Sálmur
Uppgönguljóð.
132 Jehóva, mundu eftir Davíð
og öllum þjáningum hans,+
2 hvernig hann sór Jehóva eið
og hét Hinum volduga Jakobs:+
3 „Ég fer ekki inn í tjald mitt, í hús mitt,+
ég leggst ekki til hvíldar, í rúm mitt,
4 ég unni ekki augum mínum svefns
né augnlokum mínum að blunda
5 fyrr en ég finn stað handa Jehóva,
9 Prestar þínir klæðist réttlætinu
og þínir trúföstu hrópi af gleði.
10 Hafnaðu ekki þínum smurða,
vegna Davíðs þjóns þíns.+
11 Jehóva hefur svarið Davíð
og hann gengur ekki á bak orða sinna:
„Afkomanda þinn* set ég í hásæti þitt.+
12 Ef synir þínir halda sáttmála minn
og áminningar sem ég kenni þeim+
skulu synir þeirra líka
sitja í hásæti þínu að eilífu.“+
14 „Þetta er hvíldarstaður minn að eilífu,
hér mun ég búa,+ það þrái ég.
15 Ég mun blessa borgina með matarbirgðum
og metta fátæklinga hennar með brauði.+
18 Ég klæði óvini hans skömm
en kórónan á höfði hans mun ljóma.“+