„Elskið samfélag þeirra sem trúa“
Þessi innblásnu orð voru rituð fyrir tæplega tvö þúsund árum. (1. Pét. 2:17) En þau eiga mikið erindi til okkar núna, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr. Hvernig getum við elskað bræður okkar og systur um allan heim? Og hvernig getum við komið í veg fyrir að kærleikur okkar kulni í þessum kærleikslausa heimi? (Matt. 24:12) Reyndu að svara eftirfarandi spurningum um leið og þú horfir á myndbandið Our Whole Association of Brothers (Bræðrafélag okkar).
(1) Hvenær urðum við hluti af bræðrafélaginu? (2) Hvað eigum við sameiginlegt með bræðrum okkar og systrum um allan heim? Nefndu þrennt. (3) Hvernig hafa trúsystkini okkar sýnt mikinn ákafa í boðunarstarfinu (a) í víðáttum Alaska, (b) í stórum skipahöfnum Evrópu og (c) í þéttum skógum Perú? (4) Hvers vegna er boðunarstarfið svona sérstakt starf? (5) Nefndu dæmi um hvernig vottar Jehóva hafa hughreyst og stutt hver annan (a) eftir jarðskjálfta, (b) eftir fellibyl og (c) þar sem borgarastríð geisar? (6) Hvernig getum við öll sýnt þann kærleika sem einkennir bræðrafélagið? (Jóh. 13:35) (7) Hvaða góðu áhrif hefur það þegar við vinnum saman við byggingu ríkissala? (8) Hvernig gátu trúsystkini okkar í Austur-Evrópu og Rússlandi haldið sér sterkum í trúnni á meðan starfið var bannað? (9) Hvað leggja mörg trúsystkini á sig til að komast á mótin og hvers vegna? (10) Hvernig hefur þetta myndband hvatt þig til að (a) tilbiðja Jehóva á samkomum ásamt bræðrum og systrum, (b) hjálpa öðrum þegar þeir eiga um sárt að binda og (c) nýta tíma þinn og aðstæður sem best þú getur til að prédika? (11) Hvernig og hvenær mætti nýta þetta myndband í boðunarstarfinu?
Kærleikur okkar til Jehóva er aðalástæðan fyrir því að við tilheyrum bræðrafélaginu. Við njótum þess að fræðast um Jehóva og hjálpa öðrum að kynnast honum. Okkur þykir afskaplega vænt um trúsystkini okkar sem Jehóva elskar svo heitt. Þegar þörf gerist réttum við þeim hjálparhönd en ætlumst þó ekki til að Jehóva þakki okkur fyrir. Öllu heldur þökkum við honum af því að hann hefur gefið okkur þessa verðmætu gjöf sem trúsystkini okkar eru. Síðustu dagar þessa kærleikslausa heims taka brátt enda en þangað til skulum við halda ótrauð áfram að sýna að við elskum trúsystkini okkar um allan heim.