Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g95 8.4. bls. 27-28
  • Þegar meira þarf til

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar meira þarf til
  • Vaknið! – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Framtíðin
  • Að annast erfitt barn
    Vaknið! – 1995
  • Kenndu barninu frá unga aldri
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Að vernda börnin
    Vaknið! – 2007
  • Kennið börnunum að elska Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Vaknið! – 1995
g95 8.4. bls. 27-28

Þegar meira þarf til

ENDA þótt margar af tillögunum í greinunum á undan geti komið að góðu gagni er stundum þörf fyrir meiri hjálp við sérstakar aðstæður. Rannsóknir á ákveðnum tilfellum hafa til dæmis sýnt að sum börn eru ekki bara hvatvís heldur líka stórhættuleg. Jafnvel þótt þessi börn njóti umönnunar ástríkrar fjölskyldu birtist skaðleg hegðun þeirra í því að þau brjóta hluti, æpa að fólki, kveikja elda, skjóta og stinga (ef þau koma höndum á byssur og hnífa) og misþyrma dýrum, öðru fólki eða sjálfum sér ef þeim býður svo við að horfa. Í stuttu máli eru þau ímynd algerrar óreiðu.

Hvort foreldrar leita læknishjálpar eða ekki til að veita barni sínu sem besta umönnun er einkamál þeirra. Foreldrar verða að meta í hverju einstöku tilviki hvernig þeir mæta einstaklingsbundnum þörfum barnsins með hið hughreystandi fyrirheit Orðskviðanna 22:6 í huga.

Lyfjameðferð er ein umdeildasta meðferðin um þessar mundir. Lyfið Ritalin, sem mest er notað, hefur skilað misgóðum árangri. Margir foreldrar hafa verið mjög ánægðir með framfarir barns síns meðan það tekur Ritalin eða önnur lyf sem tempra athafnasemi. En deilur eru uppi ekki aðeins um virkni slíkra lyfja heldur einnig um það hvort þeim sé ávísað úr hófi fram. Reyndar véfengja sumir læknar mjög gildi þeirra og halda til dæmis fram að margar skaðlegar aukaverkanir séu samfara langvarandi notkun Ritalins. Enn sem fyrr verður að leggja á það áherslu að margar fjölskyldur og læknar nefna fáar aukaverkanir og benda jafnframt á bætta hegðun og framfarir í námi. Athyglisvert er að margir fullorðnir, sem hafa greinst með einbeitingarveilu og eru á lyfjum, eru einnig ánægðir með árangurinn. Fólk þarf því að kynna sér málið vel og vandlega og vega það og meta áður en það tekur persónulega ákvörðun um notkun lyfja.

Til eru aðrir meðferðarmöguleikar fyrir þá sem hafa reynt lyf með lökum árangri. Margir hafa lesið um og skýrt frá góðum árangri af vítamín- og jurtalyfjameðferð eða samblandi af hvoru tveggja. Eins og áður greinir getur einbeitingarveila með eða án ofvirkni í sumum tilvikum stafað af lífefnafræðilegu ójafnvægi í heilanum sem meðferð af þessu tagi er talin geta bætt úr.

Auk þess má nefna önnur atriði sem sumir telja vera kveikju margra fylgikvilla einbeitingarveilu samhliða eða án ofvirkni. Dr. Doris Rapp segir í bók sinni Is This Your Child? að „sum börn séu haldin líkamlegum sjúkdómi og/eða séu með tilfinninga-, hegðunar- og námserfiðleika sem eru að hluta til eða mestu leyti tengdir ofnæmi eða umhverfi þeirra.“ Enn fremur geta viðbrögð sumra við sykri, litarefnum og aukaefnum hreinlega líkst fylgikvillum sjúkdómsins og haft í för með sér heiftarleg bræðisköst, skapsveiflur og svefnleysi.

Margir foreldrar hafa lært að tempra hegðun barna sinna, en námshæfni þeirra getur eftir sem áður skapað önnur vandamál. Sérstök aðstoð, svo sem einkakennsla, ráðgjöf, stuðningshópar og sérkennsla, getur hjálpað sumum. Þar eð þessi börn virðast njóta sín best í fámenni hafa læknar stundum ráðlagt foreldrum að kenna þeim heima og sumir hafa náð góðum árangri með því.

Þá má ekki gleyma hinum mörgu nýju kennsluaðferðum sem komið hafa fram þar sem áhersla er lögð á að taka tillit til ólíks persónuleika barna. Má þar nefna til dæmis verkefni dr. Mels Levines sem nefnt er Schools Attuned. Aðferð dr. Levines felst í því að sníða kennsluna að þörfum hvers einstaks barns. Hvar sem þessi kennsluaðferð hefur verið tekin upp í Bandaríkjunum virðist hún hafa skilað góðum árangri.

Framtíðin

Líkja mætti barnauppeldi við það að kaupa sér nýtt húsnæði. Hvort tveggja kostar ævilanga fjárfestingu; en aðstæðna vegna getur væntanlegur kaupandi neyðst til að sætta sig við eitthvað lakara en hann helst kysi. Eins eru ófullkomnir foreldrar að ala upp ófullkomin börn í heimi Satans og neyðast þar af leiðandi til að sætta sig við eitthvað lakara en það albesta. Hið nýkeypta húsnæði getur að einhverju leyti verið óvenjulegt eða óheppilegt, en með vinnu og dálitlu hugarflugi er hægt að bæta úr því næstum að fullu. Jafnvel það sem virðist lakast við gerð hússins getur með tímanum orðið eitthvað það skemmtilegasta við það.

Ef foreldrar laga sig að einstaklingsbundnum þörfum hins óvenjulega barns getur það á sama hátt orðið yndislegur hluti af lífi þeirra. Meta þarf hvert barn eftir eigin verðleikum. Einbeittu þér því að góðum eiginleikum þess. Í stað þess að bæla börnin niður skaltu örva auðugt hugmyndaflug hvers fyrir sig og hafa hugfast að barnið verðskuldar reisn og ást — og er dýrmæt gjöf frá Jehóva Guði. — Sálmur 127:3-5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila