Hvað segi ég?
Þegar við hittum í boðunarstarfinu fólk sem bregst vel við boðskapnum langar okkur til að hitta það aftur til að gefa meiri vitnisburð. Hins vegar má vera að við séum óviss um hvað við ættum að segja til þess að koma næstu samræðum af stað. Þú gætir reynt þessa aðferð: Berðu upp áhugaverða spurningu og notaðu síðan Rökræðubókina til að sýna hið biblíulega svar. Gagnlegt væri að hafa spurningalista þaðan sem þú gætir valið þá spurningu sem þér finnst að gæti gefið besta raun í þeirri heimsókn sem til stendur. Listinn hér að neðan, sem unninn er upp úr Rökræðubókinni, sýnir blaðsíðutöluna (í ensku útgáfunni) þar sem hvert svar er að finna:
◼ Hvers vegna hrörnum við og deyjum? (98)
◼ Eru góðar og gildar ástæður fyrir því að trúa á Guð? (145)
◼ Lætur Guð sig virkilega einhverju skipta hvað kemur fyrir okkur mennina? (147)
◼ Verður maður að fara til himna til þess að hamingjurík framtíð blasi við? (163)
◼ Hvers vegna er mikilvægt að þekkja og nota einkanafn Guðs? (196)
◼ Hverju kemur Guðsríki til leiðar? (227)
◼ Hver er tilgangur mannlífsins? (243)
◼ Hvers vegna eru trúarbrögðin svona mörg? (322)
◼ Hvernig er hægt að vita hvaða trú er sú rétta? (328)
◼ Hversu voldugt afl er Satan í heimi nútímans? (364)
◼ Hvers vegna leyfir Guð þjáningar? (393)
◼ Hvers vegna er illskan svona mikil í heiminum? (427)
Þú gætir sett slíkan spurningarlista í biblíuna þína eða Rökræðubókina til að geta gripið til hans. Ef þú hefur eitthvað ákveðið í huga til að segja í endurheimsóknum hvetur það þig til að fylgja af trúfesti áhuganum eftir í hvert sinn sem þú finnur hann hjá fólki.