Ávöxtur anda Guðs
Hvað er ávöxtur anda Jehóva og hvers vegna þurfum við að vera auðmjúk ef við viljum fá heilagan anda?
Dæmi úr Biblíunni:
Sl 143:1, 4–11 – Davíð konungur er í mikilli neyð. Hann hugleiðir allt sem Jehóva hefur gert og biður um heilagan anda.
Lúk 11:9–13 – Jesús notar dæmisögu til að minna okkur á hversu fús Jehóva er til að veita okkur anda sinn ef við biðjum um hann.