Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Konungabók 8:25
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 25 Jehóva Guð Ísraels, efndu nú líka loforðið sem þú gafst þjóni þínum, Davíð föður mínum, þegar þú sagðir: ‚Einn af afkomendum þínum mun alltaf sitja frammi fyrir mér í hásæti Ísraels svo framarlega sem synir þínir gæta að hegðun sinni og þjóna mér í trúfesti eins og þú hefur gert.‘+

  • Sálmur 89:3, 4
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  3 „Ég hef gert sáttmála við minn útvalda,+

      ég hef svarið Davíð þjóni mínum:+

       4 ‚Ég læt afkomendur þína standa+ að eilífu

      og geri hásæti þitt óhagganlegt um ókomnar kynslóðir.‘“+ (Sela)

  • Sálmur 89:20
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 20 Ég hef fundið Davíð þjón minn+

      og smurt hann með heilagri olíu minni.+

  • Sálmur 89:36
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 36 Ætt* hans mun standa að eilífu,+

      hásæti hans eins og sólin frammi fyrir mér.+

  • Jesaja 9:7
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    •  7 Vald* hans mun sífellt vaxa

      og friðurinn tekur engan enda,+

      friðurinn sem hvílir yfir hásæti Davíðs+ og ríki hans.

      Það verður grundvallað+ og eflt

      með réttvísi+ og réttlæti+

      héðan í frá og að eilífu.

      Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur því til leiðar.

  • Jeremía 33:20, 21
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 20 „Jehóva segir: ‚Ef þið gætuð rofið sáttmála minn við daginn og sáttmála minn við nóttina svo að dagur og nótt kæmu ekki á réttum tíma,+ 21 aðeins þá væri hægt að rjúfa sáttmála minn við Davíð þjón minn+ svo að enginn af sonum hans ríkti sem konungur í hásæti hans.+ Hið sama má segja um sáttmála minn við Levítaprestana, þjóna mína.+

  • Matteus 9:27
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 27 Þegar Jesús fór þaðan eltu hann tveir blindir menn+ og kölluðu: „Miskunnaðu okkur, sonur Davíðs!“

  • Lúkas 1:69
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 69 Hann hefur reist okkur horn frelsunar*+ af ætt Davíðs þjóns síns+

  • Postulasagan 2:30, 31
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 30 Hann var spámaður og vissi að Guð hafði svarið honum eið að því að setja afkomanda hans í hásæti hans.+ 31 Þess vegna sá hann fyrir og talaði um upprisu Krists, að hann yrði hvorki skilinn eftir í gröfinni* né að hold hans yrði rotnun að bráð.+

  • Postulasagan 13:22, 23
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 22 Þegar Guð hafði sett hann af gerði hann Davíð að konungi yfir þeim.+ Hann vitnaði um hann og sagði: ‚Ég hef fundið Davíð Ísaíson,+ mann eftir mínu hjarta,+ og hann mun gera allt sem ég vil að hann geri.‘ 23 Af afkomendum þessa manns hefur Guð gefið Ísrael frelsara, Jesú, eins og hann lofaði.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila