Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es22 bls. 26-36
  • Mars

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Mars
  • Rannsökum Ritningarnar daglega – 2022
  • Millifyrirsagnir
  • Þriðjudagur 1. mars
  • Miðvikudagur 2. mars
  • Fimmtudagur 3. mars
  • Föstudagur 4. mars
  • Laugardagur 5. mars
  • Sunnudagur 6. mars
  • Mánudagur 7. mars
  • Þriðjudagur 8. mars
  • Miðvikudagur 9. mars
  • Fimmtudagur 10. mars
  • Föstudagur 11. mars
  • Laugardagur 12. mars
  • Sunnudagur 13. mars
  • Mánudagur 14. mars
  • Þriðjudagur 15. mars
  • Miðvikudagur 16. mars
  • Fimmtudagur 17. mars
  • Föstudagur 18. mars
  • Laugardagur 19. mars
  • Sunnudagur 20. mars
  • Mánudagur 21. mars
  • Þriðjudagur 22. mars
  • Miðvikudagur 23. mars
  • Fimmtudagur 24. mars
  • Föstudagur 25. mars
  • Laugardagur 26. mars
  • Sunnudagur 27. mars
  • Mánudagur 28. mars
  • Þriðjudagur 29. mars
  • Miðvikudagur 30. mars
  • Fimmtudagur 31. mars
Rannsökum Ritningarnar daglega – 2022
es22 bls. 26-36

Mars

Þriðjudagur 1. mars

„Þið eruð hamingjusöm þegar menn hata ykkur.“ – Lúk. 6:22.

Við kjósum ekki að vera hötuð. Við erum ekki að reyna að vera píslarvottar. Hvernig getum við þá verið glöð þegar við erum hötuð? Í fyrsta lagi öðlumst við velþóknun Guðs þegar við sýnum þolgæði. (1. Pét. 4:13, 14) Í öðru lagi styrkist trú okkar og verður verðmætari. (1. Pét. 1:7) Og í þriðja lagi fáum við stórkostlega umbun – eilíft líf. (Rómv. 2:6, 7) Stuttu eftir að Jesús var reistur upp fundu postularnir fyrir gleðinni sem hann talaði um. Þeir voru glaðir eftir að hafa verið hýddir og þeim skipað að hætta að boða trúna. Hvers vegna? Vegna þess að þeir töldust þess „verðir að vera vanvirtir vegna nafns [Jesú]“. (Post. 5:40–42) Kærleikurinn til herra þeirra var sterkari en óttinn við hatur óvina þeirra. Og þeir sýndu kærleika sinn í verki með því að boða fagnaðarboðskapinn sleitulaust. Mörg trúsystkina okkar nú á dögum halda áfram að þjóna Jehóva trúfastlega þrátt fyrir erfiðleika. Þau vita að Jehóva gleymir ekki verki þeirra og kærleikanum sem þau sýna nafni hans. w21.03 25 gr. 18, 19

Miðvikudagur 2. mars

„Jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra.“ – Préd. 3:11.

Himneska vonin er ekki meðfædd. Jehóva hefur gefið hana andasmurðum kristnum mönnum. Þeir hugsa um von sína, gera hana að bænarefni og hlakka til að hljóta laun sín á himnum. Þeir vita ekki hvernig andlegir líkamar þeirra verða. (Fil. 3:20, 21; 1. Jóh. 3:2) En þeir bíða með eftirvæntingu eftir að taka sæti í himneska ríkinu. Aðrir sauðir hlakka til að lifa að eilífu á jörðinni, en sú von er mönnum eðlislæg. Þeir líta fram til þess dags þegar þeir geta tekið þátt í að breyta allri jörðinni í paradís. Þeir þrá að byggja sér hús, rækta garða og ala upp börn sín við fullkomna heilsu. (Jes. 65:21–23) Þeir hlakka til að ferðast um jörðina og skoða fjöllin, skógana og hafið, og rannsaka allt það sem Jehóva hefur skapað. En það sem veitir þeim mestu gleðina er að vita að vinátta þeirra við Jehóva mun verða sífellt nánari. w21.01 18–19 gr. 17, 18

Fimmtudagur 3. mars

Kaldear brenndu hús Guðs og skemmdu allt verðmætt. – 2. Kron. 36:19.

Þegar Babýloníumenn höfðu lagt landið í eyði gat fólk ekki annað en sagt: „Það er eyðimörk án fólks og fénaðar, seld Kaldeum í hendur.“ (Jer. 32:43) Um 200 árum eftir að Jóel skráði spádóm sinn fól Jehóva Jeremía að gefa fleiri upplýsingar um árásina. Jehóva sagði að Ísraelsmenn sem lögðu stund á vonskuverk yrðu leitaðir uppi og að enginn kæmist undan. „Ég sendi menn eftir mörgum fiskimönnum, segir Drottinn, þeir eiga að veiða þá. Því næst sendi ég eftir mörgum veiðimönnum. Þeir eiga að veiða þá á hverju fjalli og á hverri hæð og í klettaskorunum ... ég [mun] gjalda þeim tvöfalt fyrir sekt þeirra og synd.“ Iðrunarlausir Ísraelsmenn myndu hvergi finna skjól fyrir innrásarher Babýloníumanna, hvorki úti á hafi né í skógi. – Jer. 16:16, 18. w20.04 5 gr. 12, 13

Föstudagur 4. mars

„Lot fór hægt að öllu.“ – 1. Mós. 19:16.

Á tvísýnum tíma í lífi sínu var Lot tregur til að fylgja leiðsögn Jehóva. Við gætum álitið að Lot væri kærulaus eða jafnvel óhlýðinn. En Jehóva gafst ekki upp á honum. Hann bar umhyggju fyrir honum. Englarnir tóku því í hönd hans, konu hans og dætra og leiddu þau út úr borginni. (1. Mós. 19:15, 16) Kannski voru ýmsar ástæður fyrir því að Jehóva hafði samkennd með Lot. Hann var ef til vill tregur til að yfirgefa heimili sitt vegna þess að hann óttaðist fólkið sem bjó fyrir utan borgina. Það voru líka aðrar hættur. Hann vissi líklega um jarðbiksgryfjurnar í nálægum dal sem tveir konungar höfðu fallið ofan í. (1. Mós. 14:8–12) Lot var eiginmaður og faðir og hlýtur að hafa haft áhyggjur af fjölskyldu sinni. Hann var auk þess efnaður og hefur því hugsanlega átt fallegt hús í Sódómu. (1. Mós. 13:5, 6) Auðvitað afsakaði ekkert af þessu að Lot hlýddi ekki Jehóva strax. En Jehóva einblíndi ekki á mistök Lots. Hann áleit hann ,réttlátan mann‘. – 2. Pét. 2:7, 8. w20.04 18 gr. 13, 14

Laugardagur 5. mars

Ungmennin koma til þín eins og daggardropar. – Sálm. 110:3, NW.

Þið ungu bræður, það getur tekið tíma fyrir þá sem hafa þekkt ykkur sem börn að fara að líta á ykkur sem fullorðna einstaklinga. En þið getið verið vissir um að Jehóva horfir ekki bara á hið ytra. Hann þekkir ykkur og veit hvað þið eruð færir um. (1. Sam. 16:7) Styrktu samband þitt við Guð. Davíð gerði það með því að virða vandlega fyrir sér sköpunarverk Jehóva. Hann hugleiddi hvað sköpunarverkið segði um skaparann. (Sálm. 8:4, 5; 139:14; Rómv. 1:20) Annað sem þú getur gert er að leita til Jehóva til að fá styrk. Hæðast sumir skólafélagar að þér vegna þess að þú ert vottur Jehóva? Þá skaltu biðja Jehóva að hjálpa þér að takast á við það. Og farðu eftir þeim gagnlegu ráðum sem eru í orði hans og biblíutengdum ritum og myndböndum. Í hvert skipti sem þú finnur að Jehóva hjálpar þér að takast á við erfiðleika styrkist traust þitt til hans. Og þegar aðrir sjá að þú setur traust þitt á hann öðlastu þeirra traust líka. w21.03 4 gr. 7

Sunnudagur 6. mars

Bæn réttsýnna er Drottni þóknanleg. – Orðskv. 15:8.

Nánir vinir hafa yndi af að ræða hugsanir sínar og tilfinningar. Á það líka við um vináttu okkar við Jehóva? Já! Hann talar við okkur í orði sínu og þar tjáir hann okkur hugsanir sínar og tilfinningar. Við tölum við hann í bæn og getum sagt honum frá innstu hugsunum okkar og tilfinningum. Hann er kærleiksríkur vinur og hlustar ekki aðeins á bænir okkar heldur svarar þeim líka. Stundum svarar hann okkur fljótt. Og stundum þurfum við að halda áfram að biðja um tiltekið mál. En við getum verið sannfærð um að svarið kemur á réttum tíma og á sem bestan hátt. Svar Guðs getur auðvitað verið ólíkt því sem við búumst við. Í stað þess að fjarlægja prófraun má vera að hann gefi okkur visku og styrk til að ,standast hana‘. (1. Kor. 10:13) Hvernig getum við sýnt að við erum þakklát fyrir þá ómetanlegu gjöf sem bænin er? Ein leið er að fara eftir hvatningu Jehóva um að ,biðja stöðugt‘. – 1. Þess. 5:17. w20.05 27–28 gr. 7, 8

Mánudagur 7. mars

„Sá sem er þolgóður allt til enda mun bjargast.“ – Matt. 24:13.

Keppendur í langhlaupi horfa á veginn fyrir framan sig til að hrasa ekki. Ef þeir detta standa þeir á fætur aftur og halda áfram að hlaupa. Þeir einbeita sér ekki fyrst og fremst að því sem varð til þess að þeir hrösuðu heldur að endamarkinu og verðlaununum sem þeir vonast til að vinna. Vera má að við hrösum oft í orðum eða verkum í hlaupinu sem við tökum þátt í. Og þeir sem hlaupa með okkur geta gert mistök sem særa okkur. Það ætti ekki að koma okkur á óvart. Við erum öll ófullkomin og hlaupum öll eftir sama mjóa veginum til lífsins. Við komumst þess vegna ekki hjá því að „rekast utan í“ hvert annað af og til og vekja „ástæðu til að kvarta“. (Kól. 3:13) En við skulum einbeita okkur að laununum fram undan í stað þess að einbeita okkur að því sem varð til þess að við hrösuðum og halda áfram að hlaupa. Ef við verðum reið og bitur og neitum að standa á fætur aftur náum við ekki endamarkinu og hljótum ekki launin. Auk þess er líklegt að við verðum hindrun fyrir aðra sem eru að reyna að hlaupa eftir mjóa veginum til lífsins. w20.04 26 gr. 1; 28 gr. 8, 9

Þriðjudagur 8. mars

Ríkið mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu. – Dan. 2:44.

Daníel spámaður lýsir röð mannlegra stjórna sem hafa haft áhrif á þjóna Guðs. Þeim er lýst sem hlutum af risastóru líkneski úr mismunandi málmum. Síðustu stjórninni er lýst sem fótum líkneskisins, en þeir eru úr járni og leir. Fæturnir tákna ensk-ameríska heimsveldið. Spádómurinn gefur til kynna að það verði enn við lýði þegar ríki Guðs eyðir stjórnum manna. Jóhannes postuli lýsir einnig röð heimsvelda sem hafa haft áhrif á þjóna Jehóva. Jóhannes lýsir þessum stjórnum sem villidýri með sjö höfuð. Sjöunda höfuðið táknar ensk-ameríska heimsveldið. Það er mikilvægt að vita þetta vegna þess að það eru ekki fleiri höfuð á villidýrinu. Sjöunda höfuðið verður enn við lýði þegar Kristur og himneskar hersveitir hans eyða því ásamt villidýrinu í heild. – Opinb. 13:1, 2; 17:13, 14. w20.05 14 gr. 11, 12

Miðvikudagur 9. mars

„Guð er kærleikur.“ – 1. Jóh. 4:8.

Þessi einfalda staðhæfing minnir okkur á einföld grundvallarsannindi: Guð, sem er uppspretta lífsins, er líka uppspretta kærleikans. Jehóva elskar okkur! Kærleikur hans hefur þau áhrif að okkur finnst við vera örugg, hamingjusöm og ánægð. Það er ekki valfrjálst fyrir kristna menn að sýna kærleika. Það eru bein fyrirmæli. (Matt. 22:37–40) Þegar við kynnumst Jehóva vel finnst okkur kannski auðvelt að fara eftir fyrra boðorðinu. Það er eðlilegt því að Jehóva er fullkominn. Hann er tillitssamur og mildur í samskiptum sínum við okkur. En við gætum átt erfitt með að fara eftir síðara boðorðinu. Hvers vegna? Vegna þess að bræður okkar og systur – sem eru náungar okkar og standa okkur hvað næst – eru ófullkomin. Þau geta stundum sagt eða gert eitthvað sem okkur finnst óvingjarnlegt eða tillitslaust. Jehóva vissi að við myndum eiga við þetta að etja svo að hann innblés sumum biblíuriturum að útskýra hvers vegna við eigum að sýna kærleika og hvernig við getum gert það. Jóhannes postuli var einn þessara biblíuritara. – 1. Jóh. 3:11, 12. w21.01 8 gr. 1, 2

Fimmtudagur 10. mars

Látum Satan ekki blekkja okkur. – 2. Kor. 2:11.

Hvort sem við erum nýlega byrjuð að þjóna Jehóva eða höfum gert það árum saman er gott að spyrja sig: Berst ég gegn tilraunum Satans til að gera hjarta mitt tvískipt? Hvað gerirðu til dæmis ef þú sérð mynd í sjónvarpinu eða á netinu sem gæti kveikt kynferðislegar langanir hjá þér? Það er hægðarleikur að telja sér trú um að myndin eða kvikmyndin sé ekki beinlínis klámfengin. En gæti hún verið tilraun af hálfu Satans til að gera hjarta þitt tvískipt? Þessi mynd gæti verið eins og lítill fleygur úr málmi sem maður notar til að kljúfa stóran trjádrumb. Hann byrjar á því að reka þunnan en beittan enda fleygsins inn í viðinn. Síðan rekur hann fleyginn á kaf og þá klofnar trjádrumburinn. Gæti vafasöm mynd í sjónvarpi eða á netinu verið eins og þunni endinn á fleygnum? Það sem fljótt á litið virðist lítið og saklaust getur fyrr en varir gert hjarta okkar tvískipt og leitt okkur út í alvarlega synd. Hleyptu engu óviðeigandi inn í hjarta þitt! Varðveittu það heilt og óskipt og óttastu nafn Jehóva. w20.06 11–12 gr. 14, 15

Föstudagur 11. mars

Berum veikleika þeirra sem eru óstyrkir í trúnni. – Rómv. 15:1.

Óvirkir þurfa markvissan stuðning okkar. Þeir gætu verið með tilfinningaleg ör eins og týndi sonurinn í dæmisögu Jesú. (Lúk. 15:17–24) Og þeir eru líklega veikir í trúnni vegna þess sem þeir hafa upplifað í heimi Satans. Við verðum að hjálpa þeim að styrkja trúna á Jehóva. Í líkingunni um týnda sauðinn lýsir Jesús því hvernig fjárhirðirinn leggur sauðinn á herðar sér og fer með hann aftur til hjarðarinnar. Fjárhirðirinn er nú þegar búinn að nota tíma og orku í að finna sauðinn. En hann gerir sér grein fyrir að hann þarf að halda á sauðnum til hjarðarinnar vegna þess að hann hefur ekki styrk til að snúa aftur sjálfur. (Lúk. 15:4, 5) Við gætum þurft að nota mikinn tíma og orku í að hjálpa óvirkum að sigrast á veikleikum sínum. En við getum hjálpað þeim að verða andlega sterkir aftur með hjálp anda Jehóva, orði hans og ritum safnaðarins. Ef þú ert beðinn um að aðstoða óvirkan við biblíunám ættirðu að taka fúslega við verkefninu ef þú hefur tök á því. w20.06 28 gr. 14, 15

Laugardagur 12. mars

„Allir munu vita að þið eruð lærisveinar mínir ef þið berið kærleika hver til annars.“ – Jóh. 13:35.

Við ættum öll að sýna þann kærleika sem einkennir sannkristna menn. En við þurfum líka að búa yfir „nákvæmri þekkingu og góðri dómgreind“. (Fil. 1:9) Að öðrum kosti gætum við orðið fyrir áhrifum af „hverjum kenningarvindi“ og mönnum sem „beita brögðum og blekkingum“, þar á meðal fráhvarfsmönnum. (Ef. 4:14) Þegar margir lærisveinar Jesú á fyrstu öld hættu að fylgja honum lét Pétur í ljós þá sannfæringu sína að Jesús hefði „orð eilífs lífs“. (Jóh. 6:67, 68) Þótt Pétur hafi ekki skilið til fulls allt sem Jesús kenndi var hann trúfastur vegna þess að hann var sannfærður um að Jesús væri sendur af Guði. Þú getur að sama skapi styrkt sannfæringu þína um að það sem Biblían kennir sé satt. Ef þú gerir það stenst trú þín hvaða prófraun sem er og þú hjálpar öðrum að byggja upp sterka trú. – 2. Jóh. 1, 2. w20.07 8 gr. 2; 13 gr. 18

Sunnudagur 13. mars

„Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika.“ – 1. Jóh. 3:18.

Til að hjálpa bræðrum okkar og systrum að halda sig við sannleikann verðum við að sýna samkennd. (1. Jóh. 3:10, 11, 16, 17) Við ættum ekki að elska hvert annað bara þegar vel gengur heldur líka þegar upp koma erfiðleikar. Veistu til dæmis um einhvern sem hefur misst ástvin í dauðann og þarf á huggun eða annarri hjálp að halda? Eða hefurðu heyrt af trúsystkinum sem hafa orðið illa úti vegna náttúruhamfara og þurfa aðstoð við að endurbyggja ríkissalinn sinn eða heimili? Það er ekki aðeins með því sem við segjum að við sýnum hversu djúpt kærleikur okkar og samkennd ristir heldur fyrst og fremst með því sem við gerum. Við líkjum eftir ástríkum föður okkar á himni þegar við sýnum hvert öðru kærleika. (1. Jóh. 4:7, 8) Mikilvæg leið til að sýna kærleika er að fyrirgefa hvert öðru. Einhver gæti til dæmis sært okkur en beðist síðan afsökunar. Við sýnum kærleika með því að fyrirgefa og láta málið vera úr sögunni. – Kól. 3:13. w20.07 24 gr. 14, 15

Mánudagur 14. mars

Guð mun reisa upp bæði réttláta og rangláta. – Post. 24:15.

Fær hver og einn sem fær upprisu sinn einkakennara líkt og þeir sem fá biblíukennslu nú á dögum? Verða þeir skipaðir í söfnuði þar sem þeir fá þjálfun í að kenna þeim sem verða reistir upp á eftir þeim? Það verður að koma í ljós. Við vitum hins vegar að í lok þúsundáraríkis Krists verður öll jörðin ,full af þekkingu á Jehóva‘. (Jes. 11:9) Þessi þúsund ár verða vissulega annasöm en ánægjuleg. Í þúsundáraríki Krists þurfa öll jarðnesk börn Jehóva að gera breytingar til að vera velþóknanleg í augum hans. Allir munu því geta sýnt skilning og samkennd þegar þeir hjálpa þeim sem fá upprisu að vinna bug á syndugum tilhneigingum sínum og lifa eftir meginreglum Jehóva. (1. Pét. 3:8) Þeir sem fá líf á ný munu án efa laðast að auðmjúku fólki Jehóva, sem mun sjálft vera að ,vinna að björgun sinni‘. – Fil. 2:12. w20.08 16 gr. 6, 7

Þriðjudagur 15. mars

„Hver og einn ætti að rannsaka eigin verk án þess að bera sig saman við aðra.“ – Gal. 6:4.

Ef við förum eftir innblásnum leiðbeiningum Páls postula og rannsökum eigin verk gætum við farið að átta okkur á að við búum yfir hæfileikum sem aðrir hafa ekki. Öldungur er kannski ekki mjög góður ræðumaður en honum gæti gengið mjög vel að gera fólk að lærisveinum. Eða kannski er hann ekki jafn vel skipulagður og einhverjir aðrir öldungar í söfnuði hans en er vingjarnlegur og kærleiksríkur og boðberum finnst gott að leita til hans til að fá leiðsögn byggða á Biblíunni. Eða hann gæti verið þekktur fyrir að vera gestrisinn. (Hebr. 13:2, 16) Þegar við gerum okkur grein fyrir eigin styrkleika og hæfileikum getum við verið ánægð með það sem við höfum fram að færa í söfnuðinum. Og við öfundum síður trúsystkini okkar sem hafa aðra hæfileika en við. Óháð því hvaða hlutverki við gegnum í söfnuðinum ætti okkur öll að langa til að bæta okkur í þjónustunni og rækta hæfileika okkar. w20.08 24 gr. 16–18

Miðvikudagur 16. mars

Ég sá mikinn múg, sem enginn maður gat talið. – Opinb. 7:9.

Tímamótaræða sem hét „Múgurinn mikli“ var flutt af Joseph F. Rutherford á móti í Washington D.C. í Bandaríkjunum árið 1935. Bróðir Rutherford útskýrði í ræðu sinni hverjir tilheyrðu ,múginum mikla‘ sem talað er um í Opinberunarbókinni 7:9. Fram að því héldu Biblíunemendurnir að þessi hópur færi til himna en væri lægra settur og ekki eins trúfastur og hinir andasmurðu. Bróðir Rutherford notaði Biblíuna til að útskýra að þeir sem tilheyrðu múginum mikla væru ekki valdir til að fara til himna heldur væru þeir aðrir sauðir Krists sem lifa af ,þrenginguna miklu‘ og lifa að eilífu á jörðinni. (Opinb. 7:14) Jesús gaf þetta loforð: „Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu fjárbyrgi. Ég þarf einnig að leiða þá og þeir munu heyra rödd mína. Það verður ein hjörð og einn hirðir.“ (Jóh. 10:16) Þessir ,aðrir sauðir‘ eru trúfastir vottar Jehóva sem eiga von um að lifa að eilífu í paradís á jörð. – Matt. 25:31–33, 46. w21.01 14 gr. 1, 2

Fimmtudagur 17. mars

„Allir munu hata ykkur vegna nafns míns en sá sem er þolgóður allt til enda bjargast.“ – Matt. 10:22.

Við þurfum að hafa sjálfsaga til að sýna þolgæði og klára verkefni okkar að boða trúna. (Matt. 28:19, 20) Við fáum sjálfsagann ekki í arf. Flest höfum við öllu heldur tilhneigingu til að vilja reyna sem minnst á okkur. Við þurfum að hafa stjórn á sjálfum okkur til að geta sýnt sjálfsaga. Við þurfum því þjálfun í að gera það sem okkur finnst erfitt. Jehóva hjálpar okkur til þess með heilögum anda sínum. (Gal. 5:22, 23) Páll postuli hafði sjálfsaga. En hann viðurkenndi að hann þyrfti að ,beita sig hörðu‘ til að gera það sem er rétt. (1. Kor. 9:25–27) Hann hvatti aðra til að sýna sjálfsaga og gera allt „á sómasamlegan og skipulegan hátt“. (1. Kor. 14:40) Við þurfum að sýna sjálfaga til að viðhalda góðri andlegri dagskrá sem felur meðal annars í sér að taka reglulega þátt í að boða fagnaðarboðskapinn. – Post. 2:46. w20.09 6–7 gr. 15–17

Föstudagur 18. mars

Það þarf að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn. – Mark. 13:10.

Við höfum frelsi til að boða trúna í mörgum löndum. Ríkir trúfrelsi þar sem þú býrð? Þá skaltu spyrja þig: Hvernig nota ég þetta frelsi? Við lifum á spennandi tímum. Á síðustu dögum hefur söfnuður Jehóva veitt forystu í mesta boðunar- og kennsluátaki sögunnar. Þjónum Jehóva standa margir möguleikar til boða. Hvernig geturðu nýtt tímann vel meðan friður ríkir? (2. Tím. 4:2) Veltu fyrir þér hvort þú eða einhver í fjölskyldu þinni geti gert meira í boðuninni, jafnvel gerst brautryðjandi. Nú er ekki rétti tíminn til að sanka að sér eigum og auðæfum. Það sem við eigum fer ekki með okkur í gegnum þrenginguna miklu. (Orðskv. 11:4; Matt. 6:31–33; 1. Jóh. 2:15–17) Margir boðberar hafa lært nýtt tungumál sem þeir geta notað til að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva. Söfnuður hans auðveldar þeim það með því að gefa út biblíutengt efni á rúmlega 1.000 tungumálum! w20.09 16 gr. 9–11

Laugardagur 19. mars

Haltu áfram að berjast hinni góðu baráttu. – 1. Tím. 1:18.

Góður hermaður sýnir tryggð. Hann er reiðubúinn að berjast af kappi til að verja þann sem hann elskar eða það sem hann metur mikils. Páll hvatti Tímóteus til að rækta með sér guðrækni, það er að segja tengjast Guði traustum vináttuböndum. (1. Tím. 4:7) Því heitar sem við elskum Guð þeim mun sterkari verður löngun okkar til að halda fast í sannleikann. (1. Tím. 4:8–10; 6:6) Góður hermaður þarf einnig að beita sig sjálfsaga ef hann á að vera reiðubúinn til bardaga. Tímóteus gat barist gegn áhrifum Satans vegna þess að hann fylgdi innblásnum ráðum Páls um að flýja rangar langanir, keppa eftir góðum eiginleikum og eiga félagsskap við trúsystkini sín. (2. Tím. 2:22) Það krafðist sjálfsaga. Við þurfum að sýna sjálfsaga til að sigra í baráttunni gegn röngum löngunum okkar. (Rómv. 7:21–25) Auk þess þurfum við að sýna sjálfsaga til að afklæðast hinum gamla persónuleika og íklæðast hinum nýja. (Ef. 4:22, 24, neðanmáls) Og þegar við erum þreytt eftir langan dag gætum við þurft að beita okkur hörðu til að fara á samkomu. – Hebr. 10:24, 25. w20.09 28 gr. 9–11

Sunnudagur 20. mars

„Ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum um aldur og allt til enda.“ – Sálm. 119:112.

Við þurfum að sýna þolinmæði þegar við hjálpum nemanda að verða hæfur til að geta látið skírast. En við verðum líka að komast að því hvort hann langi til að þjóna Jehóva Guði. Sýnir nemandinn að hann sé að reyna að hlýða fyrirmælum Jesú? Eða finnst honum bara áhugavert að kynna sér Biblíuna? Leggðu mat á framfarir nemandans með reglulegu millibili. Tjáir hann til dæmis þær tilfinningar sem hann ber til Jehóva? Biður hann til Jehóva? (Sálm. 116:1, 2) Hefur hann ánægju af að lesa í Biblíunni? (Sálm. 119:97) Sækir hann safnaðarsamkomur að staðaldri? (Sálm. 22:23) Hefur hann gert breytingar á lífi sínu sem sýna að hann fer eftir því sem hann lærir? Segir hann ættingjum og vinum frá því sem hann er að læra? (Sálm. 9:2) Og það sem mestu máli skiptir, vill hann verða vottur Jehóva? (Sálm. 40:9) Ef nemandinn tekur ekki framförum á neinum þessara sviða skaltu reyna af nærgætni að komast að því hvers vegna og ræða síðan málið við hann vingjarnlega en hreinskilnislega. w20.10 18 gr. 14, 15

Mánudagur 21. mars

„Sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki skilið mig eftir einan því að ég geri alltaf það sem hann hefur velþóknun á.“ – Jóh. 8:29.

Himneskur faðir Jesú tekur alltaf viturlegar ákvarðanir og María og Jósef tóku líka góðar ákvarðanir. En þegar Jesús varð eldri þurfti hann að taka eigin ákvarðanir. (Gal. 6:5) Hann hafði frjálsan vilja eins og við. Hann hefði getað tekið ákvarðanir eftir eigin höfði. Þess í stað kaus hann að eiga gott samband við Jehóva. Þegar Jesús skildi hvað Jehóva ætlaðist til af honum kaus hann að gera vilja hans. (Jóh. 6:38) Jesús vissi að margir myndu hata sig og það hlýtur að hafa verið honum alvarlegt umhugsunarefni. Hann kaus samt að hlýða Jehóva. Þegar Jesús skírðist árið 29 var honum mikilvægast að gera það sem Jehóva krafðist af honum. (Hebr. 10:5–7) Jafnvel þegar hann var að deyja á kvalastaur var hann staðráðinn í að gera vilja föður síns. – Jóh. 19:30. w20.10 29 gr. 12; 30 gr. 15

Þriðjudagur 22. mars

„Ég mun aldrei snúa baki við ykkur og aldrei yfirgefa ykkur.“ – Hebr. 13:5.

Veist þú af bræðrum eða systrum í þínum söfnuði sem þjást vegna veikinda eða annarra erfiðra kringumstæðna? Hefur kannski einhver misst ástvin? Ef við heyrum um einhvern sem þarfnast hjálpar getum við beðið Jehóva að hjálpa okkur að segja eða gera eitthvað gott og kærleiksríkt fyrir hann. Orð okkar og verk gætu einmitt verið sú uppörvun sem þessi bróðir eða systir þarfnast. (1. Pét. 4:10) Við getum verið hugrökk því að við vitum að Jehóva er með okkur. Hann hjálpar okkur fyrir atbeina Jesú og englanna. Og ef það er í samræmi við vilja hans getur Jehóva hjálpað okkur fyrir atbeina fólks í valdastöðu. Og eins og mörg okkar hafa reynt hvetur Jehóva þjóna sína með heilögum anda sínum til að hjálpa trúsystkinum sínum. Líkt og Páll postuli höfum við ærna ástæðu til að segja af sannfæringu: „Jehóva hjálpar mér, ég óttast ekki neitt. Hvað geta mennirnir gert mér?“ – Hebr. 13:6. w20.11 17 gr. 19, 20

Miðvikudagur 23. mars

„Í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“ – Jes. 30:15.

Postularnir höfðu augljósar sannanir fyrir því að Jehóva væri með þeim. Hann hafði gefið þeim mátt til að gera kraftaverk. (Post. 5:12–16; 6:8) Þannig er það ekki nú á dögum. En Jehóva segir okkur í orði sínu að hann hafi velþóknun á okkur og að andi hans sé með okkur þegar við þjáumst fyrir að gera rétt. (1. Pét. 3:14; 4:14) Frekar en að dvelja við það hvernig við gætum brugðist við miklum ofsóknum í framtíðinni þurfum við að einbeita okkur að því sem við getum gert núna til að styrkja traust okkar á getu Jehóva til styðja okkur og frelsa. Við verðum að treysta loforði Jesú: „Ég gef ykkur orð og visku sem allir andstæðingar ykkar samanlagt geta hvorki andmælt né hrakið.“ Og við getum treyst Jesú þegar hann segir: „Ef þið eruð þolgóðir varðveitið þið líf ykkar.“ (Lúk. 21:12–19) Og gleymum aldrei að Jehóva man í smæstu atriðum eftir þjónum sínum sem hafa dáið trúfastir. Hann notar þá vitneskju þegar hann reisir þá til lífs á ný. w21.01 4 gr. 12

Fimmtudagur 24. mars

Ég hef þá von að Guð muni reisa upp bæði réttláta og rangláta. – Post. 24:15.

Páll postuli var ekki fyrstur til að nefna vonina um upprisu. Ættfaðirinn Job gerði það líka. Hann var sannfærður um að Guð myndi minnast sín og reisa sig upp til lífs á ný. (Job. 14:7–10, 12–15) Kenningin um „upprisu dauðra“ er hluti af ,grunninum‘ eða ,byrjendafræðslunni‘ í trú kristinna manna. (Hebr. 6:1, 2) Páll ræðir um upprisuna í 15. kafla 1. Korintubréfs. Það sem hann skrifaði hlýtur að hafa verið uppörvandi fyrir kristna menn á fyrstu öld. Og þessi kafli uppörvar okkur og styrkir von okkar á upprisuna, sama hve lengi við höfum haft hana. Upprisa Jesú Krists veitir okkur fullvissu um að látnir ástvinir okkar verði reistir upp á ný. Hún var hluti af fagnaðarboðskapnum sem Páll boðaði Korintumönnum. (1. Kor. 15:1, 2) Hann sagði meira að segja að ef kristinn maður tryði ekki á upprisuna væri trú hans til einskis. – 1. Kor. 15:17. w20.12 2 gr. 2–4

Föstudagur 25. mars

Nú rifjaðist upp fyrir Pétri það sem Jesús hafði sagt. Og hann gekk út og grét beisklega. – Matt. 26:75.

Hvað hjálpaði Pétri postula? Fyrir það fyrsta hafði Jesús beðið þess að trú Péturs myndi ekki bregðast. Jehóva svaraði þessari innilegu bæn. Síðar birtist Jesús Pétri, vafalaust til að uppörva hann. (Lúk. 22:32; 24:33, 34; 1. Kor. 15:5) Jesús birtist líka postulunum eftir að þeir höfðu veitt alla nóttina án árangurs. Þá gaf hann Pétri tækifæri til að staðfesta hversu heitt hann elskaði sig. Jesús hafði fyrirgefið kærum vini sínum og fól honum frekari verkefni. (Jóh. 21:15–17) Miskunnsemi Jesú sést vel á því sem hann gerði fyrir Pétur, og hann endurspeglar föður sinn fullkomlega. Þegar við gerum mistök ættum við þess vegna ekki að álíta okkur vonlaus. Höfum í huga að Satan vill að við hugsum þannig. Leggjum okkur heldur fram um að líta sjálf okkur – og þá sem syndga gegn okkur – sömu augum og himneskur faðir okkar, augum miskunnar og kærleika. – Sálm. 103:13, 14. w20.12 20–21 gr. 17–19

Laugardagur 26. mars

Ég er öruggur. – Sálm. 27:3.

Við getum lært af reynslu þeirra sem héldu ekki ró sinni og treystu ekki á Jehóva. Þegar við skoðum þessi slæmu fordæmi hjálpar það okkur að forðast að gera sömu mistök. Snemma á valdatíma sínum leitaði Asa konungur til Jehóva þegar vandamál urðu á vegi hans. En síðar leitaði hann ekki til Guðs um hjálp en reyndi að leysa málin með eigin aðferðum. (2. Kron. 16:1–3, 12) Í fyrstu gæti áætlun Asa um að biðja Sýrlendinga um stuðning til að fara gegn Ísrael hafa virst gagnleg. En þetta reyndist skammgóður vermir. Jehóva sagði honum fyrir munn spámanns: „Þar sem þú hefur stutt þig við konung Aramea en ekki við Drottin, Guð þinn, þá hefur her Ísraelskonungs gengið þér úr greipum.“ (2. Kron. 16:7) Við þurfum að varast þá hugsun að við getum leyst vandamál okkar án þess að leita leiðsagnar Guðs í Biblíunni. Jafnvel þegar við þurfum að taka ákvörðun skyndilega ættum við að halda ró okkar og treysta Jehóva. Ef við gerum það hjálpar hann okkur. w21.01 6 gr. 13–15

Sunnudagur 27. mars

Þá mun ekki hungra framar. – Opinb. 7:16.

Eins og er líða sumir þjóna Jehóva hungur vegna íþyngjandi efnahagsástands eða eyðilegginga af völdum ólgu og styrjalda. Aðrir sitja í fangelsi vegna trúar sinnar. En þeir sem tilheyra múginum mikla gleðjast mjög yfir þeirri tilhugsun að eiga alltaf meira en nóg af líkamlegri og andlegri fæðu eftir að þeir hafa lifað af eyðingu þessa illa heimskerfis. Þegar heimskerfi Satans er eytt verður múginum mikla hlíft við ,steikjandi hita‘ reiði Jehóva gegn þjóðunum. Eftir þrenginguna miklu leiðir Jesús þá sem lifa hana af til „lífsvatnsins“ sem veitir eilíft líf. (Opinb. 7:17) Hugsaðu þér hve einstaka von þeir sem tilheyra múginum mikla eiga. Þeir eru þeir einu af öllum þeim milljörðum sem hafa lifað sem þurfa aldrei að deyja. (Jóh. 11:26) Aðrir sauðir eiga stórkostlega von sem þeir eru Jehóva og Jesú þakklátir fyrir. w21.01 17 gr. 11, 12

Mánudagur 28. mars

„Drottinn er trúr og hann mun styrkja ykkur og vernda.“ – 2. Þess. 3:3.

Síðasta kvöldið sem Jesús lifði sem maður á jörð leiddi hann hugann að þeim vandamálum sem lærisveinar hans myndu mæta. Knúinn af kærleika til vina sinna bað Jesús föður sinn „að gæta þeirra fyrir hinum vonda“. (Jóh. 17:14, 15) Jesús vissi að eftir að hann færi aftur til himna myndi Satan Djöfullinn halda áfram að berjast gegn hverjum þeim sem vildi þjóna Jehóva. Þjónar Jehóva þurftu augljóslega á vernd að halda. Við höfum aldrei þurft eins mikið á vernd Jehóva að halda eins og núna. Satan hefur verið kastað niður af himnum „og er ofsareiður“. (Opinb. 12:12) Honum hefur tekist að sannfæra suma af þeim sem ofsækja okkur um að þeir „veiti Guði heilaga þjónustu“. (Jóh. 16:2) Aðrir sem trúa ekki á Guð ofsækja okkur vegna þess að við erum ólík fólki í heiminum. Hver sem ástæðan kann að vera þurfum við ekki að vera hrædd. Hvers vegna? Svarið er í versi dagsins. w21.03 26 gr. 1, 3

Þriðjudagur 29. mars

Ekkert getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni okkar. – Rómv. 8:39.

Allt sem Jehóva gerir er grundvallað á kærleika. Hann sýnir að hann elskar okkur og vill eiga okkur að vinum með því að sjá fyrir öllum þörfum okkar. Vegna kærleika greiddi Jehóva lausnargjaldið fyrir okkur. Og Jesús elskar okkur svo heitt að hann gaf líf sitt í okkar þágu. (Jóh. 3:16; 15:13) Ekkert getur rofið kærleiksböndin sem tengja Jehóva og Jesú við þá sem eru þeim trúfastir. (Jóh. 13:1; Rómv. 8:35) Eins ætti allt sem höfuð fjölskyldunnar gerir að vera grundvallað á kærleika. Hvers vegna er það svo mikilvægt? Jóhannes postuli svarar því: „Sá sem elskar ekki bróður sinn [eða fjölskyldu], sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð sem hann hefur ekki séð.“ (1. Jóh. 4:11, 20) Maður sem elskar fjölskylduna sína og vill líkja eftir Jehóva og Jesú sér fyrir andlegum, tilfinningalegum og efnislegum þörfum hennar. (1. Tím. 5:8) Hann kennir börnunum sínum og agar þau. Hann heldur líka áfram að læra að taka ákvarðanir sem heiðra Jehóva og koma fjölskyldunni að gagni. w21.02 5 gr. 12, 13

Miðvikudagur 30. mars

„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ – Sálm. 55:23.

Kærleiksríkur faðir okkar á himnum veit hvernig fortíð okkar og neikvæður hugsunarháttur hefur haft áhrif á okkur. Og hann sér einnig það góða sem býr í hjarta okkar – eiginleika sem við sjáum kannski ekki sjálf. (1. Jóh. 3:19, 20) Sá sem reynir að losa sig við slæma og rótgróna ávana gæti orðið niðurdreginn ef honum mistekst það. Að sjálfsögðu er eðlilegt að fá samviskubit þegar við syndgum. (2. Kor. 7:10) Við ættum hins vegar ekki að fara út í öfgar, fordæma okkur sjálf og hugsa: „Ég er alveg ómögulegur. Jehóva getur aldrei fyrirgefið mér.“ Slík hugsun byggist ekki á sannleika Biblíunnar og gæti orðið til þess að við hættum að þjóna Jehóva. Leiðréttum frekar málin við Jehóva með því að leita til hans í bæn og biðja um miskunn. (Jes. 1:18) Þegar Jehóva sér einlæga iðrun þína fyrirgefur hann þér. Auk þess skaltu leita til öldunganna. Þeir munu þolinmóðir hjálpa þér að bæta samband þitt við Jehóva. – Jak. 5:14, 15. w20.12 23 gr. 5, 6

Fimmtudagur 31. mars

Komdu fram við rosknar konur sem mæður og yngri konur sem systur. – 1. Tím. 5:2.

Jesús sýndi konum virðingu. Hann var ekki eins og farísearnir sem litu niður á konur og vildu ekki tala við þær á almannafæri, hvað þá tala við þær um Ritningarnar. Þvert á móti ræddi hann mikilvæg andleg mál við konur jafnt sem karla. (Lúk. 10:38, 39, 42) Hann leyfði konum líka að fara með sér í boðunarferðir. (Lúk. 8:1–3) Þar að auki veitti Jesús konum þann heiður að tilkynna postulunum að hann væri upprisinn. (Jóh. 20:16–18) Páll postuli minnti Tímóteus á að sýna konum virðingu. Hann vissi að það voru mamma hans og amma sem byrjuðu að fræða hann um heilagar ritningar. (2. Tím. 1:5; 3:14, 15) Páll nafngreindi systur í kveðjum í bréfi sínu til Rómverja. Hann tók ekki bara eftir því sem systur gerðu í þjónustunni heldur tjáði hann þakklæti sitt fyrir það. – Rómv. 16:1–4, 6, 12; Fil. 4:3. w21.02 15 gr. 5, 6

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila