að það komi til þín. Brostu, náðu augnsambandi og vertu yfirvegaður og vingjarnlegur. Ef þú starfar með öðrum boðbera er samt yfirleitt betra að vera einn þegar þú nálgast fólk. Þú þarft líka að eiga frumkvæðið til að fylgja eftir áhuga. Ef það er viðeigandi spyrðu þá í lok samtalsins hvernig þú getir haft samband við einstaklinginn aftur. Sumir boðberar fara reglulega í götustarfið á sama stað. Það gerir þeim kleift að tala við sama fólkið aftur og aftur og fylgja þannig eftir áhuga.
3. Hvernig getum við sýnt góða dómgreind í götustarfinu?
3 Sýndu góða dómgreind: Þegar þú ákveður hvar þú ætlar að starfa og við hverja þú ætlar að tala sýndu þá góða dómgreind. Það er ekki nauðsynlegt að tala við alla sem eiga leið hjá. Vertu athugull. Ef þú sérð til dæmis að einstaklingur er á hraðferð er kannski best að leyfa honum að halda ferð sinni áfram. Ef þú starfar fyrir framan verslun sýndu þá tillitsemi svo þú valdir ekki verslunarstjórum óþarfa áhyggjum. Það er oft betra að vitna fyrir fólki þegar það er á leið út úr verslun frekar en þegar það er á leið inn. Nálgastu fólk á þann hátt að þú hræðir það ekki eða því bregði. Sýndu einnig góða dómgreind þegar þú býður fólki rit. Ef einhver sýnir lítinn áhuga gæti verið betra að bjóða honum smárit í staðinn fyrir blöðin.
4. Hvers vegna er götustarfið bæði ánægjulegt og árangursríkt?
4 Götustarfið gerir okkur kleift að dreifa ríkulega af fræjum sannleikans á stuttum tíma. (Préd. 11:6) Sumir sem við hittum í götustarfinu gætu jafnvel verið þeir sem við finnum ekki heima þegar við förum hús úr húsi. Hvernig væri að leggja drög að því að taka þátt í götustarfinu sem er bæði ánægjulegt og árangursríkt?