FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 27–28
Jakob fær réttmæta blessun
Þegar Ísak blessaði Jakob reyndist það vera spádómur.
27:28 – Jehóva gaf afkomendum Jakobs frjósamt land ,sem flaut í mjólk og hunangi‘. – 5Mó 26:15.
27:29 – Ísraelsmenn (afkomendur Jakobs) urðu öflugri en Edómítar (afkomendur Esaús). – 1Mó 25:23; 2Sa 8:14.
27:29 – Edómítar kölluðu yfir sig bölvun og þjóðinni var að lokum eytt vegna haturs þeirra á Ísrael. – Esk 25:12–14.