-
4. Mósebók 21:23, 24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
23 En Síhon leyfði ekki Ísrael að fara um yfirráðasvæði sitt heldur kallaði saman allan her sinn og hélt gegn Ísrael í óbyggðunum. Þegar hann kom til Jahas réðst hann gegn Ísrael.+ 24 En Ísrael sigraði hann með sverði+ og lagði undir sig land hans+ frá Arnon+ til Jabbok+ allt til Ammóníta en Jaser+ er á landamærum Ammóns.+
-
-
Jósúabók 12:1, 2Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Þetta eru konungar landsins sem Ísraelsmenn unnu, landsins sem þeir tóku til eignar austan megin við Jórdan og náði frá Arnondal+ að Hermonfjalli+ og yfir allan austurhluta Araba:+ 2 Síhon+ konungur Amoríta sem bjó í Hesbon og réð yfir Aróer+ á brún Arnondals. Allt svæðið frá miðjum Arnondal+ að Jabbokdal, sem myndar landamæri Ammóníta, tilheyrði honum, það er að segja hálft Gíleað.
-