Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.99 bls. 7
  • Guðveldisskólinn árið 2000

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guðveldisskólinn árið 2000
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Guðveldisskólinn árið 2001
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Guðveldisskólinn árið 1998
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Guðveldisskólinn árið 2002
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 12.99 bls. 7

Guðveldisskólinn árið 2000

1 Guðveldisskólinn hefur reynst fólki Jehóva mikil blessun. Síðastliðin 50 ár hefur hann þjálfað milljónir manna í opinberri ræðumennsku og biblíukennslu. (Sálm. 145:10-12; Matt. 28:19, 20) Kemurðu auga á hvernig skólinn hefur hjálpað þér? Hann heldur áfram að gera það allt næsta ár ef þú tekur fullan þátt í honum og tekur til þín ráðleggingarnar sem gefnar eru.

2 Leiðbeiningar um verkefni og námsrit, sem notuð verða, er að finna á fremstu síðu námsskrár skólans fyrir árið 2000. Þar er rætt um hve langur tími er ætlaður hverri ræðu, meðhöndlun og sviðsetningu efnisins, og ýmislegt fleira. Taktu þér tíma til að lesa leiðbeiningarnar vandlega og fylgdu þeim.

3 Vikulegi biblíulesturinn: Tvær biblíulestraráætlanir eru í námsskránni. Önnur er sú hefðbundna og miðast við fimm blaðsíðna lestur í Biblíunni á viku. Höfuðþættir biblíulesefnisins byggjast á henni. Hin er viðbótarlestraráætlun og fer yfir tvöfalt meira efni. Sé henni fylgt geturðu lesið alla Biblíuna á þrem árum. Sumir vilja kannski lesa meira en viðbótaráætlunin gerir ráð fyrir og aðrir ráða kannski ekki við að lesa svo mikið. Vertu ánægður með það sem þú getur áorkað, frekar en að bera þig saman við aðra. (Gal. 6:4) Það sem mestu skiptir er að lesa orð Guðs daglega. — Sálm. 1:1-3.

4 Gefðu þig fram við skólahirðinn ef þig langar til að skrá þig í Guðveldisskólann. Taktu verkefni þín alvarlega og boðaðu ekki forföll að óþörfu. Líttu á skólann sem ráðstöfun frá Jehóva. Undirbúðu þig vel, kynntu þér vel það efni sem þér er úthlutað og talaðu frá hjartanu. Þá mun þessi einstæði skóli gagnast þér til fulls.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila