Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 32
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Jeremía kaupir jörð (1–15)

      • Bæn Jeremía (16–25)

      • Svar Jehóva (26–44)

Jeremía 32:1

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +Jer 25:1

Jeremía 32:2

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „húsi“.

Millivísanir

  • +Neh 3:25; Jer 33:1; 38:28

Jeremía 32:3

Millivísanir

  • +Jer 37:18, 21
  • +Jer 34:2, 3; 37:8, 17

Jeremía 32:4

Millivísanir

  • +2Kon 25:6, 7; Jer 38:17, 18; 39:5; Esk 12:13

Jeremía 32:5

Millivísanir

  • +Jer 21:4; Esk 17:15

Jeremía 32:7

Millivísanir

  • +Jós 21:8, 18; Jer 1:1
  • +3Mó 25:23, 24

Jeremía 32:9

Neðanmáls

  • *

    Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +1Mó 23:16

Jeremía 32:10

Millivísanir

  • +Jer 32:44
  • +Rut 4:9

Jeremía 32:11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2007, bls. 12

Jeremía 32:12

Millivísanir

  • +Jer 36:4, 26
  • +Jer 51:59
  • +Jer 33:1

Jeremía 32:15

Millivísanir

  • +Am 9:14; Sak 3:10

Jeremía 32:17

Millivísanir

  • +Jes 40:26; Op 4:11

Jeremía 32:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „endurgeldur sekt feðranna í barm sona þeirra“.

Millivísanir

  • +2Mó 34:6, 7; 4Mó 14:18

Jeremía 32:19

Neðanmáls

  • *

    Eða „ert mikill í ráðum“.

Millivísanir

  • +Jes 28:29
  • +Okv 15:3; Heb 4:13
  • +Pré 12:14; Jer 17:10; Róm 2:6

Jeremía 32:20

Millivísanir

  • +2Mó 7:3, 5; 9:15, 16; 5Mó 4:34; 2Sa 7:23; Jes 63:12

Jeremía 32:21

Millivísanir

  • +2Mó 6:1, 6; 15:16; 5Mó 26:8

Jeremía 32:22

Millivísanir

  • +1Mó 13:14, 15; 26:3
  • +2Mó 3:8

Jeremía 32:23

Millivísanir

  • +5Mó 28:15; Jós 23:16

Jeremía 32:24

Neðanmáls

  • *

    Eða „sjúkdómur“.

Millivísanir

  • +5Mó 28:52; 2Kon 25:1; Jer 33:4; Esk 4:1, 2
  • +3Mó 26:31, 33
  • +Jer 14:12; 15:2

Jeremía 32:27

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „alls holds“.

Jeremía 32:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +2Kon 25:4; Jer 20:5

Jeremía 32:29

Millivísanir

  • +2Kon 25:9, 10; 2Kr 36:17, 19; Hlj 4:11
  • +Jer 7:18; 19:13; 44:25

Jeremía 32:30

Millivísanir

  • +5Mó 9:7; 2Kon 17:9

Jeremía 32:31

Millivísanir

  • +1Kon 11:7; 2Kon 21:1, 4
  • +2Kon 23:27; 24:3, 4

Jeremía 32:32

Millivísanir

  • +1Kon 11:9, 10; 2Kon 23:26; 1Kr 10:13
  • +Esk 22:6
  • +Mík 3:5, 11

Jeremía 32:33

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „reis upp snemma og kenndi“.

Millivísanir

  • +2Kr 29:6; Jer 2:27
  • +Jer 25:3; 35:15

Jeremía 32:34

Millivísanir

  • +2Kon 21:1, 4; Jer 23:11; Esk 8:5, 6

Jeremía 32:35

Neðanmáls

  • *

    Sjá orðaskýringar, „Gehenna“.

  • *

    Orðrétt „láta syni sína og dætur ganga gegnum eldinn“.

Millivísanir

  • +Jós 15:8, 12
  • +2Kr 28:1, 3; 33:1, 6; Jer 7:31
  • +3Mó 18:21; 5Mó 18:10, 12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.9.1992, bls. 4

Jeremía 32:37

Millivísanir

  • +5Mó 30:3; Jer 29:14; Esk 37:21
  • +Jer 23:3, 6; 33:16; Esk 34:25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1995, bls. 13-14

Jeremía 32:38

Millivísanir

  • +Jer 31:33; Mík 4:5

Jeremía 32:39

Millivísanir

  • +Esk 11:19
  • +5Mó 5:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1995, bls. 13-15

Jeremía 32:40

Millivísanir

  • +Jes 55:3; 61:8
  • +Esk 39:29
  • +Esk 36:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1995, bls. 13-15

Jeremía 32:41

Neðanmáls

  • *

    Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +Jes 65:19; Sef 3:17
  • +Jes 58:11; Jer 24:6; Am 9:15

Jeremía 32:42

Millivísanir

  • +Jer 31:28; Sak 8:14, 15

Jeremía 32:43

Millivísanir

  • +Esk 37:14

Jeremía 32:44

Millivísanir

  • +Jer 32:10, 25
  • +Jer 31:23
  • +Jer 17:26; 33:13
  • +Sl 126:1

Almennt

Jer. 32:1Jer 25:1
Jer. 32:2Neh 3:25; Jer 33:1; 38:28
Jer. 32:3Jer 37:18, 21
Jer. 32:3Jer 34:2, 3; 37:8, 17
Jer. 32:42Kon 25:6, 7; Jer 38:17, 18; 39:5; Esk 12:13
Jer. 32:5Jer 21:4; Esk 17:15
Jer. 32:7Jós 21:8, 18; Jer 1:1
Jer. 32:73Mó 25:23, 24
Jer. 32:91Mó 23:16
Jer. 32:10Jer 32:44
Jer. 32:10Rut 4:9
Jer. 32:12Jer 36:4, 26
Jer. 32:12Jer 51:59
Jer. 32:12Jer 33:1
Jer. 32:15Am 9:14; Sak 3:10
Jer. 32:17Jes 40:26; Op 4:11
Jer. 32:182Mó 34:6, 7; 4Mó 14:18
Jer. 32:19Jes 28:29
Jer. 32:19Okv 15:3; Heb 4:13
Jer. 32:19Pré 12:14; Jer 17:10; Róm 2:6
Jer. 32:202Mó 7:3, 5; 9:15, 16; 5Mó 4:34; 2Sa 7:23; Jes 63:12
Jer. 32:212Mó 6:1, 6; 15:16; 5Mó 26:8
Jer. 32:221Mó 13:14, 15; 26:3
Jer. 32:222Mó 3:8
Jer. 32:235Mó 28:15; Jós 23:16
Jer. 32:245Mó 28:52; 2Kon 25:1; Jer 33:4; Esk 4:1, 2
Jer. 32:243Mó 26:31, 33
Jer. 32:24Jer 14:12; 15:2
Jer. 32:282Kon 25:4; Jer 20:5
Jer. 32:292Kon 25:9, 10; 2Kr 36:17, 19; Hlj 4:11
Jer. 32:29Jer 7:18; 19:13; 44:25
Jer. 32:305Mó 9:7; 2Kon 17:9
Jer. 32:311Kon 11:7; 2Kon 21:1, 4
Jer. 32:312Kon 23:27; 24:3, 4
Jer. 32:321Kon 11:9, 10; 2Kon 23:26; 1Kr 10:13
Jer. 32:32Esk 22:6
Jer. 32:32Mík 3:5, 11
Jer. 32:332Kr 29:6; Jer 2:27
Jer. 32:33Jer 25:3; 35:15
Jer. 32:342Kon 21:1, 4; Jer 23:11; Esk 8:5, 6
Jer. 32:35Jós 15:8, 12
Jer. 32:352Kr 28:1, 3; 33:1, 6; Jer 7:31
Jer. 32:353Mó 18:21; 5Mó 18:10, 12
Jer. 32:375Mó 30:3; Jer 29:14; Esk 37:21
Jer. 32:37Jer 23:3, 6; 33:16; Esk 34:25
Jer. 32:38Jer 31:33; Mík 4:5
Jer. 32:39Esk 11:19
Jer. 32:395Mó 5:29
Jer. 32:40Jes 55:3; 61:8
Jer. 32:40Esk 39:29
Jer. 32:40Esk 36:26
Jer. 32:41Jes 65:19; Sef 3:17
Jer. 32:41Jes 58:11; Jer 24:6; Am 9:15
Jer. 32:42Jer 31:28; Sak 8:14, 15
Jer. 32:43Esk 37:14
Jer. 32:44Jer 32:10, 25
Jer. 32:44Jer 31:23
Jer. 32:44Jer 17:26; 33:13
Jer. 32:44Sl 126:1
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 32:1–44

Jeremía

32 Orðið sem kom til Jeremía frá Jehóva á 10. stjórnarári Sedekía Júdakonungs, en það var 18. stjórnarár Nebúkadnesars.*+ 2 Á þeim tíma sátu hersveitir Babýlonarkonungs um Jerúsalem og Jeremía spámaður var í haldi í Varðgarðinum+ í höll* Júdakonungs. 3 Sedekía Júdakonungur hafði hneppt hann í varðhald+ og sagt: „Hvers vegna spáirðu á þennan hátt? Þú segir: ‚Þetta segir Jehóva: „Ég gef þessa borg í hendur Babýlonarkonungs og hann skal hernema hana+ 4 og Sedekía Júdakonungur sleppur ekki undan Kaldeum. Hann verður gefinn í hendur Babýlonarkonungs og mun tala við hann munni til munns og sjá hann augliti til auglitis.“‘+ 5 ‚Hann flytur Sedekía til Babýlonar þar sem hann verður þar til ég beini sjónum mínum að honum,‘ segir Jehóva. ‚Þótt þið berjist við Kaldea tekst ykkur ekki að sigra.‘“+

6 Jeremía sagði: „Orð Jehóva kom til mín: 7 ‚Hanamel, sonur Sallúms föðurbróður þíns, mun koma til þín og segja: „Kauptu jörðina mína í Anatót+ því að þú átt réttinn á að leysa hana til þín.“‘“+

8 Hanamel, sonur föðurbróður míns, kom til mín eins og Jehóva hafði sagt. Hann kom í Varðgarðinn og sagði við mig: „Kauptu jörðina mína í Anatót í Benjamínslandi því að þú átt réttinn á að eignast hana og leysa hana til þín. Kauptu hana.“ Þá vissi ég að þetta var orð frá Jehóva.

9 Þess vegna keypti ég jörðina í Anatót af Hanamel, syni föðurbróður míns. Ég vó peningana+ og greiddi honum sjö sikla* og tíu silfurpeninga. 10 Síðan skrifaði ég kaupsamning,+ innsiglaði hann, kallaði til votta+ og vó peningana á voginni. 11 Því næst tók ég kaupsamninginn, bæði þann sem var innsiglaður í samræmi við lög og reglur og hinn sem var ekki innsiglaður, 12 og rétti hann Barúk,+ syni Nería+ Mahasejasonar, í viðurvist Hanamels, sonar föðurbróður míns, vottanna sem undirrituðu samninginn og allra Gyðinganna sem sátu í Varðgarðinum.+

13 Ég gaf Barúk þessi fyrirmæli í viðurvist þeirra: 14 „Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Taktu við þessum kaupsamningi, bæði innsiglaða eintakinu og því óinnsiglaða, og settu þau í leirker svo að þau varðveitist lengi,‘ 15 því að Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Menn munu aftur kaupa hús, jarðir og víngarða í þessu landi.‘“+

16 Eftir að ég hafði afhent Barúk Neríasyni kaupsamninginn bað ég til Jehóva: 17 „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva! Þú skapaðir himin og jörð með þínum mikla mætti+ og útréttum handlegg. Ekkert er þér ofviða. 18 Þú sýnir þúsundum tryggan kærleika en lætur synina gjalda fyrir syndir feðranna.*+ Þú ert hinn sanni Guð, hinn mikli og voldugi, sem berð nafnið Jehóva hersveitanna. 19 Þú hefur stórfengleg áform* og ert máttugur í verkum þínum.+ Augu þín fylgjast með öllum vegum mannanna+ til að launa hverjum og einum eftir hegðun hans og verkum.+ 20 Þú gerðir tákn og kraftaverk í Egyptalandi sem fólk þekkir enn í dag. Þannig gerðirðu nafn þitt frægt í Ísrael og meðal allra manna,+ eins og það er nú í dag. 21 Og þú leiddir þjóð þína, Ísrael, út úr Egyptalandi með táknum og kraftaverkum og með máttugri hendi, útréttum handlegg og ógnvekjandi verkum.+

22 Seinna gafstu þeim þetta land sem þú sórst að gefa forfeðrum þeirra,+ land sem flýtur í mjólk og hunangi.+ 23 Þeir komu og lögðu það undir sig. En þeir hlýddu þér ekki og fylgdu ekki lögum þínum. Þeir gerðu ekkert af því sem þú fyrirskipaðir þeim og þess vegna leiddirðu yfir þá allar þessar hörmungar.+ 24 Nú eru Kaldear komnir hingað með umsátursvirki sín til að ná borginni á sitt vald.+ Sverð,+ hungursneyð og drepsótt*+ verður til þess að borgin fellur í hendur Kaldea sem herja á hana. Allt sem þú sagðir fyrir er komið fram eins og þú sérð. 25 En þú, alvaldur Drottinn Jehóva, sagðir við mig: ‚Kauptu þér jörð fyrir fé og kallaðu til votta,‘ þótt borgin falli í hendur Kaldea.“

26 Þá kom orð Jehóva til Jeremía: 27 „Ég er Jehóva, Guð alls mannkyns.* Er mér eitthvað ofviða? 28 Þess vegna segir Jehóva: ‚Ég gef þessa borg í hendur Kaldea og Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs og hann mun ná henni á sitt vald.+ 29 Kaldear, sem herja á borgina, munu ryðjast inn í hana, kveikja í henni og brenna hana til grunna+ ásamt húsunum þar sem Baal voru færðar fórnir á þökunum og þar sem öðrum guðum voru færðar drykkjarfórnir til að misbjóða mér.‘+

30 ‚Allt frá æsku hafa Ísraelsmenn og Júdamenn einungis gert það sem er illt í mínum augum.+ Ísraelsmenn misbjóða mér ítrekað með verkum sínum,‘ segir Jehóva. 31 ‚Þessi borg hefur ekki gert annað en að vekja reiði mína og heift frá þeim degi sem hún var reist og fram á þennan dag.+ Ég verð að fjarlægja hana úr augsýn minni+ 32 vegna allra þeirra illskuverka sem Ísraelsmenn og Júdamenn hafa framið til að misbjóða mér – þeir, konungar þeirra,+ höfðingjar,+ prestar og spámenn,+ Júdamenn og Jerúsalembúar. 33 Þeir sneru við mér bakinu, ekki andlitinu.+ Ég reyndi margsinnis að kenna þeim* en enginn þeirra vildi hlusta né taka aga.+ 34 Þeir komu viðbjóðslegum skurðgoðum sínum fyrir í húsinu sem er kennt við nafn mitt og vanhelguðu það.+ 35 Þeir reistu líka Baalsfórnarhæðir í Hinnomssonardal*+ til að fórna sonum sínum og dætrum í eldi* fyrir Mólek.+ Ég hafði ekki sagt þeim að gera það+ og það hvarflaði aldrei að mér að þeir skyldu fremja slíkan viðbjóð og fá Júda til að syndga.‘

36 Þess vegna segir Jehóva Guð Ísraels um þessa borg sem þið segið að verði gefin í hendur Babýlonarkonungs með sverði, hungursneyð og drepsótt: 37 ‚Ég safna þeim saman frá öllum þeim löndum sem ég tvístraði þeim til í reiði minni, heift og mikilli bræði.+ Ég flyt þá aftur hingað og læt þá búa við öryggi.+ 38 Þeir verða fólk mitt og ég verð Guð þeirra.+ 39 Ég gef þeim eitt hjarta+ og einn veg svo að þeir óttist mig ávallt, þeim sjálfum til góðs og börnum þeirra eftir þá.+ 40 Ég geri við þá eilífan sáttmála+ um að ég hætti aldrei að gera þeim gott.+ Ég legg ótta við mig í hjörtu þeirra svo að þeir snúi ekki frá mér.+ 41 Ég gleðst yfir þeim og geri þeim gott+ og gróðurset þá í þessu landi+ af öllu hjarta og allri sál.‘“*

42 „Jehóva segir: ‚Eins og ég leiddi allar þessar miklu hörmungar yfir þessa þjóð mun ég líka leiða yfir hana allt það góða sem ég lofa henni.+ 43 Í þessu landi verða aftur keyptar jarðir+ þótt þið segið: „Það er auðn þar sem hvorki búa menn né skepnur. Það er fallið í hendur Kaldea.“‘

44 ‚Jarðir verða keyptar fyrir fé, kaupsamningar gerðir og innsiglaðir og vottar kallaðir til í Benjamínslandi,+ í nágrenni Jerúsalem, í borgum Júda,+ í borgunum í fjalllendinu og á láglendinu+ og í borgunum í suðri því að ég læt útlagana snúa aftur heim,‘+ segir Jehóva.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila